Barist á götum Mosul í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2016 21:45 Írakskir hermenn nærri Mosul. Vísir/AFP Írakski herinn er nú kominn inn í borgina Mosul í fyrsta sinn í rúm tvö ár. Hermenn og aðrar sveitir hliðhollar stjórnvöldum í Bagdad réðust í dag inn í borgina úr austri, en heimamenn hafa áhyggjur af öryggi sínu í komandi átökum. Þá hefur flóttaleið ISIS-liða verið lokað. Búist er við því að stjórnarliðar þurfi að berjast hús úr húsi í borginni þar til vígamenn Íslamska ríkisins hafa verið sigraðir.Yfirlit yfir baráttuna.Vísir/GraphicNewsAlmennir borgarar Mosul hafa staðið frammi fyrir tveimur valkostum. Það er að halda kyrru fyrir í borginni eða flýja og takast á við óvissuna sem fylgir því að halda til í flóttamannabúðum. Þar að auki treysta íbúar ekki stjórnarliðum, og hefur íbúum oft á tíðum verið skipað að halda sig á heimilum sínum.Samkvæmt CNN taka nú um hundrað þúsund stjórnarliðar þátt í aðgerðunum í Mosul. Þar á meðal eru hermenn, vopnaðar sveitir frá Íran, vopnaðar sveitir sjíta, Kúrdar og margar aðrar fylkingar. Yfirmenn hersins segja þó að einungis írakar muni fara inn í borgina þar sem íbúar eru súnnítar að miklum meirihluta. Talið er að um fimm þúsund vígamenn verji Mosul. Abu Bakr al-Baghdadi, æðsti yfirmaður ISIS, sendi frá sér hljóðupptöku í nótt þar sem hann hvatti vígamenn sína til að berjast til hins síðasta.Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa rætt við íbúa Mosul sem hafa flúið. Þau segjast hafa fengið mismunandi skipanir um hvort þau ættu að flýja eða vera í borginni. Yfirmenn hersins sem blaðamenn ræddu við að verið væri að skipa fólki að halda kyrru fyrir svo auðveldara væri að bera kennsl á vígamenn ISIS sem hafa falið sig á meðal almennra borgara. Þá búa um milljón manns í borginni og herinn óttast að fá allt þetta fólk á flakk um svæðið. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Amnesty sakar hersveitir í Írak um pyntingar Hersveitir, sem þó eru ekki hluti af írakska hernum, en leggja honum lið í sókninni gegn ISIS samtökunum í Mosul, eru grunaðar um pyntingar gegn mönnum og drengjum í nærliggjandi þorpum. 3. nóvember 2016 08:05 Baghdadi hvetur til sjálfsvígsárása Áróðursdeild ISIS sendi í morgun frá sér hljóðupptöku sem sögð er innihalda hvatningarorð frá leiðtoga samtakanna. 3. nóvember 2016 08:20 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Írakski herinn er nú kominn inn í borgina Mosul í fyrsta sinn í rúm tvö ár. Hermenn og aðrar sveitir hliðhollar stjórnvöldum í Bagdad réðust í dag inn í borgina úr austri, en heimamenn hafa áhyggjur af öryggi sínu í komandi átökum. Þá hefur flóttaleið ISIS-liða verið lokað. Búist er við því að stjórnarliðar þurfi að berjast hús úr húsi í borginni þar til vígamenn Íslamska ríkisins hafa verið sigraðir.Yfirlit yfir baráttuna.Vísir/GraphicNewsAlmennir borgarar Mosul hafa staðið frammi fyrir tveimur valkostum. Það er að halda kyrru fyrir í borginni eða flýja og takast á við óvissuna sem fylgir því að halda til í flóttamannabúðum. Þar að auki treysta íbúar ekki stjórnarliðum, og hefur íbúum oft á tíðum verið skipað að halda sig á heimilum sínum.Samkvæmt CNN taka nú um hundrað þúsund stjórnarliðar þátt í aðgerðunum í Mosul. Þar á meðal eru hermenn, vopnaðar sveitir frá Íran, vopnaðar sveitir sjíta, Kúrdar og margar aðrar fylkingar. Yfirmenn hersins segja þó að einungis írakar muni fara inn í borgina þar sem íbúar eru súnnítar að miklum meirihluta. Talið er að um fimm þúsund vígamenn verji Mosul. Abu Bakr al-Baghdadi, æðsti yfirmaður ISIS, sendi frá sér hljóðupptöku í nótt þar sem hann hvatti vígamenn sína til að berjast til hins síðasta.Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa rætt við íbúa Mosul sem hafa flúið. Þau segjast hafa fengið mismunandi skipanir um hvort þau ættu að flýja eða vera í borginni. Yfirmenn hersins sem blaðamenn ræddu við að verið væri að skipa fólki að halda kyrru fyrir svo auðveldara væri að bera kennsl á vígamenn ISIS sem hafa falið sig á meðal almennra borgara. Þá búa um milljón manns í borginni og herinn óttast að fá allt þetta fólk á flakk um svæðið.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Amnesty sakar hersveitir í Írak um pyntingar Hersveitir, sem þó eru ekki hluti af írakska hernum, en leggja honum lið í sókninni gegn ISIS samtökunum í Mosul, eru grunaðar um pyntingar gegn mönnum og drengjum í nærliggjandi þorpum. 3. nóvember 2016 08:05 Baghdadi hvetur til sjálfsvígsárása Áróðursdeild ISIS sendi í morgun frá sér hljóðupptöku sem sögð er innihalda hvatningarorð frá leiðtoga samtakanna. 3. nóvember 2016 08:20 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Amnesty sakar hersveitir í Írak um pyntingar Hersveitir, sem þó eru ekki hluti af írakska hernum, en leggja honum lið í sókninni gegn ISIS samtökunum í Mosul, eru grunaðar um pyntingar gegn mönnum og drengjum í nærliggjandi þorpum. 3. nóvember 2016 08:05
Baghdadi hvetur til sjálfsvígsárása Áróðursdeild ISIS sendi í morgun frá sér hljóðupptöku sem sögð er innihalda hvatningarorð frá leiðtoga samtakanna. 3. nóvember 2016 08:20