Ágætt sumar að baki á svæðum Strengja Karl Lúðvíksson skrifar 10. október 2016 14:50 Flotur lax úr Hólaflúð í Jöklu Mynd: Strengir FB Veiðiskýrsla fyrir veiðisvæðin hjá Veiðiþjónustunni Strengir endurspeglar ágætt sumar á svæðum félagsins og þá sérstaklega í Hrútafjarðará og Jöklusvæðinu. Jöklusvæðið nýtur sífellt meiri vinsælda og hefur laxgengd aukist jafnt og þétt síðustu ár á svæðinu. Eftir að laxastigi eða kannski er betra að segja laxafarvegur, var sprengdur í Steinboga kemst laxinn auðveldlega uppúr hylnum og áfram upp á efri svæðin og þar hafa komið í ljós margir fallegir veiðistaðir og er Hólaflúð líklega þekktastur af þeim. Hrútafjarðará nýtur alltaf sömu vinsælda og hefur áinn verið ansi þétt setinn og þeir sem ætla sér daga í henni þurfa að bóka snemma. Hér fyrir neðan er skýrsla frá Strengjum:Jöklusvæðið kom ágætlega út, heildarlaxveiði 584 laxar og er þá talin með Fögruhlíðará sem gaf 100 laxa sem er met í þeirri á. Fylgir hún með Jöklu I svæðinu en Fögurhlíðarósinn er seldur sér og þar var mun einnig meiri bleikjuveiði en undanfarinn ár. Aðrar hliðarár Jöklu voru í meðallagi, Kaldá og Laxá, og Jökla sjálf ágæt. Reyndar kom yfirfall undir lok ágúst en annars hefði veiðin orðið meiri í Jöklu og einnig ef ástundun í september hefði verið meiri í þeim mánuði í hliðaránum, því töluvert er um lax núna í klakveiði í þeim. Endurbætur voru gerða á veiðihúsunum við Hálsakot og öll aðstaðan er orðinn fyrst flokks sem hefur mælst mjög vel fyrir hjá veiðimönnum.Hrútafjarðará gaf 551 laxa sem er líklega fimmta besta sumarið í sögu árinnar. Einnig eru 63 bleikjur skráðar í veiðibók sem er aukning frá fyrra ári. Veiðin byrjaði vel, góðar göngur af stórlaxi en svo um mitt sumarið hægði um þegar lítið vatn var í ánni, en rauk svo aftur upp er fór að rigna síðsumars og nú í haust,svo flott vertíð á þessarri veiðislóð!Breiðdalsá var nánast með sömu veiði á milli ára eða 375 laxa, en hefði væntanlega farið mun hærra ef ástundun í september hefði verið meiri en raun var. Byrjaði vel veiðin en dró af er leið á sumarið enda vantaði meira af smálaxi eins og víðar. En vænn stórlax og nokkrir um 20 pundin komu á land. Sjóbleikjuveiðin var tæplega 200 fiskar og hátt í 400 urriðar sem gerir þetta með bestu silungsveiðiám austurlands.Minnivallalækur gaf um 400 urriða sem er meira en undanfarinn ár og veðurfarið hentaði vel til þurrfluguveiða í sumar sem þessi á er fræg fyrir.Nýjir veiðistaðir komu inn ofan við veiðihúsið og fjölbreytni svæðisins jókst þar með mikið. Mest lesið Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði
Veiðiskýrsla fyrir veiðisvæðin hjá Veiðiþjónustunni Strengir endurspeglar ágætt sumar á svæðum félagsins og þá sérstaklega í Hrútafjarðará og Jöklusvæðinu. Jöklusvæðið nýtur sífellt meiri vinsælda og hefur laxgengd aukist jafnt og þétt síðustu ár á svæðinu. Eftir að laxastigi eða kannski er betra að segja laxafarvegur, var sprengdur í Steinboga kemst laxinn auðveldlega uppúr hylnum og áfram upp á efri svæðin og þar hafa komið í ljós margir fallegir veiðistaðir og er Hólaflúð líklega þekktastur af þeim. Hrútafjarðará nýtur alltaf sömu vinsælda og hefur áinn verið ansi þétt setinn og þeir sem ætla sér daga í henni þurfa að bóka snemma. Hér fyrir neðan er skýrsla frá Strengjum:Jöklusvæðið kom ágætlega út, heildarlaxveiði 584 laxar og er þá talin með Fögruhlíðará sem gaf 100 laxa sem er met í þeirri á. Fylgir hún með Jöklu I svæðinu en Fögurhlíðarósinn er seldur sér og þar var mun einnig meiri bleikjuveiði en undanfarinn ár. Aðrar hliðarár Jöklu voru í meðallagi, Kaldá og Laxá, og Jökla sjálf ágæt. Reyndar kom yfirfall undir lok ágúst en annars hefði veiðin orðið meiri í Jöklu og einnig ef ástundun í september hefði verið meiri í þeim mánuði í hliðaránum, því töluvert er um lax núna í klakveiði í þeim. Endurbætur voru gerða á veiðihúsunum við Hálsakot og öll aðstaðan er orðinn fyrst flokks sem hefur mælst mjög vel fyrir hjá veiðimönnum.Hrútafjarðará gaf 551 laxa sem er líklega fimmta besta sumarið í sögu árinnar. Einnig eru 63 bleikjur skráðar í veiðibók sem er aukning frá fyrra ári. Veiðin byrjaði vel, góðar göngur af stórlaxi en svo um mitt sumarið hægði um þegar lítið vatn var í ánni, en rauk svo aftur upp er fór að rigna síðsumars og nú í haust,svo flott vertíð á þessarri veiðislóð!Breiðdalsá var nánast með sömu veiði á milli ára eða 375 laxa, en hefði væntanlega farið mun hærra ef ástundun í september hefði verið meiri en raun var. Byrjaði vel veiðin en dró af er leið á sumarið enda vantaði meira af smálaxi eins og víðar. En vænn stórlax og nokkrir um 20 pundin komu á land. Sjóbleikjuveiðin var tæplega 200 fiskar og hátt í 400 urriðar sem gerir þetta með bestu silungsveiðiám austurlands.Minnivallalækur gaf um 400 urriða sem er meira en undanfarinn ár og veðurfarið hentaði vel til þurrfluguveiða í sumar sem þessi á er fræg fyrir.Nýjir veiðistaðir komu inn ofan við veiðihúsið og fjölbreytni svæðisins jókst þar með mikið.
Mest lesið Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði