Evrópa fer ekki neitt! Andrés Pétursson skrifar 22. október 2016 07:00 Evrópumálin hafi ekki verið fyrirferðamikil í þessari kosningabaráttu. Samt sem áður höldum við Íslendingar áfram í gegnum EES-samninginn að taka inn í okkar löggjöf tilskipanir og reglugerðir sem aldrei fyrr. Evrópa heldur líka áfram að vera langmikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og þjónustu þrátt fyrir áratuga vinnu að finna nýja markaði fyrir íslenskar vörur og þjónustu. Við tökum fullan þátt í rannsókna-, vísinda- þróunar-, mennta- og menningaráætlunum Evrópusambandsins og nýjasta útspil stjórnvalda er að lýsa yfir vilja til að taka þátt í geimferðaáætlun ESB. Samt sem áður fussa og sveia margir talsmenn stjórnarflokkanna og þreytast ekki á því að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu í Evrópusambandinu. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagur okkar er nátengdur þróun og horfum í evrópsku efnahagslífi. Íslendingar eru, hvort sem okkur líkar betur eða verr, nátengdir Evrópu og tilraunir til að breiða yfir þá staðreynd eru í raun grafalvarlegt fyrir samfélagsumræðuna. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar hafa verið ein aðalástæðan fyrir að sterk öflug alþjóðleg fyrirtæki hafa ekki vaxið og dafnað hér á landi. Marel, Össur og í raun CCP uxu upp í krafti fastgengisstefnu en hafa undanfarin 10-15 ár vaxið erlendis. Margir sprotar hafa vaxið upp á undanförnum árum en ekkert þessara fyrirtækja hafa náð ásættanlegri stærð hér landi. Þau hafa annað hvort sameinast erlendum samstarfsaðilum, flutt starfsemi sína úr landi eða lagt upp laupana. Menn hafa deilt um hver stóran hluta af löggjöf ESB Íslendingar eru að taka yfir en það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið. Meginmálið er að þessi löggjöf er að hafa áhrif á daglegt líf Íslendinga á nánast hverjum einasta degi án þess að almenningur geri sér almennilega grein fyrir því. Þar má nefna íslensk samkeppnislög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnar og lög um réttindi flugfarþega. Evrópsk löggjöf, sem innleidd er í íslenskan rétt á grundvelli samningsins leggur skyldur á herðar sveitarfélaga á ýmsum sviðum, svo sem á sviði umhverfismála, vegna stöðu þeirra sem vinnuveitenda og veitenda opinberrar þjónustu, vegna innkaupa sveitarfélaga og fyrirtækjareksturs þeirra. Þannig væri hægt að telja upp margvíslega löggjöf sem Íslendingar taka upp án þess að hafa nokkra aðkomu að setningu þessara laga nema að því leyti að Alþingi stimplar þau með reglulegu millibili. Því er ekki að leyna að stóraukinn ferðamannastraumur til landsins og hagstætt verðlag á íslenskum sjávarafurðum hefur reynst mikil búbót fyrir íslenskt samfélag. En óveðursskýin hrannast samt upp við sjóndeildarhringinn. Í raun má líkja ástandinu á Íslandi við svikalogn. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar er farið að skapa vandamál fyrir íslenska útflytjendur og í raun alla aðila sem standa í verslun og viðskiptum. Erfitt er að reka fyrirtæki í slíku ástandi. Mikill uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur leitt til þess að flytja hefur þurft mikið inn af ófaglærðu fólki í ýmsar greinar þjónustu- og byggingariðnaðarins. Á sama tíma hafa vel menntaðir Íslendingar átt í erfiðleikum að fá vinnu við sitt hæfi og margir af þeim hafa hrökklast úr landi. Þetta er áhyggjuefni ef horft er til lengri tíma fyrir íslenskt efnahagslíf. Þessi rússibanareið hefur því miður verið staðreynd í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi. Þessar sveiflur munu halda áfram á meðan að erum að reyna að reka minnsta myntsvæði í veröldinni. Með okkar örmynt eru Íslendingar háðir sterkum alþjóðlegum peningaöflum sem við höfum enga stjórn á. Ég vil hvetja alla til að sjá heimildamynd Péturs Einarssonar, fyrrum forstjóra Straums, Ransacked, sem núna er sýnd í Bíó Paradís, sem sýnir okkur þetta svart á hvítu. Ég hvet því kjósendur að leggja þeim flokkum lið sem þora að horfa fram á við með langtímahagsmuni íslensk samfélags í huga. Evrópa fer ekki neitt og þar liggur okkar framtíð! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Andrés Pétursson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Evrópumálin hafi ekki verið fyrirferðamikil í þessari kosningabaráttu. Samt sem áður höldum við Íslendingar áfram í gegnum EES-samninginn að taka inn í okkar löggjöf tilskipanir og reglugerðir sem aldrei fyrr. Evrópa heldur líka áfram að vera langmikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og þjónustu þrátt fyrir áratuga vinnu að finna nýja markaði fyrir íslenskar vörur og þjónustu. Við tökum fullan þátt í rannsókna-, vísinda- þróunar-, mennta- og menningaráætlunum Evrópusambandsins og nýjasta útspil stjórnvalda er að lýsa yfir vilja til að taka þátt í geimferðaáætlun ESB. Samt sem áður fussa og sveia margir talsmenn stjórnarflokkanna og þreytast ekki á því að draga upp kolsvarta mynd af ástandinu í Evrópusambandinu. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagur okkar er nátengdur þróun og horfum í evrópsku efnahagslífi. Íslendingar eru, hvort sem okkur líkar betur eða verr, nátengdir Evrópu og tilraunir til að breiða yfir þá staðreynd eru í raun grafalvarlegt fyrir samfélagsumræðuna. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar hafa verið ein aðalástæðan fyrir að sterk öflug alþjóðleg fyrirtæki hafa ekki vaxið og dafnað hér á landi. Marel, Össur og í raun CCP uxu upp í krafti fastgengisstefnu en hafa undanfarin 10-15 ár vaxið erlendis. Margir sprotar hafa vaxið upp á undanförnum árum en ekkert þessara fyrirtækja hafa náð ásættanlegri stærð hér landi. Þau hafa annað hvort sameinast erlendum samstarfsaðilum, flutt starfsemi sína úr landi eða lagt upp laupana. Menn hafa deilt um hver stóran hluta af löggjöf ESB Íslendingar eru að taka yfir en það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið. Meginmálið er að þessi löggjöf er að hafa áhrif á daglegt líf Íslendinga á nánast hverjum einasta degi án þess að almenningur geri sér almennilega grein fyrir því. Þar má nefna íslensk samkeppnislög, lög um hollustuhætti og mengunarvarnar og lög um réttindi flugfarþega. Evrópsk löggjöf, sem innleidd er í íslenskan rétt á grundvelli samningsins leggur skyldur á herðar sveitarfélaga á ýmsum sviðum, svo sem á sviði umhverfismála, vegna stöðu þeirra sem vinnuveitenda og veitenda opinberrar þjónustu, vegna innkaupa sveitarfélaga og fyrirtækjareksturs þeirra. Þannig væri hægt að telja upp margvíslega löggjöf sem Íslendingar taka upp án þess að hafa nokkra aðkomu að setningu þessara laga nema að því leyti að Alþingi stimplar þau með reglulegu millibili. Því er ekki að leyna að stóraukinn ferðamannastraumur til landsins og hagstætt verðlag á íslenskum sjávarafurðum hefur reynst mikil búbót fyrir íslenskt samfélag. En óveðursskýin hrannast samt upp við sjóndeildarhringinn. Í raun má líkja ástandinu á Íslandi við svikalogn. Miklar sveiflur í gengi íslensku krónunnar er farið að skapa vandamál fyrir íslenska útflytjendur og í raun alla aðila sem standa í verslun og viðskiptum. Erfitt er að reka fyrirtæki í slíku ástandi. Mikill uppgangur í íslensku efnahagslífi hefur leitt til þess að flytja hefur þurft mikið inn af ófaglærðu fólki í ýmsar greinar þjónustu- og byggingariðnaðarins. Á sama tíma hafa vel menntaðir Íslendingar átt í erfiðleikum að fá vinnu við sitt hæfi og margir af þeim hafa hrökklast úr landi. Þetta er áhyggjuefni ef horft er til lengri tíma fyrir íslenskt efnahagslíf. Þessi rússibanareið hefur því miður verið staðreynd í íslensku efnahagslífi undanfarna áratugi. Þessar sveiflur munu halda áfram á meðan að erum að reyna að reka minnsta myntsvæði í veröldinni. Með okkar örmynt eru Íslendingar háðir sterkum alþjóðlegum peningaöflum sem við höfum enga stjórn á. Ég vil hvetja alla til að sjá heimildamynd Péturs Einarssonar, fyrrum forstjóra Straums, Ransacked, sem núna er sýnd í Bíó Paradís, sem sýnir okkur þetta svart á hvítu. Ég hvet því kjósendur að leggja þeim flokkum lið sem þora að horfa fram á við með langtímahagsmuni íslensk samfélags í huga. Evrópa fer ekki neitt og þar liggur okkar framtíð!
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar