Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. október 2016 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn birti myndband á Facebook þar sem mátti sjá Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra skreyta köku. Mynd/Skjáskot Stjórnmálaflokkar styðjast við samfélagsmiðla í auknum mæli til þess að koma stefnu sinni og sjónarmiðum á framfæri nú þegar kosningabaráttan er á lokametrunum. Kosið verður til Alþingis á laugardaginn. Algengt er að framboð birti jafnt myndir sem myndbönd á Facebook, Snapchat og Twitter. Annars vegar myndbönd þar sem frambjóðendur eru kynntir og hins vegar þar sem stefna flokksins er kynnt. Þá hafa fjölmargir flokkar einnig birt einfaldar myndir af frambjóðendum sínum þar sem tilvitnunum, ýmist í frambjóðandann sjálfan eða stefnu flokksins, hefur verið skeytt við myndina. Samfylkingin tók þá hugmynd skrefinu lengra og birti tilvitnanirnar á fjölda tungumála, allt frá færeysku til tyrknesku, í nafni fjölmenningar.Mættu gera enn meira Andrés Jónsson almannatengill segist hafa orðið var við þessa aukningu. Honum finnst þó að flokkar megi gera enn meira af því að auglýsa á samfélagsmiðlum. „Enginn þeirra stendur eitthvað sérlega framarlega í þessum málum en flokkarnir hafa náð ágætis dreifingu á þessi myndbönd sem þeir hafa verið að gera. Svo hafa sumir flokkar líka verið að klippa saman myndbönd af því þegar frambjóðendur hafa verið í sjónvarpssal. Það eru mun færri sem horfa á línulegt sjónvarp en áður þannig það er góð þjónusta að klippa saman bestu brotin og setja texta,“ segir hann. Ástæðu þessarar áherslu á samfélagsmiðla segir Andrés einna helst vera þá að margir séu á samfélagsmiðlum. „Á Íslandi er mjög hátt hlutfall kjósenda á Facebook.“ Hins vegar segir hann ekki þar með sagt að hægt sé að ná til allra notenda þar sem skoðanir þeirra eru misjafnar. Hann segir notkun samfélagsmiðla einnig mikilvæga því umræðan um stjórnmál sé fyrst og fremst þar. „Mesta umræðu fékk myndbandið af Bjarna að skreyta köku fyrir dóttur sína og sitt sýndist hverjum um það. Ég er hins vegar á því að það hafi verið nettó-ávinningur af myndbandinu fyrir hann þótt það hafi ekki komið fram í könnunum. Fyrir óákveðna skiptir máli að kynnast frambjóðendum,“ segir Andrés. Einnig nefnir hann myndband Oddnýjar Harðardóttur þar sem hún útskýrir kvótakerfið með Skittles fyrir ungum dreng. Myndbandið segir hann hafa náð í gegn í umræðunni en ekki skilað sér í könnunum. „Núna síðast hefur innkoma Ragnars Kjartanssonar fyrir Vinstri græn slegið í gegn á Facebook og fengið mjög jákvætt umtal.“ Andrés segir, með fyrirvara um að það sjái ekki allir það sama á Facebook, að honum sýnist Sjálfstæðismenn hafa, með Bjarna og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í fararbroddi, náð einna mest í gegn auk Vinstri grænna með Ragnar Kjartansson. „En Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð og Samfylkingin síður.“ Þá segir hann Viðreisn einna helst hafa náð í gegn í aðdraganda baráttunnar með því að láta frambjóðendur tilkynna um framboð sitt á samfélagsmiðlum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira
Stjórnmálaflokkar styðjast við samfélagsmiðla í auknum mæli til þess að koma stefnu sinni og sjónarmiðum á framfæri nú þegar kosningabaráttan er á lokametrunum. Kosið verður til Alþingis á laugardaginn. Algengt er að framboð birti jafnt myndir sem myndbönd á Facebook, Snapchat og Twitter. Annars vegar myndbönd þar sem frambjóðendur eru kynntir og hins vegar þar sem stefna flokksins er kynnt. Þá hafa fjölmargir flokkar einnig birt einfaldar myndir af frambjóðendum sínum þar sem tilvitnunum, ýmist í frambjóðandann sjálfan eða stefnu flokksins, hefur verið skeytt við myndina. Samfylkingin tók þá hugmynd skrefinu lengra og birti tilvitnanirnar á fjölda tungumála, allt frá færeysku til tyrknesku, í nafni fjölmenningar.Mættu gera enn meira Andrés Jónsson almannatengill segist hafa orðið var við þessa aukningu. Honum finnst þó að flokkar megi gera enn meira af því að auglýsa á samfélagsmiðlum. „Enginn þeirra stendur eitthvað sérlega framarlega í þessum málum en flokkarnir hafa náð ágætis dreifingu á þessi myndbönd sem þeir hafa verið að gera. Svo hafa sumir flokkar líka verið að klippa saman myndbönd af því þegar frambjóðendur hafa verið í sjónvarpssal. Það eru mun færri sem horfa á línulegt sjónvarp en áður þannig það er góð þjónusta að klippa saman bestu brotin og setja texta,“ segir hann. Ástæðu þessarar áherslu á samfélagsmiðla segir Andrés einna helst vera þá að margir séu á samfélagsmiðlum. „Á Íslandi er mjög hátt hlutfall kjósenda á Facebook.“ Hins vegar segir hann ekki þar með sagt að hægt sé að ná til allra notenda þar sem skoðanir þeirra eru misjafnar. Hann segir notkun samfélagsmiðla einnig mikilvæga því umræðan um stjórnmál sé fyrst og fremst þar. „Mesta umræðu fékk myndbandið af Bjarna að skreyta köku fyrir dóttur sína og sitt sýndist hverjum um það. Ég er hins vegar á því að það hafi verið nettó-ávinningur af myndbandinu fyrir hann þótt það hafi ekki komið fram í könnunum. Fyrir óákveðna skiptir máli að kynnast frambjóðendum,“ segir Andrés. Einnig nefnir hann myndband Oddnýjar Harðardóttur þar sem hún útskýrir kvótakerfið með Skittles fyrir ungum dreng. Myndbandið segir hann hafa náð í gegn í umræðunni en ekki skilað sér í könnunum. „Núna síðast hefur innkoma Ragnars Kjartanssonar fyrir Vinstri græn slegið í gegn á Facebook og fengið mjög jákvætt umtal.“ Andrés segir, með fyrirvara um að það sjái ekki allir það sama á Facebook, að honum sýnist Sjálfstæðismenn hafa, með Bjarna og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í fararbroddi, náð einna mest í gegn auk Vinstri grænna með Ragnar Kjartansson. „En Framsóknarflokkurinn, Björt framtíð og Samfylkingin síður.“ Þá segir hann Viðreisn einna helst hafa náð í gegn í aðdraganda baráttunnar með því að láta frambjóðendur tilkynna um framboð sitt á samfélagsmiðlum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira