Ísland er okkar allra Sverrir Björnsson skrifar 25. október 2016 07:00 Þarf eitthvað að ræða það? Var það ekki ákveðið á Þingvöllum 1944? Jú, en nú í aðdraganda kosninga á 72 ára afmælisári litla lýðveldisins okkar er ágætt að skoða hvernig gengur. En hvern ættum við að spyrja? Eigum við að spyrja börnin 6000 sem búa við skort hvort Ísland sé okkar allra eða eigum við kannski að spyrja 6 ríkustu sægreifana? Eigum við að spyrja þann helming þjóðarinnar sem á minna en ekki neitt eða eigum við kannski að spyrja topp eina prósentið sem á meira en fjórðung auðs á Íslandi? Marga mætti spyrja en það liggur beint við að spyrja Tvíflokkinn, því þeir hafa setið í ríkisstjórnum 90% tímans frá lýðveldisstofnun. Ríkistjórnarflokkarnir hafa reyndar svarað hátt og snjallt. Það gerðu þeir með verkum sínum á síðasta kjörtímabili þar sem hvert einasta af stóru málum þeirra kom vel stæðum betur en þeim sem verr standa. Þetta var einkennismerki allra þeirra aðgerða, allt frá skuldaleiðréttingunni yfir í námslánafrumvarpið. Þó þeir segi annað þessa dagana er augljóst af verkum þeirra að þeir telja ekki að Ísland eigi að vera okkar allra. Við Íslendingar erum stolt þjóð og dugleg. Við veiðum rúmlega 1% af fiskafla heimsins en erum aðeins 0.004% af mannfjöldanum, við framleiðum stóran hlut af umhverfisvænni orku Evrópu og fáum miklu fleiri ferðamenn á mann en mestu ferðamannalönd heims, Frakkland og Spánn. Það hefur verið frábært að sjá hvernig þjóðin hefur brett upp ermarnar og stokkið í að gera ferðamannaævintýrið að auðsæld en dapurt að sjá ráðherrana reyna að stela heiðrinum af fólkinu. Það er dálítið spaugilegt nú þegar ríkistjórnin belgir sig yfir árangri sínum að stærsta og farsælasta efnahagsaðgerð síðasta kjörtímabils var alls ekki gerð af ríkisstjórninni, heldur launþegahreyfingunni. Við erum rík þjóð og gengur vel á mörgum sviðum en fátt líkar okkur Íslendingum verr en vera eftirbátar annarra og allra verst er að vera síðri en Danir. Því miður erum við á eftir þeim í því sem mestu máli skiptir fyrir heill og hamingju fólks, lífskjörum almennings; kaupmætti launa, vinnustundafjölda, húsnæðismálum og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Staðan er ekki alveg 14-2 fyrir þá en það er auðmýkjandi fyrir sjálfstæða þjóð að horfast í augu við að hér hefði almenningur það betra ef landið væri ennþá nýlenda.Manneskjulegustu samfélögin Ísland þarf að komast út úr Frjálshyggjuhagstjórn síðustu áratuga. Við þurfum að taka samfélög Norðurlanda okkur til fyrirmyndar því þar eru manneskjulegustu samfélög heimsins. Meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn hafa yfirgefið brauðmolahagfræðina og lýst því yfir að mestur hagvöxtur og hagsæld skapist þegar auðnum er dælt niður samfélagið, til þeirra sem minna hafa. - Eins og vinstra fólk hefur alltaf sagt. Nú er fjör í litla lýðveldinu, það eru að koma kosningar! Við höfum myndað okkur skoðun á hinum og þessum málum, skrifum x á kjörseðil og setjum hann svo hátíðleg á svip niður í kassa með innbyggðum pappírstætara! Undarlegt með þessa kjörkassa, maður setur seðil í kassann og það er eins og kjörseðillinn sé strax ristur niður í fjölmargar litlar ræmur og ef flokkurinn sem maður kýs kemst í ríkistjórn verður hver og ein ræma að blessun manns á einstökum málum stjórnarinnar allt næsta kjörtímabil! Sem betur fer fráfarandi formaður fjárlaganefndar orðaði þetta svona í viðtali um umdeilt mál: „Svo eru alþingiskosningar bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Öll þingmál afgreidd í einni kosningu með einu atkvæði! Og enn versnar í því ef flokkurinn sem við kusum fer ekki í ríkisstjórn, þá er atkvæðið næstum alveg áhrifalaust, því á þingi er nær ekkert tillit tekið til skoðana þingminnihlutans. En hvað er til ráða fyrir okkur greyin, valdleysingjana, kjósendur? Getum við haft raunveruleg áhrif í kosningum? Já, ef við hættum að ímynda okkur að litla atkvæðið okkar taki á einstökum málum. Þess í stað eigum við að skoða meginstefnur stjórnmálaflokkanna. Við sáum á verkum fráfarandi ríkisstjórnar að hún trúir ennþá á að best sé að dæla auðnum upp samfélagið til þeirra sem betur standa en við sáum líka að rústabjörgunarstjórnin á undan henni reyndi við erfiðar aðstæður að halda uppi hlut þeirra sem minna eiga á Íslandi. Vinstri og hægri eru ekki úrelt hugtök í stjórnmálum, þó frasinn sé í tísku á miðjunni og henti sérhagsmunaklíkum vel til að slá ryki í augu fólks. Pólitík er hagsmunabarátta og átakapunkturinn er hvernig á að fara með samfélagsauðinn. Stóra spurningin í kosningunum er hvort Ísland er okkar allra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Þarf eitthvað að ræða það? Var það ekki ákveðið á Þingvöllum 1944? Jú, en nú í aðdraganda kosninga á 72 ára afmælisári litla lýðveldisins okkar er ágætt að skoða hvernig gengur. En hvern ættum við að spyrja? Eigum við að spyrja börnin 6000 sem búa við skort hvort Ísland sé okkar allra eða eigum við kannski að spyrja 6 ríkustu sægreifana? Eigum við að spyrja þann helming þjóðarinnar sem á minna en ekki neitt eða eigum við kannski að spyrja topp eina prósentið sem á meira en fjórðung auðs á Íslandi? Marga mætti spyrja en það liggur beint við að spyrja Tvíflokkinn, því þeir hafa setið í ríkisstjórnum 90% tímans frá lýðveldisstofnun. Ríkistjórnarflokkarnir hafa reyndar svarað hátt og snjallt. Það gerðu þeir með verkum sínum á síðasta kjörtímabili þar sem hvert einasta af stóru málum þeirra kom vel stæðum betur en þeim sem verr standa. Þetta var einkennismerki allra þeirra aðgerða, allt frá skuldaleiðréttingunni yfir í námslánafrumvarpið. Þó þeir segi annað þessa dagana er augljóst af verkum þeirra að þeir telja ekki að Ísland eigi að vera okkar allra. Við Íslendingar erum stolt þjóð og dugleg. Við veiðum rúmlega 1% af fiskafla heimsins en erum aðeins 0.004% af mannfjöldanum, við framleiðum stóran hlut af umhverfisvænni orku Evrópu og fáum miklu fleiri ferðamenn á mann en mestu ferðamannalönd heims, Frakkland og Spánn. Það hefur verið frábært að sjá hvernig þjóðin hefur brett upp ermarnar og stokkið í að gera ferðamannaævintýrið að auðsæld en dapurt að sjá ráðherrana reyna að stela heiðrinum af fólkinu. Það er dálítið spaugilegt nú þegar ríkistjórnin belgir sig yfir árangri sínum að stærsta og farsælasta efnahagsaðgerð síðasta kjörtímabils var alls ekki gerð af ríkisstjórninni, heldur launþegahreyfingunni. Við erum rík þjóð og gengur vel á mörgum sviðum en fátt líkar okkur Íslendingum verr en vera eftirbátar annarra og allra verst er að vera síðri en Danir. Því miður erum við á eftir þeim í því sem mestu máli skiptir fyrir heill og hamingju fólks, lífskjörum almennings; kaupmætti launa, vinnustundafjölda, húsnæðismálum og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Staðan er ekki alveg 14-2 fyrir þá en það er auðmýkjandi fyrir sjálfstæða þjóð að horfast í augu við að hér hefði almenningur það betra ef landið væri ennþá nýlenda.Manneskjulegustu samfélögin Ísland þarf að komast út úr Frjálshyggjuhagstjórn síðustu áratuga. Við þurfum að taka samfélög Norðurlanda okkur til fyrirmyndar því þar eru manneskjulegustu samfélög heimsins. Meira að segja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn hafa yfirgefið brauðmolahagfræðina og lýst því yfir að mestur hagvöxtur og hagsæld skapist þegar auðnum er dælt niður samfélagið, til þeirra sem minna hafa. - Eins og vinstra fólk hefur alltaf sagt. Nú er fjör í litla lýðveldinu, það eru að koma kosningar! Við höfum myndað okkur skoðun á hinum og þessum málum, skrifum x á kjörseðil og setjum hann svo hátíðleg á svip niður í kassa með innbyggðum pappírstætara! Undarlegt með þessa kjörkassa, maður setur seðil í kassann og það er eins og kjörseðillinn sé strax ristur niður í fjölmargar litlar ræmur og ef flokkurinn sem maður kýs kemst í ríkistjórn verður hver og ein ræma að blessun manns á einstökum málum stjórnarinnar allt næsta kjörtímabil! Sem betur fer fráfarandi formaður fjárlaganefndar orðaði þetta svona í viðtali um umdeilt mál: „Svo eru alþingiskosningar bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla.“ Öll þingmál afgreidd í einni kosningu með einu atkvæði! Og enn versnar í því ef flokkurinn sem við kusum fer ekki í ríkisstjórn, þá er atkvæðið næstum alveg áhrifalaust, því á þingi er nær ekkert tillit tekið til skoðana þingminnihlutans. En hvað er til ráða fyrir okkur greyin, valdleysingjana, kjósendur? Getum við haft raunveruleg áhrif í kosningum? Já, ef við hættum að ímynda okkur að litla atkvæðið okkar taki á einstökum málum. Þess í stað eigum við að skoða meginstefnur stjórnmálaflokkanna. Við sáum á verkum fráfarandi ríkisstjórnar að hún trúir ennþá á að best sé að dæla auðnum upp samfélagið til þeirra sem betur standa en við sáum líka að rústabjörgunarstjórnin á undan henni reyndi við erfiðar aðstæður að halda uppi hlut þeirra sem minna eiga á Íslandi. Vinstri og hægri eru ekki úrelt hugtök í stjórnmálum, þó frasinn sé í tísku á miðjunni og henti sérhagsmunaklíkum vel til að slá ryki í augu fólks. Pólitík er hagsmunabarátta og átakapunkturinn er hvernig á að fara með samfélagsauðinn. Stóra spurningin í kosningunum er hvort Ísland er okkar allra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun