Ólafía Þórunn tapaði þremur höggum á fyrri níu holunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2016 10:35 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er búin að missa frá sér toppsætið á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. Forystan GR-ingsins var farin eftir aðeins nokkrar holur. Ólafía Þórunn spilaði stórkostlega fyrstu tvo dagana og var hún með þriggja högga forskot fyrir daginn í dag. Slæm byrjun þýddi að forystan var fljót að fara hjá okkar konu. Ólafía tapaði þremur höggum á fyrstu níu holunum dagsins eftir að hafa fengið skolla á fyrstu tveimur holunum og svo einn til viðbótar á holu sex. Ólafía rétt missti púttið fyrir parinu á sjöttu holunni. Ólafía Þórunn er nú samanlagt tíu höggum undir pari sem skilar henni fjórða sætinu á mótinu eins og er. Ólafía er í fjórða sætinu með þremur öðrum kylfingum. Ólafía Þórunn spilaði fyrri níu holurnar á fjórum höggum undir pari fyrsta daginn og þremur höggum undir pari í gær. Hún fékk fugl á bæði holum eitt og tvö í gær en aftur á móti skolla á þessum sömu holum í dag. Eftir skolla á fyrstu tveimur holunum þá náði Ólafía samt að para sex af næstu sjö holum. Hún fékk nokkur fuglafæri en nýtti þau ekki. Það er mikill munur á spilamennsku hennar í dag miðað við í gær og í fyrradag. Átta fuglar á holunum eitt til níu á fyrstu tveimur hringunum en nú enginn fugl og þrír skollar. Þetta er mikil sveifla hjá Ólafíu en það var ljóst að það myndi aldrei allt ganga upp hjá henni. Nú reynir á Ólafíu að halda haus og halda sér inni í toppbaráttunni á mótinu. Sarah Kemp frá Ástralíu og Melissa Reid frá Englandi eru báðar komnar fjórtán högg undir parið og þar með fjórum höggum á undan Ólafíu. Kemp og Reid hafa báðar spilað fyrstu tíu holur dagsins á fimm höggum undir pari.Það er hægt að fylgjast með Ólafíu Þórunni í beinni útsendingu inn á Vísi. Golf Tengdar fréttir Ólafía ísköld í eyðimörkinni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með forystu á sterku móti í Evrópumótaröð kvenna í Abú Dabí fyrir seinni tvo hringina. Fimmtán fuglar á fyrstu 36 holunum. Getur ellefufaldað verðlaunaféð sitt hingað til með sigri. 4. nóvember 2016 06:00 Ólafía fjórum höggum frá toppsætinu fyrir lokadaginn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í fimmta sæti eftir þrjá fyrstu keppnisdagana á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. 4. nóvember 2016 13:15 Ólafía Þórunn gerði engin mistök á fyrri níu holunum | Áfram í 1. sætinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að spila frábærlega á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 11:06 Ólafía Þórunn: Síminn minn er að springa Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í sviðsljósinu eftir annan daginn á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí og ekki af ástæðulausu. 3. nóvember 2016 15:52 Sjóðheit Ólafía Þórunn með þriggja högga forskot á toppnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er heldur betur að stimpla sig inn í hóp atvinnukylfinga á LET Evrópumótaröðinni en hún er í efsta sæti eftir tvo daga á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 13:30 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er búin að missa frá sér toppsætið á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. Forystan GR-ingsins var farin eftir aðeins nokkrar holur. Ólafía Þórunn spilaði stórkostlega fyrstu tvo dagana og var hún með þriggja högga forskot fyrir daginn í dag. Slæm byrjun þýddi að forystan var fljót að fara hjá okkar konu. Ólafía tapaði þremur höggum á fyrstu níu holunum dagsins eftir að hafa fengið skolla á fyrstu tveimur holunum og svo einn til viðbótar á holu sex. Ólafía rétt missti púttið fyrir parinu á sjöttu holunni. Ólafía Þórunn er nú samanlagt tíu höggum undir pari sem skilar henni fjórða sætinu á mótinu eins og er. Ólafía er í fjórða sætinu með þremur öðrum kylfingum. Ólafía Þórunn spilaði fyrri níu holurnar á fjórum höggum undir pari fyrsta daginn og þremur höggum undir pari í gær. Hún fékk fugl á bæði holum eitt og tvö í gær en aftur á móti skolla á þessum sömu holum í dag. Eftir skolla á fyrstu tveimur holunum þá náði Ólafía samt að para sex af næstu sjö holum. Hún fékk nokkur fuglafæri en nýtti þau ekki. Það er mikill munur á spilamennsku hennar í dag miðað við í gær og í fyrradag. Átta fuglar á holunum eitt til níu á fyrstu tveimur hringunum en nú enginn fugl og þrír skollar. Þetta er mikil sveifla hjá Ólafíu en það var ljóst að það myndi aldrei allt ganga upp hjá henni. Nú reynir á Ólafíu að halda haus og halda sér inni í toppbaráttunni á mótinu. Sarah Kemp frá Ástralíu og Melissa Reid frá Englandi eru báðar komnar fjórtán högg undir parið og þar með fjórum höggum á undan Ólafíu. Kemp og Reid hafa báðar spilað fyrstu tíu holur dagsins á fimm höggum undir pari.Það er hægt að fylgjast með Ólafíu Þórunni í beinni útsendingu inn á Vísi.
Golf Tengdar fréttir Ólafía ísköld í eyðimörkinni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með forystu á sterku móti í Evrópumótaröð kvenna í Abú Dabí fyrir seinni tvo hringina. Fimmtán fuglar á fyrstu 36 holunum. Getur ellefufaldað verðlaunaféð sitt hingað til með sigri. 4. nóvember 2016 06:00 Ólafía fjórum höggum frá toppsætinu fyrir lokadaginn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í fimmta sæti eftir þrjá fyrstu keppnisdagana á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. 4. nóvember 2016 13:15 Ólafía Þórunn gerði engin mistök á fyrri níu holunum | Áfram í 1. sætinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að spila frábærlega á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 11:06 Ólafía Þórunn: Síminn minn er að springa Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í sviðsljósinu eftir annan daginn á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí og ekki af ástæðulausu. 3. nóvember 2016 15:52 Sjóðheit Ólafía Þórunn með þriggja högga forskot á toppnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er heldur betur að stimpla sig inn í hóp atvinnukylfinga á LET Evrópumótaröðinni en hún er í efsta sæti eftir tvo daga á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 13:30 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira
Ólafía ísköld í eyðimörkinni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með forystu á sterku móti í Evrópumótaröð kvenna í Abú Dabí fyrir seinni tvo hringina. Fimmtán fuglar á fyrstu 36 holunum. Getur ellefufaldað verðlaunaféð sitt hingað til með sigri. 4. nóvember 2016 06:00
Ólafía fjórum höggum frá toppsætinu fyrir lokadaginn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í fimmta sæti eftir þrjá fyrstu keppnisdagana á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. 4. nóvember 2016 13:15
Ólafía Þórunn gerði engin mistök á fyrri níu holunum | Áfram í 1. sætinu Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að spila frábærlega á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 11:06
Ólafía Þórunn: Síminn minn er að springa Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í sviðsljósinu eftir annan daginn á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí og ekki af ástæðulausu. 3. nóvember 2016 15:52
Sjóðheit Ólafía Þórunn með þriggja högga forskot á toppnum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er heldur betur að stimpla sig inn í hóp atvinnukylfinga á LET Evrópumótaröðinni en hún er í efsta sæti eftir tvo daga á Fatima Bint Mubarak mótinu í Abú Dabí. 3. nóvember 2016 13:30