Píratar vilja fylgja þróun erlendis í lögleiðingu kannabis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. nóvember 2016 20:00 Danska þingið hefur samþykkt lög sem heimila alvarlega veiku fólki að reykja og neyta kannabisefna. Þá hefur kannabis verið leyft í sjö ríkjum í Bandaríkjunum. Smári McCarthy,oddviti Pírati í Suðurkjördæmi, vill að hér verði gengið lengra en í Danmörku. Fyrsta skrefið sé afglæpavæðing. Lögin voru samþykkt í Danmörku til að auðvelda sjúklingum að glíma við ógleði, krampa og verki. Danska þingið ákvað að hefja strax tilraunaverkefni fyrir sjúklinga en lögin taka gildi 1. janúar 2018. Frá þeim tíma geta veikir nálgast kannabisefni í lyfjaverslunum í Danmörku gegn framvísun lyfseðlis. Breið samstaða var meðal þingflokka Danmerkur um lagasetninguna. Síðastliðinn þriðjudag var kosið um fleira en nýjan forseta í Bandaríkjunum en kjósendur greiddu atkvæði um að leyfa kannabis í sjö ríkjum. Kannabis er þó enn bannað eiturlyf í alríkislögum í landinu. Ríkin þar sem kannabis var leyft eru Kalifornía, Nevada, Arizona og Massachusetts. Í Florida, Arkansas og Norður-Dakóta var kannabis leyft í lækningaskyni. Í flestum ríkjanna eru takmarkanir settar á sölu og neyslu efnisins og því ekki um að ræða algert frelsi í þeim efnum. „Þetta er í raun áframhald á þeirri þróun sem hefur átt séð stað undanfarin ár. Nú eru einungis fimm ríki eftir í Bandaríkjunum sem hafa ekki lögleitt Kannabisnotkun í einhverjum tilgangi,“ segir Smári. Smári segir að Píratar vilji fylgja þróuninni erlendis. „Við höfum talað fyrir mjög hóflegum skrefum í átt að því sem er að gerast í heiminum. Við viljum byrja á því að afglæpavæða einkanotkun þannig að þeir sem eru fíklar geti leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Meira en nú er hægt,“ segir Smári sem vill ganga lengra en Danir í þessum málum. „Vegna þess að það sem Danir gerðu var að opna á notkun fyrir til dæmis krabbameinssjúklinga og þá sem eru verkjaðir en það lagar ekki nema hluta vandamálsins.“ Kosningar 2016 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Danska þingið hefur samþykkt lög sem heimila alvarlega veiku fólki að reykja og neyta kannabisefna. Þá hefur kannabis verið leyft í sjö ríkjum í Bandaríkjunum. Smári McCarthy,oddviti Pírati í Suðurkjördæmi, vill að hér verði gengið lengra en í Danmörku. Fyrsta skrefið sé afglæpavæðing. Lögin voru samþykkt í Danmörku til að auðvelda sjúklingum að glíma við ógleði, krampa og verki. Danska þingið ákvað að hefja strax tilraunaverkefni fyrir sjúklinga en lögin taka gildi 1. janúar 2018. Frá þeim tíma geta veikir nálgast kannabisefni í lyfjaverslunum í Danmörku gegn framvísun lyfseðlis. Breið samstaða var meðal þingflokka Danmerkur um lagasetninguna. Síðastliðinn þriðjudag var kosið um fleira en nýjan forseta í Bandaríkjunum en kjósendur greiddu atkvæði um að leyfa kannabis í sjö ríkjum. Kannabis er þó enn bannað eiturlyf í alríkislögum í landinu. Ríkin þar sem kannabis var leyft eru Kalifornía, Nevada, Arizona og Massachusetts. Í Florida, Arkansas og Norður-Dakóta var kannabis leyft í lækningaskyni. Í flestum ríkjanna eru takmarkanir settar á sölu og neyslu efnisins og því ekki um að ræða algert frelsi í þeim efnum. „Þetta er í raun áframhald á þeirri þróun sem hefur átt séð stað undanfarin ár. Nú eru einungis fimm ríki eftir í Bandaríkjunum sem hafa ekki lögleitt Kannabisnotkun í einhverjum tilgangi,“ segir Smári. Smári segir að Píratar vilji fylgja þróuninni erlendis. „Við höfum talað fyrir mjög hóflegum skrefum í átt að því sem er að gerast í heiminum. Við viljum byrja á því að afglæpavæða einkanotkun þannig að þeir sem eru fíklar geti leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Meira en nú er hægt,“ segir Smári sem vill ganga lengra en Danir í þessum málum. „Vegna þess að það sem Danir gerðu var að opna á notkun fyrir til dæmis krabbameinssjúklinga og þá sem eru verkjaðir en það lagar ekki nema hluta vandamálsins.“
Kosningar 2016 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira