Framkvæmdastjóri Bónus um Brúnegg: „Í hálfgerðu sjokki“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2016 19:05 Stærstu verslanir landsins hafa tekið Brúnegg úr sölu. „Í ljósi þessara frétta var tekin sú ákvörðun að láta neytendur njóta vafans,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. Hann gerir ekki ráð fyrir að taka eggin aftur til sölu. „Allar forsendur eru brostnar fyrir þessum viðskiptum. Við keyptum vöruna á ákveðnum forsendum, verðlögðum hana á ákveðnum forsendum og ég verð að segja að sem innkaupamaður er ég í hálfgerðu sjokki yfir þessu máli.“ Hvað með aðrar vörur sem hafa vistvæna merkingu? „Í framhaldi af þessum fréttum höfum við sent póst á alla framleiðendur sem merkja vörur sínar vistvænar. Í ljósi staðreynda er ekkert hægt að treysta á þetta,“ segir Guðmundur og bendir á að undarlegt sé að eftirlitsaðilar hafi ekki upplýst kaupmenn fyrr um stöðuna hjá Brúneggjum. „Þetta er neytendamál og dapurt að maður sé að sjá þetta í fyrsta skipti í fréttum í gær.“ Kristinn á hænsnabúinu á Teigum í Mosfellsbævísir/anton Kristinn Gylfi Jónsson, annar eiganda Brúneggja, segir stöðuna hörmulega. „Flestir stærstu viðskiptavinir okkar hafa lokað á viðskipti. En við viljum að fjölmiðlar og viðskiptamenn komi og sjái að aðstaðan er nú til sóma. Svo sjáum við hvort við getum komið á viðskiptum á ný,“ segir Kristinn og bætir við að ef þeir nái ekki að koma eggjum í búðir þá sé rekstrinum sjálfhætt. Hann skilji aftur á móti viðbrögð neytenda og kaupmanna. „Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og viljum biðjast afsökunar á þessum frávikum í okkar rekstri frá því í fyrra, sem við skömmumst okkar fyrir, og Matvælastofnun þurfti að beita úrræðum til að ljúka og klára. Okkur þykir þetta mjög leitt en þetta lýsir ekki stöðunni hjá okkur í dag.“ Brúneggjamálið Verslun Neytendur Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Stærstu verslanir landsins hafa tekið Brúnegg úr sölu. „Í ljósi þessara frétta var tekin sú ákvörðun að láta neytendur njóta vafans,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. Hann gerir ekki ráð fyrir að taka eggin aftur til sölu. „Allar forsendur eru brostnar fyrir þessum viðskiptum. Við keyptum vöruna á ákveðnum forsendum, verðlögðum hana á ákveðnum forsendum og ég verð að segja að sem innkaupamaður er ég í hálfgerðu sjokki yfir þessu máli.“ Hvað með aðrar vörur sem hafa vistvæna merkingu? „Í framhaldi af þessum fréttum höfum við sent póst á alla framleiðendur sem merkja vörur sínar vistvænar. Í ljósi staðreynda er ekkert hægt að treysta á þetta,“ segir Guðmundur og bendir á að undarlegt sé að eftirlitsaðilar hafi ekki upplýst kaupmenn fyrr um stöðuna hjá Brúneggjum. „Þetta er neytendamál og dapurt að maður sé að sjá þetta í fyrsta skipti í fréttum í gær.“ Kristinn á hænsnabúinu á Teigum í Mosfellsbævísir/anton Kristinn Gylfi Jónsson, annar eiganda Brúneggja, segir stöðuna hörmulega. „Flestir stærstu viðskiptavinir okkar hafa lokað á viðskipti. En við viljum að fjölmiðlar og viðskiptamenn komi og sjái að aðstaðan er nú til sóma. Svo sjáum við hvort við getum komið á viðskiptum á ný,“ segir Kristinn og bætir við að ef þeir nái ekki að koma eggjum í búðir þá sé rekstrinum sjálfhætt. Hann skilji aftur á móti viðbrögð neytenda og kaupmanna. „Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og viljum biðjast afsökunar á þessum frávikum í okkar rekstri frá því í fyrra, sem við skömmumst okkar fyrir, og Matvælastofnun þurfti að beita úrræðum til að ljúka og klára. Okkur þykir þetta mjög leitt en þetta lýsir ekki stöðunni hjá okkur í dag.“
Brúneggjamálið Verslun Neytendur Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15
Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30
Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49
Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28
Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09