Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 11. júlí 2020 10:01 Veitt í Fljótinu í Elliðaánum. Mynd: www.svfr.is Það er mikið af laxi að ganga í Elliðaárnar núna og er teljarinn nýskriðinn yfir 1.000 laxa en hann stóð nákæmlega í 1.008 löxum í morgun. Teljarinn á þessum tíma í fyrra var undir 400 löxum svo það er greinilegt að það er mikill viðsnúningur í laxgengd milli ára. En af hverju eru veiðitölur þá ekki að endurspegla aukna laxgengd? Það er ósköp einföld skýring á því. Veiðireglum var breytt eftir tilmæli frá fiskifræðingum og í kjölfar þeirra tilmæla var ákveðið að leyfa aðeins fluguveiði í ánni og að öllum laxi skyldi sleppt. Því var fagnað af mörgum en það voru líka margir ósáttir við þetta breytingu um að mega ekki einu sinni hirða einn lax af vaktinni. Almennt eru menn sammála um að vernda þurfi þennan einstaka stofn í ánni en hann hefur oftar en einu sinni verið ansi hætt kominn. Elliðaárnar eru mjög auðveiddar á flugu og efri svæðin fyrir ofan Hundasteina hafa lengi aðeins verið veidd á flugu. Það er hægt að taka lax á flugu í öllum veiðistöðum í ánni, það eina sem þarf er að læra tæknina til að gera það. Lægri veiðitölu má þess vegna skrifa að einhverju leiti á að eftir að maðkurinn hefur verið bannaður eru veiðimenn margir hverjir að kynnast ánni alveg upp á nýtt aðeins með flugu að vopni. Ekki skrifast lægri veiði á skort af laxi í ánni það er nokkuð ljóst. Stangveiði Mest lesið Silungurinn er stútfullur af toppflugulirfu Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Risalax á sveimi í Kjósinni Veiði Ein flottasta veiðimyndin í sumar Veiði Vika eftir í Elliðaánum Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði
Það er mikið af laxi að ganga í Elliðaárnar núna og er teljarinn nýskriðinn yfir 1.000 laxa en hann stóð nákæmlega í 1.008 löxum í morgun. Teljarinn á þessum tíma í fyrra var undir 400 löxum svo það er greinilegt að það er mikill viðsnúningur í laxgengd milli ára. En af hverju eru veiðitölur þá ekki að endurspegla aukna laxgengd? Það er ósköp einföld skýring á því. Veiðireglum var breytt eftir tilmæli frá fiskifræðingum og í kjölfar þeirra tilmæla var ákveðið að leyfa aðeins fluguveiði í ánni og að öllum laxi skyldi sleppt. Því var fagnað af mörgum en það voru líka margir ósáttir við þetta breytingu um að mega ekki einu sinni hirða einn lax af vaktinni. Almennt eru menn sammála um að vernda þurfi þennan einstaka stofn í ánni en hann hefur oftar en einu sinni verið ansi hætt kominn. Elliðaárnar eru mjög auðveiddar á flugu og efri svæðin fyrir ofan Hundasteina hafa lengi aðeins verið veidd á flugu. Það er hægt að taka lax á flugu í öllum veiðistöðum í ánni, það eina sem þarf er að læra tæknina til að gera það. Lægri veiðitölu má þess vegna skrifa að einhverju leiti á að eftir að maðkurinn hefur verið bannaður eru veiðimenn margir hverjir að kynnast ánni alveg upp á nýtt aðeins með flugu að vopni. Ekki skrifast lægri veiði á skort af laxi í ánni það er nokkuð ljóst.
Stangveiði Mest lesið Silungurinn er stútfullur af toppflugulirfu Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Risalax á sveimi í Kjósinni Veiði Ein flottasta veiðimyndin í sumar Veiði Vika eftir í Elliðaánum Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Flott veiði í Hraunsfirði Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði