NFL: Enginn virðist geta stoppað Kúrekana og nýliðana þeirra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Nýliðarnir öflugu Dak Prescott og Ezekiel Elliott. Vísir/Getty Dallas Cowboys hélt áfram sigurgöngu sinni á Þakkagjörðarhátíðinni í gær en að venju fóru fram þrír leikir i NFL-deildinni þennan mikla hátíðisdag í Bandaríkjunum. Detroit Lions og Pittsburgh Steelers fögnuðu líka sigri í nótt. Nýliðarnir Dak Prescott og Ezekiel Elliott héldu áfram að skína þegar Dallas Cowboys vann 31-26 sigur á Washington Redskins á heimavelli sínum í Arlington en þetta var tíundi sigurleikur Kúrekana í röð. Leikstjórnandinn Dak Prescott átti eina snertimarkssendingu og skoraði síðan annað snertimark sjálfur. Hann sýndi ennfremur gríðarlega yfirvegun og öryggi á úrslitastundu í fjórða leikhlutanum. Hlauparinn Ezekiel Elliott skoraði tvö snertimörk í leiknum en þessi 21 árs gamli strákur hefur nú hlaupið 1199 yarda á tímabilinu og nýliðametið er í mikilli hættu. Kirk Cousins, leikstjórnandi Washington Redskins, spilaði mjög vel og sókn liðsins var í fínu formi en þegar á öllu var á botninn hvolft þá gáfu leikmenn Redskins bara ekki stoppað Kúrekana og nýliðana þeirra. Sparkarinn Matt Prater tryggði Detroit Lions 16-13 sigur á Minnesota Vikings með vallarmarki um leið og leiktíminn rann út í enn einum endurkomusigri Detroit-manna. Leikmenn Lions-liðsins hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum en í þeim öllum hefur liðið verið undir í lokaleikhlutanum og komið til baka. Allir ellefu leikir Detroit Lions á tímabilinu hafa jafnframt unnist með sjö stigum eða færri. Ben Roethlisberger var duglegur að finna útherjann Antonio Brown þegar Pittsburgh Steelers vann útisigur á Indianapolis Colts 28-7. Antonio Brown skoraði alls þrjú snertimörk eftir sendingar frá Ben Roethlisberger. Pittsburgh-liðið skoraði snertimörk í fyrstu þremur sóknum sínum og komst strax í 21-7. Indianapolis Colts lék án leikstjórnandans frábæra Andrew Luck og varmaður hans, Scott Tolzien, veikti liðið mikið en hann kastaði boltanum meðal annars tvisvar frá sér. Það hjálpaði heldur ekki að í tvígang náðu varnarmenn Pittsburgh Steelers að stoppa þá við marklínuna þegar Colts-liðinu vantaði bara einn yarda í viðbót. NFL Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Dallas Cowboys hélt áfram sigurgöngu sinni á Þakkagjörðarhátíðinni í gær en að venju fóru fram þrír leikir i NFL-deildinni þennan mikla hátíðisdag í Bandaríkjunum. Detroit Lions og Pittsburgh Steelers fögnuðu líka sigri í nótt. Nýliðarnir Dak Prescott og Ezekiel Elliott héldu áfram að skína þegar Dallas Cowboys vann 31-26 sigur á Washington Redskins á heimavelli sínum í Arlington en þetta var tíundi sigurleikur Kúrekana í röð. Leikstjórnandinn Dak Prescott átti eina snertimarkssendingu og skoraði síðan annað snertimark sjálfur. Hann sýndi ennfremur gríðarlega yfirvegun og öryggi á úrslitastundu í fjórða leikhlutanum. Hlauparinn Ezekiel Elliott skoraði tvö snertimörk í leiknum en þessi 21 árs gamli strákur hefur nú hlaupið 1199 yarda á tímabilinu og nýliðametið er í mikilli hættu. Kirk Cousins, leikstjórnandi Washington Redskins, spilaði mjög vel og sókn liðsins var í fínu formi en þegar á öllu var á botninn hvolft þá gáfu leikmenn Redskins bara ekki stoppað Kúrekana og nýliðana þeirra. Sparkarinn Matt Prater tryggði Detroit Lions 16-13 sigur á Minnesota Vikings með vallarmarki um leið og leiktíminn rann út í enn einum endurkomusigri Detroit-manna. Leikmenn Lions-liðsins hafa unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum en í þeim öllum hefur liðið verið undir í lokaleikhlutanum og komið til baka. Allir ellefu leikir Detroit Lions á tímabilinu hafa jafnframt unnist með sjö stigum eða færri. Ben Roethlisberger var duglegur að finna útherjann Antonio Brown þegar Pittsburgh Steelers vann útisigur á Indianapolis Colts 28-7. Antonio Brown skoraði alls þrjú snertimörk eftir sendingar frá Ben Roethlisberger. Pittsburgh-liðið skoraði snertimörk í fyrstu þremur sóknum sínum og komst strax í 21-7. Indianapolis Colts lék án leikstjórnandans frábæra Andrew Luck og varmaður hans, Scott Tolzien, veikti liðið mikið en hann kastaði boltanum meðal annars tvisvar frá sér. Það hjálpaði heldur ekki að í tvígang náðu varnarmenn Pittsburgh Steelers að stoppa þá við marklínuna þegar Colts-liðinu vantaði bara einn yarda í viðbót.
NFL Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira