Hamilton fljótastur á báðum æfingum fyrir einvígið í eyðimörkinni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. nóvember 2016 15:45 Lewis Hamilton náði óskabyrjun á helginni. Vísir/Getty Lewis Hamilton, maðurinn sem þarf að vinna upp 12 stiga forskot liðsfélaga síns, Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir lokakeppnina á tímabilinu í Formúlu 1.Fyrri æfingin Hamilton var talsvert fljótari á fyrri æfingunni, hann var 0,374 sekúndum á undan Rosberg. Rosberg hefur 12 stiga forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna. Það er því klárt að Hamilton þarf að gera allt hvað hann getur til að verða meistari. Ef Hamilton vinnur keppnina á sunnudag þá þarf Rosberg að komast á verðlaunapall til að verða meistari. Ef Hamilton verður annar þarf Rosberg að verða sjötti til að verða heimsmeistari og ef Hamilton verður þriðji þá þarf Rosberg að verða áttundi. Staðan er hins vegar ljós ef Hamilton verður fjórði eða neðar, þá verður Rosberg meistari. Red Bull bílarnir voru þeir næstu á eftir Mercedes á fyrri æfingunni. Max Verstappen varð þriðji og Daniel Ricciardo varð fjórði.Ætli Rosberg hugsi með sér að hann ætli að aka öruggt og ná verðlaunasæti eða ætlar hann sér að vinna á sunnudag?Vísir/GettySeinni æfingin Hamilton hafði aftur betur á seinni æfingunni en það munaði einungis 0,079 sekúndum á liðsfélögunum. Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji, innan við þremur tíundu úr sekúndum á eftir Hamilton. Red Bull ökumennirnir komu þar á eftir. Kimi Raikkonen á Ferrari varð svo sjötti. Hann var síðastur þeirra sem voru innan við sekúndu á eftir Hamilton. Daniil Kvyat á Toro Rosso lenti í því að sprengja dekk á báðum æfingunum svo liðið þurfti að rannsaka bílinn enda undarlegt slíkt komi fyrir. Tímatakan á morgun verður spennandi á morgun en keppnin verður auðvitað vettvangurinn þar sem úrslitin ráðast á sunnudag. Lokakeppni tímabilsins fer fram um komandi helgi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á laugardag á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 12:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30 Rosberg: Ég mun halda mig innan velsæmismarka Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu berjast um heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þeir mættust á blaðamannafundi í dag, hver sagði hvað? 24. nóvember 2016 23:00 Massa vill ná góðum úrslitum í kveðjukeppninni Williams ökumaðurinn Felipe Massa segist vonast til að hann geti endað feril sinn í Formúlu 1 á "frábærum“ úrslitum í Abú Dabí um helgina. 24. nóvember 2016 15:30 Horner: Hamilton ætti að beita brögðum í keppninni Liðsstjóri Red Bull liðsins, Christian Horner telur að það væri "snjallt“ af Hamilton að reyna að hafa áhrif á framgang Nico Rosberg í keppninni í Abú Dabí um helgina. 23. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton, maðurinn sem þarf að vinna upp 12 stiga forskot liðsfélaga síns, Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir lokakeppnina á tímabilinu í Formúlu 1.Fyrri æfingin Hamilton var talsvert fljótari á fyrri æfingunni, hann var 0,374 sekúndum á undan Rosberg. Rosberg hefur 12 stiga forskot í heimsmeistarakeppni ökumanna. Það er því klárt að Hamilton þarf að gera allt hvað hann getur til að verða meistari. Ef Hamilton vinnur keppnina á sunnudag þá þarf Rosberg að komast á verðlaunapall til að verða meistari. Ef Hamilton verður annar þarf Rosberg að verða sjötti til að verða heimsmeistari og ef Hamilton verður þriðji þá þarf Rosberg að verða áttundi. Staðan er hins vegar ljós ef Hamilton verður fjórði eða neðar, þá verður Rosberg meistari. Red Bull bílarnir voru þeir næstu á eftir Mercedes á fyrri æfingunni. Max Verstappen varð þriðji og Daniel Ricciardo varð fjórði.Ætli Rosberg hugsi með sér að hann ætli að aka öruggt og ná verðlaunasæti eða ætlar hann sér að vinna á sunnudag?Vísir/GettySeinni æfingin Hamilton hafði aftur betur á seinni æfingunni en það munaði einungis 0,079 sekúndum á liðsfélögunum. Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji, innan við þremur tíundu úr sekúndum á eftir Hamilton. Red Bull ökumennirnir komu þar á eftir. Kimi Raikkonen á Ferrari varð svo sjötti. Hann var síðastur þeirra sem voru innan við sekúndu á eftir Hamilton. Daniil Kvyat á Toro Rosso lenti í því að sprengja dekk á báðum æfingunum svo liðið þurfti að rannsaka bílinn enda undarlegt slíkt komi fyrir. Tímatakan á morgun verður spennandi á morgun en keppnin verður auðvitað vettvangurinn þar sem úrslitin ráðast á sunnudag. Lokakeppni tímabilsins fer fram um komandi helgi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á laugardag á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 12:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30 Rosberg: Ég mun halda mig innan velsæmismarka Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu berjast um heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þeir mættust á blaðamannafundi í dag, hver sagði hvað? 24. nóvember 2016 23:00 Massa vill ná góðum úrslitum í kveðjukeppninni Williams ökumaðurinn Felipe Massa segist vonast til að hann geti endað feril sinn í Formúlu 1 á "frábærum“ úrslitum í Abú Dabí um helgina. 24. nóvember 2016 15:30 Horner: Hamilton ætti að beita brögðum í keppninni Liðsstjóri Red Bull liðsins, Christian Horner telur að það væri "snjallt“ af Hamilton að reyna að hafa áhrif á framgang Nico Rosberg í keppninni í Abú Dabí um helgina. 23. nóvember 2016 22:30 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30
Rosberg: Ég mun halda mig innan velsæmismarka Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu berjast um heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þeir mættust á blaðamannafundi í dag, hver sagði hvað? 24. nóvember 2016 23:00
Massa vill ná góðum úrslitum í kveðjukeppninni Williams ökumaðurinn Felipe Massa segist vonast til að hann geti endað feril sinn í Formúlu 1 á "frábærum“ úrslitum í Abú Dabí um helgina. 24. nóvember 2016 15:30
Horner: Hamilton ætti að beita brögðum í keppninni Liðsstjóri Red Bull liðsins, Christian Horner telur að það væri "snjallt“ af Hamilton að reyna að hafa áhrif á framgang Nico Rosberg í keppninni í Abú Dabí um helgina. 23. nóvember 2016 22:30