Ákveða sjálfir eigin hlunnindi Sveinn Arnarsson skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Skattfrjálsar aukatekjur hvers þingmanns hlaupa á milljónum á ári hverju og eru ákvarðaðar af þingmönnum sjálfum. vísir/gva Þingmenn fá greiðslur frá þingi vegna starfa sinna ofan á þingfararkaup sem ákveðið er af kjararáði. Allar þær greiðslur eru skattfrjálsar. Þingmenn sjálfir ákvarða þessar sporslur. Þingfararkaup hækkaði daginn eftir kosningar um 44 prósent og er nú 1,1 milljón króna á mánuði. Ofan á það fá allir þingmenn greiddan svokallaðan starfskostnað sem er 90.636 krónur á mánuði. Einnig fær hver einasti ferðamaður greiddan kostnað sem kallast ferðakostnaður í kjördæmum sem er 83.852 krónur. Þessar greiðslur eru samkvæmt ákvæðum um þingfararkostnað og eru skattfrjálsar. Það sem vekur athygli er að forsætisnefnd þingsins ákveður sjálf hversu háar upphæðir þetta eru. Í lögum um þingfararkostnaðinn segir í 17. grein að þessar greiðslur séu undanþegnar skatti.Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili og jafnframt formaður forsætisnefndar, segir mikilvægt að farið sé varlega í að breyta reglum um kostnað þingmanna. Þingmenn fái endurgreiddan kostnað sem hlýst af störfum þeirra. „Við megum ekki gera þetta svo að aðeins efnaðir einstaklingar geti orðið þingmenn. Stíga þarf varlega til jarðar en ég sé ekkert athugavert við að menn setjist niður á nýju þingi og fari fyrir hlutina með tilliti til nýs úrskurðar kjararáðs,“ segir Einar. Í 7. gr laganna um þingfararkaup og þingfararkostnað segir að þingmaður fái þessar mánaðarlegu fjárhæðir til greiðslu kostnaðar og einnig greiðslur vegna ferða á milli heimilis og Reykjavíkur. Einnig segir í sömu grein að endurgreiða skuli alþingismanni kostnað við aðrar ferðir er hann þarf að fara innanlands í tengslum við störf sín, svo og gisti- og dvalarkostnað í þeim ferðum.Brynhildur Pétursdóttir, fyrrum þingmaðurmynd/sigtryggur ariMeð öðrum orðum fær þingmaður greiddar rúmar 83 þúsund krónur sem heitir „ferðakostnaður í kjördæmum“ en getur síðan fengið allan útlagðan kostnað í ferðum sínum endurgreiddan. Því er um tvítekningu að ræða. Þessar 83.852 krónur fara því ekki í kostnað vegna ferða heldur aðeins hækka laun þingmanna. Alþingi greiðir þingmönnum einnig fyrir akstur á eigin bifreið. Til að mynda greiddi þingið 51 milljón króna árið 2014 til 28 þingmanna þar sem átján þeirra fengu meira en eina milljón króna skattfrjálst í sinn vasa. Árið 2015 greiddi þingið 38,5 milljónir króna vegna aksturs þingmanna á eigin bifreiðum. Þingmenn þurfa ekki að sýna fram á kostnað vegna akstursins. Brynhildur Pétursdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði fram þingmál þess efnis á síðasta þingi að upplýsingar um kostnað þingmanna verði gerðar opinberar. „Það er mjög mikilvægt að launagreiðslur þingmanna, hvaða nafni sem þær nefnast, séu ekki sveipaðar leyndarhjúpi. Í Bretlandi eru þessar upplýsingar allar uppi á borði og var það fyrirmynd sem ég horfði til. Á sama tíma og fjármálaráðuneytið vinnur að því að allir reikningar hins opinbera verði opnaðir almenningi ættu þingmenn að ríða á vaðið og sýna gott fordæmi. Slíkt yrði líka til að auka traust á Alþingi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Þingmenn fá greiðslur frá þingi vegna starfa sinna ofan á þingfararkaup sem ákveðið er af kjararáði. Allar þær greiðslur eru skattfrjálsar. Þingmenn sjálfir ákvarða þessar sporslur. Þingfararkaup hækkaði daginn eftir kosningar um 44 prósent og er nú 1,1 milljón króna á mánuði. Ofan á það fá allir þingmenn greiddan svokallaðan starfskostnað sem er 90.636 krónur á mánuði. Einnig fær hver einasti ferðamaður greiddan kostnað sem kallast ferðakostnaður í kjördæmum sem er 83.852 krónur. Þessar greiðslur eru samkvæmt ákvæðum um þingfararkostnað og eru skattfrjálsar. Það sem vekur athygli er að forsætisnefnd þingsins ákveður sjálf hversu háar upphæðir þetta eru. Í lögum um þingfararkostnaðinn segir í 17. grein að þessar greiðslur séu undanþegnar skatti.Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili og jafnframt formaður forsætisnefndar, segir mikilvægt að farið sé varlega í að breyta reglum um kostnað þingmanna. Þingmenn fái endurgreiddan kostnað sem hlýst af störfum þeirra. „Við megum ekki gera þetta svo að aðeins efnaðir einstaklingar geti orðið þingmenn. Stíga þarf varlega til jarðar en ég sé ekkert athugavert við að menn setjist niður á nýju þingi og fari fyrir hlutina með tilliti til nýs úrskurðar kjararáðs,“ segir Einar. Í 7. gr laganna um þingfararkaup og þingfararkostnað segir að þingmaður fái þessar mánaðarlegu fjárhæðir til greiðslu kostnaðar og einnig greiðslur vegna ferða á milli heimilis og Reykjavíkur. Einnig segir í sömu grein að endurgreiða skuli alþingismanni kostnað við aðrar ferðir er hann þarf að fara innanlands í tengslum við störf sín, svo og gisti- og dvalarkostnað í þeim ferðum.Brynhildur Pétursdóttir, fyrrum þingmaðurmynd/sigtryggur ariMeð öðrum orðum fær þingmaður greiddar rúmar 83 þúsund krónur sem heitir „ferðakostnaður í kjördæmum“ en getur síðan fengið allan útlagðan kostnað í ferðum sínum endurgreiddan. Því er um tvítekningu að ræða. Þessar 83.852 krónur fara því ekki í kostnað vegna ferða heldur aðeins hækka laun þingmanna. Alþingi greiðir þingmönnum einnig fyrir akstur á eigin bifreið. Til að mynda greiddi þingið 51 milljón króna árið 2014 til 28 þingmanna þar sem átján þeirra fengu meira en eina milljón króna skattfrjálst í sinn vasa. Árið 2015 greiddi þingið 38,5 milljónir króna vegna aksturs þingmanna á eigin bifreiðum. Þingmenn þurfa ekki að sýna fram á kostnað vegna akstursins. Brynhildur Pétursdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði fram þingmál þess efnis á síðasta þingi að upplýsingar um kostnað þingmanna verði gerðar opinberar. „Það er mjög mikilvægt að launagreiðslur þingmanna, hvaða nafni sem þær nefnast, séu ekki sveipaðar leyndarhjúpi. Í Bretlandi eru þessar upplýsingar allar uppi á borði og var það fyrirmynd sem ég horfði til. Á sama tíma og fjármálaráðuneytið vinnur að því að allir reikningar hins opinbera verði opnaðir almenningi ættu þingmenn að ríða á vaðið og sýna gott fordæmi. Slíkt yrði líka til að auka traust á Alþingi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“