Helgi segir kjósendur ekki hafa verið að hafna málflutningi Íslensku þjóðfylkingarinnar Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2016 00:41 Helgi Helgason, formaður Íslenku þjóðfylkingarinnar. Vísir Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segir að liðsmenn flokksins hefðu auðvitað viljað að kosningarnar hefðu komið betur út fyrir flokkinn, þegar hann er spurður út í viðbrögð við fyrstu tölum. „Við erum hins vegar ekkert að gefast upp og ætlum að halda áfram. Flokkurinn er ekkert dauður þó að þetta hafi gerst núna,“ segir Helgi. Flokkurinn bauð einungis fram í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt fyrstu tölum hlaut flokkurinn 0,8 prósent fylgi í Suðurkjördæmi og 0,2 prósent í Norðvesturkjördæmi. Hann segir ástæðu slæms gengis flokksins vera „þessi brotsjór sem reið yfir [flokkinn] af fólki sem var þar inni á eigin egói en ekki af hugsjón.Sjá einnig: Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir „Það gerði það að verkum að við náðum ekki að bjóða fram í öllum kjördæmum. Það er fyrst og fremst það sem stuðlar að því að við fáum kannski ekki góða útkomu í þeim kjördæmum sem við bjóðum fram í.“Voru kjósendur bara ekki að hafna ykkar málflutningi, þar sem ekki tókst að safna nægum undirskriftum og fáið ekki meira fylgi en raun ber vitni í þeim kjördæmum þar sem þið buðuð fram?„Nei, alls ekki. Þessar undirskriftir sem okkur vantaði upp á í Reykjavík, voru bara ekkert í húsi hjá okkur. Þær voru í höndum þessa fólks sem af einhverjum ástæðum ákvað að ganga hér út.“ Hann segist vel geta ímyndað sér að flokkurinn bjóði fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. Við ætlum að endurskipuleggja flokkinn og halda áfram. Við erum með ágætis skrifstofuaðstöðu sem við munum áfram vera í og halda baráttunni áfram. Ég bendi á að Sannir Finnar – margir vilja líkja okkur við aðra flokka á Norðurlöndum sem hafa verið með sambærilegan málflutning í útlendingamálum – þeir voru fimmtán ár að ná sér á strik.“Hyggst þú starfa áfram sem formaður?„Það verður bara að koma í ljós. Nú ætlum við að sofa á þessu og fara svo í að endurskipuleggja flokkinn. Hvort að ég verði hér áfram formaður, það er aukaatriði. Aðalatriðið eru hugsjónirnar sem við höfum verið að berjast fyrir,“ segir Helgi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Oddný Harðardóttir viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. 29. október 2016 23:08 Benedikt eftir fyrstu tölur: „Getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fái talsvert meira en hann var að mælast með í könnunum, og Píratar minna. 29. október 2016 23:46 Sérstakt ánægjuefni að Ari Trausti sé inni "Samkvæmt fyrstu tölum sjáum við að ríkisstjórnin virðist vera fallin,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 29. október 2016 23:07 Sigurður Ingi segir tölur undir væntingum Formaður Framsóknarflokksins segir fyrstu tölur undir væntingum en skárri en kannanir bentu til. 29. október 2016 23:15 Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, segir að liðsmenn flokksins hefðu auðvitað viljað að kosningarnar hefðu komið betur út fyrir flokkinn, þegar hann er spurður út í viðbrögð við fyrstu tölum. „Við erum hins vegar ekkert að gefast upp og ætlum að halda áfram. Flokkurinn er ekkert dauður þó að þetta hafi gerst núna,“ segir Helgi. Flokkurinn bauð einungis fram í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt fyrstu tölum hlaut flokkurinn 0,8 prósent fylgi í Suðurkjördæmi og 0,2 prósent í Norðvesturkjördæmi. Hann segir ástæðu slæms gengis flokksins vera „þessi brotsjór sem reið yfir [flokkinn] af fólki sem var þar inni á eigin egói en ekki af hugsjón.Sjá einnig: Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir „Það gerði það að verkum að við náðum ekki að bjóða fram í öllum kjördæmum. Það er fyrst og fremst það sem stuðlar að því að við fáum kannski ekki góða útkomu í þeim kjördæmum sem við bjóðum fram í.“Voru kjósendur bara ekki að hafna ykkar málflutningi, þar sem ekki tókst að safna nægum undirskriftum og fáið ekki meira fylgi en raun ber vitni í þeim kjördæmum þar sem þið buðuð fram?„Nei, alls ekki. Þessar undirskriftir sem okkur vantaði upp á í Reykjavík, voru bara ekkert í húsi hjá okkur. Þær voru í höndum þessa fólks sem af einhverjum ástæðum ákvað að ganga hér út.“ Hann segist vel geta ímyndað sér að flokkurinn bjóði fram í næstu sveitarstjórnarkosningum. Við ætlum að endurskipuleggja flokkinn og halda áfram. Við erum með ágætis skrifstofuaðstöðu sem við munum áfram vera í og halda baráttunni áfram. Ég bendi á að Sannir Finnar – margir vilja líkja okkur við aðra flokka á Norðurlöndum sem hafa verið með sambærilegan málflutning í útlendingamálum – þeir voru fimmtán ár að ná sér á strik.“Hyggst þú starfa áfram sem formaður?„Það verður bara að koma í ljós. Nú ætlum við að sofa á þessu og fara svo í að endurskipuleggja flokkinn. Hvort að ég verði hér áfram formaður, það er aukaatriði. Aðalatriðið eru hugsjónirnar sem við höfum verið að berjast fyrir,“ segir Helgi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Oddný Harðardóttir viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. 29. október 2016 23:08 Benedikt eftir fyrstu tölur: „Getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fái talsvert meira en hann var að mælast með í könnunum, og Píratar minna. 29. október 2016 23:46 Sérstakt ánægjuefni að Ari Trausti sé inni "Samkvæmt fyrstu tölum sjáum við að ríkisstjórnin virðist vera fallin,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 29. október 2016 23:07 Sigurður Ingi segir tölur undir væntingum Formaður Framsóknarflokksins segir fyrstu tölur undir væntingum en skárri en kannanir bentu til. 29. október 2016 23:15 Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Viðbrögð Oddnýjar við fyrstu tölum: Skulum ekki dæma út frá fyrstu tölum Oddný Harðardóttir viðurkenndi að kosningabaráttan hefði reynst flokknum erfið en að flokksmenn hafi staðið saman og ekki glatað baráttugleðinni. 29. október 2016 23:08
Benedikt eftir fyrstu tölur: „Getum ekki verið annað en ánægð með þessar tölur“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vekja athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fái talsvert meira en hann var að mælast með í könnunum, og Píratar minna. 29. október 2016 23:46
Sérstakt ánægjuefni að Ari Trausti sé inni "Samkvæmt fyrstu tölum sjáum við að ríkisstjórnin virðist vera fallin,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 29. október 2016 23:07
Sigurður Ingi segir tölur undir væntingum Formaður Framsóknarflokksins segir fyrstu tölur undir væntingum en skárri en kannanir bentu til. 29. október 2016 23:15
Bjarni Ben um fyrstu tölur: „Kemur gleðilega á óvart“ Það var létt yfir Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins þegar fréttastofa náði tali af honum á kosningavöku flokksins á Grand Hótel eftir að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi bárust. 29. október 2016 23:03