Vantar marga kafla inn í Íslandssöguna Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2016 20:45 Marga kafla vantar í Íslandssöguna til að menn geti skilið upphafið. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. Guðmundur er meðal þeirra sem tekið hafa virkan þátt í umræðum undanfarin ár um uppruna Íslendinga og landnámssöguna, meðal annars á vegum stofnana Háskóla Íslands. Nú er hann búinn að gefa út bókina Árdagar Íslendinga, þar sem hann tekur saman þær kenningar sem fram hafa komið um efnið. „Þeim mun dýpra sem ég fór, þeim mun betur skynjaði ég hvað það vantar mikið í Íslandssöguna til þess að geta skilið hvað gerðist. Það vantar kafla, - ekki bara einn, - heldur marga kafla,“ segir Guðmundur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann nefnir sem dæmi nefnir hvernig menn fóru að því til forna að hittast á Þingvöllum á sama tíma úr öllum landsfjórðungum. „Ef þingið átti að byrja í tíundu viku sumars, - menn áttu að vera mættir þá, og þarna var dæmt í málum, - það þýddi ekkert fyrir þig að koma of seint þegar búið var að dæma. Þú varst að hitta á það, akkúrat á sumarbyrjun.“ Guðmundur vitnar til kenninga Einars Pálssonar fræðimanns, skólastjóra Málaskólans Mímis, sem hélt því fram að landnámsmenn hefðu markað risastór sólúr með staðsetningu lykilstaða og tengt áberandi kennileitum. Þannig hefðu jarðir eins og Bergþórshvoll og Skálholt, ásamt Þrídröngum í hafi, markað það sem Einar kallaði hjól Rangárhverfis.„Menn treystu á það að himintunglin hefði reglulegan gang og það væri hægt að miða við það að þegar sumarsólstöður voru þá var sólin yfir ákveðnum stað. Þá gátu menn miðað við að ákveðnum tíma frá því þurftu þeir að leggja af stað til Alþingis. Þetta vantar alveg inn,“ segir Guðmundur og bætir við að fræðimenn hafi ekkert farið inn í þessar tímasetningar. „Einar Pálsson skrifaði mikið um þetta en það vildi enginn hlusta á hann,“ segir Guðmundur. Þáttaröðin Landnemarnir á Stöð 2 fjallar að nokkru um þetta sama efni. Síðari hluti hennar hefur göngu sína annaðkvöld, mánudagskvöld 14. nóvember. Landnemarnir Tengdar fréttir Rýnt í djarfar kenningar um uppruna Íslendinga Eru Íslendingar Herúlar, ættaðir frá Svartahafi? Fannst Ísland ef til vill strax árið 3400 fyrir Krist? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til? 6. nóvember 2016 08:02 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Marga kafla vantar í Íslandssöguna til að menn geti skilið upphafið. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, höfundur nýrrar bókar um Árdaga Íslendinga. Guðmundur er meðal þeirra sem tekið hafa virkan þátt í umræðum undanfarin ár um uppruna Íslendinga og landnámssöguna, meðal annars á vegum stofnana Háskóla Íslands. Nú er hann búinn að gefa út bókina Árdagar Íslendinga, þar sem hann tekur saman þær kenningar sem fram hafa komið um efnið. „Þeim mun dýpra sem ég fór, þeim mun betur skynjaði ég hvað það vantar mikið í Íslandssöguna til þess að geta skilið hvað gerðist. Það vantar kafla, - ekki bara einn, - heldur marga kafla,“ segir Guðmundur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann nefnir sem dæmi nefnir hvernig menn fóru að því til forna að hittast á Þingvöllum á sama tíma úr öllum landsfjórðungum. „Ef þingið átti að byrja í tíundu viku sumars, - menn áttu að vera mættir þá, og þarna var dæmt í málum, - það þýddi ekkert fyrir þig að koma of seint þegar búið var að dæma. Þú varst að hitta á það, akkúrat á sumarbyrjun.“ Guðmundur vitnar til kenninga Einars Pálssonar fræðimanns, skólastjóra Málaskólans Mímis, sem hélt því fram að landnámsmenn hefðu markað risastór sólúr með staðsetningu lykilstaða og tengt áberandi kennileitum. Þannig hefðu jarðir eins og Bergþórshvoll og Skálholt, ásamt Þrídröngum í hafi, markað það sem Einar kallaði hjól Rangárhverfis.„Menn treystu á það að himintunglin hefði reglulegan gang og það væri hægt að miða við það að þegar sumarsólstöður voru þá var sólin yfir ákveðnum stað. Þá gátu menn miðað við að ákveðnum tíma frá því þurftu þeir að leggja af stað til Alþingis. Þetta vantar alveg inn,“ segir Guðmundur og bætir við að fræðimenn hafi ekkert farið inn í þessar tímasetningar. „Einar Pálsson skrifaði mikið um þetta en það vildi enginn hlusta á hann,“ segir Guðmundur. Þáttaröðin Landnemarnir á Stöð 2 fjallar að nokkru um þetta sama efni. Síðari hluti hennar hefur göngu sína annaðkvöld, mánudagskvöld 14. nóvember.
Landnemarnir Tengdar fréttir Rýnt í djarfar kenningar um uppruna Íslendinga Eru Íslendingar Herúlar, ættaðir frá Svartahafi? Fannst Ísland ef til vill strax árið 3400 fyrir Krist? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til? 6. nóvember 2016 08:02 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Rýnt í djarfar kenningar um uppruna Íslendinga Eru Íslendingar Herúlar, ættaðir frá Svartahafi? Fannst Ísland ef til vill strax árið 3400 fyrir Krist? Var Ingólfur Arnarson raunverulega til? 6. nóvember 2016 08:02
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15