Búa sig undir 55% fjölgun íbúa Svavar Hávarðsson skrifar 8. nóvember 2016 07:00 Alls fara 96 prósent allra ferðamanna sem koma til Íslands í gegnum Keflavíkurflugvöll. vísir/vilhelm Ef spár Isavia um fjölgun farþega og nauðsynlega uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli ganga eftir mun það hafa mikil áhrif á öll sveitarfélögin á Suðurnesjum. Sem viðbragð við spánni hefur á vettvangi Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja verið lagt til að unnin verði nákvæm innviðagreining á svæðinu svo sveitarfélögin geti unnið stefnumörkun um atvinnu- og samfélagsuppbyggingu. Talið er líklegt að íbúar á Suðurnesjum verði tæplega 35.000 árið 2030, hið minnsta, og hafi þá gott sem náð íbúafjölda Norðausturlands – annars þéttbýlasta landsvæðisins hérlendis.Berglind KristinsdóttirBerglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), segir þessi atriði hafa verið rædd á stjórnarfundi Heklunnar nýlega. Að sögn Berglindar verður leitast við að draga fram upplýsingar um fjölda lóða, umhverfis- og orkumál, þjónustu á svæðinu, m.a. opinbera þjónustu og fleira. Nauðsynlegt sé að greina vinnumarkaðinn meðal annars með tilliti til aldurs og kyns sem og stærðar vinnusóknarsvæðisins. „Ef spáin rætist er ljóst að þörf er á uppbyggingu á leik- og grunnskólum. Fjölga þarf nemendaígildum í framhaldsskólum á Suðurnesjum og auka þarf verulega fjárframlög til heilbrigðisumdæmisins,“ segir Berglind og vísar til fréttar Víkurfrétta þar sem segir að komum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi fjölgað um 30 prósent á þessu ári, án þess að nokkurt fjármagn hafi fylgt með, auk þess sem met hefur verið í sjúkraflutningum. „Það er því ljóst að allir aðilar, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög eða ríkisvald, verða að koma að þessu og vinna þetta verkefni þétt saman svo útkoman verði sem best fyrir alla hlutaðeigandi aðila,“ segir Berglind. Á fyrrnefndum aðalfundi SSS fjallaði Karl Friðriksson, stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands, um hugsanlega búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030 – og þá með tilliti til fjölgunar ferðamanna. Um er að ræða niðurstöður rannsóknar sem tengist gerð byggðaáætlunar fyrir árin 2017 til 2023 og var birt áður en spá Isavia lá fyrir. Samkvæmt henni fjölgar íbúum á Suðurnesjum úr 22.500 í 35.000 á fjórtán árum. Til samanburðar verður annað þéttbýlasta svæði landsins – Norðausturland – þá byggt svipuðum fjölda íbúa, en þeir eru í dag 29.400.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Ef spár Isavia um fjölgun farþega og nauðsynlega uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli ganga eftir mun það hafa mikil áhrif á öll sveitarfélögin á Suðurnesjum. Sem viðbragð við spánni hefur á vettvangi Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja verið lagt til að unnin verði nákvæm innviðagreining á svæðinu svo sveitarfélögin geti unnið stefnumörkun um atvinnu- og samfélagsuppbyggingu. Talið er líklegt að íbúar á Suðurnesjum verði tæplega 35.000 árið 2030, hið minnsta, og hafi þá gott sem náð íbúafjölda Norðausturlands – annars þéttbýlasta landsvæðisins hérlendis.Berglind KristinsdóttirBerglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), segir þessi atriði hafa verið rædd á stjórnarfundi Heklunnar nýlega. Að sögn Berglindar verður leitast við að draga fram upplýsingar um fjölda lóða, umhverfis- og orkumál, þjónustu á svæðinu, m.a. opinbera þjónustu og fleira. Nauðsynlegt sé að greina vinnumarkaðinn meðal annars með tilliti til aldurs og kyns sem og stærðar vinnusóknarsvæðisins. „Ef spáin rætist er ljóst að þörf er á uppbyggingu á leik- og grunnskólum. Fjölga þarf nemendaígildum í framhaldsskólum á Suðurnesjum og auka þarf verulega fjárframlög til heilbrigðisumdæmisins,“ segir Berglind og vísar til fréttar Víkurfrétta þar sem segir að komum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi fjölgað um 30 prósent á þessu ári, án þess að nokkurt fjármagn hafi fylgt með, auk þess sem met hefur verið í sjúkraflutningum. „Það er því ljóst að allir aðilar, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög eða ríkisvald, verða að koma að þessu og vinna þetta verkefni þétt saman svo útkoman verði sem best fyrir alla hlutaðeigandi aðila,“ segir Berglind. Á fyrrnefndum aðalfundi SSS fjallaði Karl Friðriksson, stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands, um hugsanlega búsetuþróun á Íslandi til ársins 2030 – og þá með tilliti til fjölgunar ferðamanna. Um er að ræða niðurstöður rannsóknar sem tengist gerð byggðaáætlunar fyrir árin 2017 til 2023 og var birt áður en spá Isavia lá fyrir. Samkvæmt henni fjölgar íbúum á Suðurnesjum úr 22.500 í 35.000 á fjórtán árum. Til samanburðar verður annað þéttbýlasta svæði landsins – Norðausturland – þá byggt svipuðum fjölda íbúa, en þeir eru í dag 29.400.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira