Um sáttakjaftæði Markús Möller skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Eitthvað það vitlausasta sem sett var í sölu fyrir kosningarnar var sáttakjaftæðið. Jafnvel sá flokkur sem ég á endanum kaus, – Viðreisn sem virtist það skásta á markaðnum – sá flokkur sagðist ætla að taka almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni en talaði þó í síbylju um að ná sáttum milli þessara andstæðu póla. Ekki mín formúla: Þegar almannahagsmunir vinna sigur á sérhagsmunum og fá jafnvel 34 af 63, þá finnst mér vægast sagt klikkað að kjörnir fulltrúar almennings semji sig frá sigrinum sem þeir fengu umboð sitt út á. Eiginlega get ég ekki kallað slíkt annað en svik. Mér finnst prýðilega leyfilegt að koma fram af kurteisi og skikkanlegri samúð við sigraða andstæðinga, í þessu tilfelli þá sem hafa orðið efnamenn eða meira á kvótakerfinu frá 1984 í sjávarútvegi og þá sem enn hokra í skjóli búvörulaganna frá 1985 og á útkjálkum í skjóli afurðasölulaganna frá 1934. Það er heldur ekki skynsamlegt eða vitlegt að dauðpína þá sem ættu að verða bröttustu verktakarnir í þeim bransa að veiða fisk fyrir þjóðina. Hvað landbúnaðinn varðar þá getur vel verið að þar séu lífvænlegir blettir innan um, nokkuð augljóslegast í tengslum við ferðamennsku og varðveislu sérstæðra og merkilegra húsdýrastofna. Hver veit heldur nema hér gæti þess utan þróast lífvænlegur landbúnaður ef gamalli hörmungalöggjöf væri aflétt, nú þegar árar betur og leyfilegt er að flytja inn nýjustu græjur. Jafnvel svínarí og fjaðrafok gætu átt sjans ef samkeppnin kæmi að utan og innlendir framleiðendur fengju að stilla sig saman. Í ljósi gamallar og viðvarandi velvildar almennings er líka óvíst að túlka megi umboð kjósenda til að rífa upp búvörubullið sem skilyrðislaust skotleyfi á bændur né andstöðu við þjóðargjöf á kvóta sem kröfu um að leggja Raufarhöfn í rúst. En að fara t.d. hugsunarlaust með glórulausa landbúnaðarstyrki úr 25 milljörðum á ári (PSE frá OECD fyrir innvígða, og vantar þó sennilega einhverja ríkisstyrki inn í það) í besta falli niður í svo sem 12-15 og taka þriðjung eða svo af kvóta í hlut þjóðarinnar, væri arfalélegt hálfkák. Sáttakjaftæðið er annars gamalgróið og hefðbundið trix þeirra pólitísku málaliða sem hafa að aðalstarfi að hygla sérhagsmunum. Það náði hæst, þegar ríkisstjórnin 2009-2013 skipaði – hvað haldið þið – sáttanefnd til að finna lausn í kvótamálinu. Í fréttatilkynningu sjávarútvegsráðherra 2. júlí 2009 eru taldir upp 16 nefndarmenn, 6 þingmenn, allir úr plássum sem voru – og eru – undir nöglinni á útgerðum staðarins, einn bæjarfulltrúi og einn verkalýðsforkólfur úr sams konar plássum, 3 frá samtökum útgerðarmanna, 2 frá fiskvinnslusamtökum og 3 frá sjómönnum. Sem sagt, 16-0 fyrir sérhagsmuni og algert svartamyrkur fyrir þau 64% kjósenda sem þá bjuggu á Reykjavíkursvæðinu. Reyndar dúkkaði upp einn líklegur málsvari almannahagsmuna í skilaplaggi nefndarinnar, líklega vegna þess að í ógáti hafi ráðherrann gleymt nýjum þingflokki Borgarahreyfingarinnar. Útkoman varð eins og til var stofnað, furðukokkteill af byggðastefnubulli og sérhagsmunaþjónkun sem dagaði sem betur fer uppi.Grafnir út og suður Nú er ástæða fyrir almenning og hagsmunina hans að hafa af því áhyggjur að Viðreisn og Björt framtíð og ótrúlegt nokk jafnvel VG séu að búa sig undir að ganga í björg með Sjálfstæðisflokknum. Ekkert bendir til þess að þar fari betur fyrir almannahagsmunum en í sáttanefndinni forðum. Eftir japl og jaml og fuður verða þeir grafnir út og suður. Bjarni gæti samþykkt obbolítið ESB enda mestanpart sloppinn undan undan blýantsenda ritstjórans. Meira að segja VG hefur gefið til kynna að það mætti sosum ræða eitthvað svoleiðis ef þjóðin væri svo vitlaus að vilja það endilega. Svo yrðu einhver fíkjublöð til sjós og lands sem gætu orðið verri en ekkert, t.d. ef þau festu í sessi 14-2 fyrir sérhagsmunina. Það myndi staðfesta þann beyg sem af og til var eins og kaldur sviti á sálarbakinu þegar ég mætti á fundi hjá Viðreisn að minn nýi flokkur kynni að vera undir stjórn tómra Euro-búra sem skreyttu sig stolnum fjöðrum í landbúnaðar- og kvótamálum í kosningabaráttunni, en yrðu fljótir að hrista þær af sér eftir kosningar. En á Íslandi 2016 eru til ráð við því. Ef eða þegar herlegheitin birtast og reynast óþolandi, mætti safna undirskriftum meðal þeirra sem játuðu að hafa kosið A eða C – og jafnvel VG þar sem kjósendur drægju umboð sitt táknrænt til baka vegna þess að það hafi ekki verið veitt til að gefa afslætti af almannahagsmunum. Það væri allnokkur spá fyrir Bjartri framtíð Viðreisnar. Svo mætti reyna að koma nýjum forseta í æfingu við að hjálpa Alþingi að þjóna almannahagsmunum. Fordæmin eru nýleg. En best væri að Viðreisn og Björt framtíð sæju að sér, VG fattaði að á höfuðborgarsvæðinu býr líka fólk, að Píratar legðu fram gögn fyrir því að þeir séu stjórntækir og Samfylkingin herti sig upp og ákvæði að eignast framhaldslíf í þjónustu við almannahagsmuni. Og öll dýrin í þeim hluta skógarins yrðu vinir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eitthvað það vitlausasta sem sett var í sölu fyrir kosningarnar var sáttakjaftæðið. Jafnvel sá flokkur sem ég á endanum kaus, – Viðreisn sem virtist það skásta á markaðnum – sá flokkur sagðist ætla að taka almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni en talaði þó í síbylju um að ná sáttum milli þessara andstæðu póla. Ekki mín formúla: Þegar almannahagsmunir vinna sigur á sérhagsmunum og fá jafnvel 34 af 63, þá finnst mér vægast sagt klikkað að kjörnir fulltrúar almennings semji sig frá sigrinum sem þeir fengu umboð sitt út á. Eiginlega get ég ekki kallað slíkt annað en svik. Mér finnst prýðilega leyfilegt að koma fram af kurteisi og skikkanlegri samúð við sigraða andstæðinga, í þessu tilfelli þá sem hafa orðið efnamenn eða meira á kvótakerfinu frá 1984 í sjávarútvegi og þá sem enn hokra í skjóli búvörulaganna frá 1985 og á útkjálkum í skjóli afurðasölulaganna frá 1934. Það er heldur ekki skynsamlegt eða vitlegt að dauðpína þá sem ættu að verða bröttustu verktakarnir í þeim bransa að veiða fisk fyrir þjóðina. Hvað landbúnaðinn varðar þá getur vel verið að þar séu lífvænlegir blettir innan um, nokkuð augljóslegast í tengslum við ferðamennsku og varðveislu sérstæðra og merkilegra húsdýrastofna. Hver veit heldur nema hér gæti þess utan þróast lífvænlegur landbúnaður ef gamalli hörmungalöggjöf væri aflétt, nú þegar árar betur og leyfilegt er að flytja inn nýjustu græjur. Jafnvel svínarí og fjaðrafok gætu átt sjans ef samkeppnin kæmi að utan og innlendir framleiðendur fengju að stilla sig saman. Í ljósi gamallar og viðvarandi velvildar almennings er líka óvíst að túlka megi umboð kjósenda til að rífa upp búvörubullið sem skilyrðislaust skotleyfi á bændur né andstöðu við þjóðargjöf á kvóta sem kröfu um að leggja Raufarhöfn í rúst. En að fara t.d. hugsunarlaust með glórulausa landbúnaðarstyrki úr 25 milljörðum á ári (PSE frá OECD fyrir innvígða, og vantar þó sennilega einhverja ríkisstyrki inn í það) í besta falli niður í svo sem 12-15 og taka þriðjung eða svo af kvóta í hlut þjóðarinnar, væri arfalélegt hálfkák. Sáttakjaftæðið er annars gamalgróið og hefðbundið trix þeirra pólitísku málaliða sem hafa að aðalstarfi að hygla sérhagsmunum. Það náði hæst, þegar ríkisstjórnin 2009-2013 skipaði – hvað haldið þið – sáttanefnd til að finna lausn í kvótamálinu. Í fréttatilkynningu sjávarútvegsráðherra 2. júlí 2009 eru taldir upp 16 nefndarmenn, 6 þingmenn, allir úr plássum sem voru – og eru – undir nöglinni á útgerðum staðarins, einn bæjarfulltrúi og einn verkalýðsforkólfur úr sams konar plássum, 3 frá samtökum útgerðarmanna, 2 frá fiskvinnslusamtökum og 3 frá sjómönnum. Sem sagt, 16-0 fyrir sérhagsmuni og algert svartamyrkur fyrir þau 64% kjósenda sem þá bjuggu á Reykjavíkursvæðinu. Reyndar dúkkaði upp einn líklegur málsvari almannahagsmuna í skilaplaggi nefndarinnar, líklega vegna þess að í ógáti hafi ráðherrann gleymt nýjum þingflokki Borgarahreyfingarinnar. Útkoman varð eins og til var stofnað, furðukokkteill af byggðastefnubulli og sérhagsmunaþjónkun sem dagaði sem betur fer uppi.Grafnir út og suður Nú er ástæða fyrir almenning og hagsmunina hans að hafa af því áhyggjur að Viðreisn og Björt framtíð og ótrúlegt nokk jafnvel VG séu að búa sig undir að ganga í björg með Sjálfstæðisflokknum. Ekkert bendir til þess að þar fari betur fyrir almannahagsmunum en í sáttanefndinni forðum. Eftir japl og jaml og fuður verða þeir grafnir út og suður. Bjarni gæti samþykkt obbolítið ESB enda mestanpart sloppinn undan undan blýantsenda ritstjórans. Meira að segja VG hefur gefið til kynna að það mætti sosum ræða eitthvað svoleiðis ef þjóðin væri svo vitlaus að vilja það endilega. Svo yrðu einhver fíkjublöð til sjós og lands sem gætu orðið verri en ekkert, t.d. ef þau festu í sessi 14-2 fyrir sérhagsmunina. Það myndi staðfesta þann beyg sem af og til var eins og kaldur sviti á sálarbakinu þegar ég mætti á fundi hjá Viðreisn að minn nýi flokkur kynni að vera undir stjórn tómra Euro-búra sem skreyttu sig stolnum fjöðrum í landbúnaðar- og kvótamálum í kosningabaráttunni, en yrðu fljótir að hrista þær af sér eftir kosningar. En á Íslandi 2016 eru til ráð við því. Ef eða þegar herlegheitin birtast og reynast óþolandi, mætti safna undirskriftum meðal þeirra sem játuðu að hafa kosið A eða C – og jafnvel VG þar sem kjósendur drægju umboð sitt táknrænt til baka vegna þess að það hafi ekki verið veitt til að gefa afslætti af almannahagsmunum. Það væri allnokkur spá fyrir Bjartri framtíð Viðreisnar. Svo mætti reyna að koma nýjum forseta í æfingu við að hjálpa Alþingi að þjóna almannahagsmunum. Fordæmin eru nýleg. En best væri að Viðreisn og Björt framtíð sæju að sér, VG fattaði að á höfuðborgarsvæðinu býr líka fólk, að Píratar legðu fram gögn fyrir því að þeir séu stjórntækir og Samfylkingin herti sig upp og ákvæði að eignast framhaldslíf í þjónustu við almannahagsmuni. Og öll dýrin í þeim hluta skógarins yrðu vinir.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun