Völlurinn sem hristist eitt af vandamálum Rússa fyrir HM 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2016 09:30 Verkamenn á fullu að laga til Krestovsky leikvanginn. Vísir/Getty Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur áhyggjur af einum leikvellinum sem verður notaður á HM í Rússlandi 2018. Rússar byggðu Krestovsky leikvanginn í Sankti Pétursborg sérstaklega fyrir HM 2018 en völlurinn mun taka yfir 68 þúsund manns í sæti. Rannsókn fulltrúa FIFA leiddi í ljós að leikvöllurinn sjálfur sé óstöðugur. Byggingin sé í fínu lagi en að sjálft undirlagið þarfnist lagfæringar. Verkfræðingar leita nú lausna. Hér fylgir sögunni að það er hægt að renna grasinu útaf leikvanginum til að hlífa því fyrir ágangi á tónleiknum eða hjálpa umsjónarmönnum að rækta það upp við betri skilyrði. Krestovsky leikvangurinn, mun heita Sankti Pétursborg leikvangurinn á meðan keppninni stendur en hann verður síðan framtíðarheimavöllur Zenit Sankti Pétursborg. Vitaly Mutko, varaforsætisráðherra Rússa, gerir lítið úr vandamálinu og segir að menn þar á bæ fari nú í að leysa þetta og að þeir muni verða með allt klárt þegar frestur þeirra rennur út í næsta mánuði. „Þetta er ekkert óeðlilegt. Við þurfum bara að treysta undirstöður leikvallarins og það verður gert,“ sagði Vitaly Mutko. Fréttirnar hafa kallað á gagnrýni í heimalandinu enda kostaði 550 milljón pund, 76 milljarða íslenskra króna, að byggja leikvanginn. Hann hefur verið í byggingu í tíu ár og því þykir mörgum ótrúlegt að svona vandamál geti komið upp á þessum tímapunkti. Andspyrnubloggarinn Rustem Adagamov hitti kannski naglann á höfuðið. „Einmitt það sem við þurfum. Eyðum tíu árum í að byggja leikvang, hendum í hann hálfum milljarði dollara og stöndum síðan uppi með völl sem er ekki hægt að spila á,“ skrifaði Rustem Adagamov á Twitter. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sjá meira
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur áhyggjur af einum leikvellinum sem verður notaður á HM í Rússlandi 2018. Rússar byggðu Krestovsky leikvanginn í Sankti Pétursborg sérstaklega fyrir HM 2018 en völlurinn mun taka yfir 68 þúsund manns í sæti. Rannsókn fulltrúa FIFA leiddi í ljós að leikvöllurinn sjálfur sé óstöðugur. Byggingin sé í fínu lagi en að sjálft undirlagið þarfnist lagfæringar. Verkfræðingar leita nú lausna. Hér fylgir sögunni að það er hægt að renna grasinu útaf leikvanginum til að hlífa því fyrir ágangi á tónleiknum eða hjálpa umsjónarmönnum að rækta það upp við betri skilyrði. Krestovsky leikvangurinn, mun heita Sankti Pétursborg leikvangurinn á meðan keppninni stendur en hann verður síðan framtíðarheimavöllur Zenit Sankti Pétursborg. Vitaly Mutko, varaforsætisráðherra Rússa, gerir lítið úr vandamálinu og segir að menn þar á bæ fari nú í að leysa þetta og að þeir muni verða með allt klárt þegar frestur þeirra rennur út í næsta mánuði. „Þetta er ekkert óeðlilegt. Við þurfum bara að treysta undirstöður leikvallarins og það verður gert,“ sagði Vitaly Mutko. Fréttirnar hafa kallað á gagnrýni í heimalandinu enda kostaði 550 milljón pund, 76 milljarða íslenskra króna, að byggja leikvanginn. Hann hefur verið í byggingu í tíu ár og því þykir mörgum ótrúlegt að svona vandamál geti komið upp á þessum tímapunkti. Andspyrnubloggarinn Rustem Adagamov hitti kannski naglann á höfuðið. „Einmitt það sem við þurfum. Eyðum tíu árum í að byggja leikvang, hendum í hann hálfum milljarði dollara og stöndum síðan uppi með völl sem er ekki hægt að spila á,“ skrifaði Rustem Adagamov á Twitter.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sjá meira