„Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2016 12:28 Grétar þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. „Þetta er breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir,“ segir Grétar Þór sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. „Við búum við fjölflokkakerfi og þekkjum ekkert annað en samsteypustjórnir þar sem þarf að miðla málum. Það hefur nánast alltaf gert eftir kosningar. Þetta er algjörglega ný nálgun.“ Píratar kynntu í dag að þeir hefðu sent boð til fjögurra flokka um að hefja viðræður um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Tveimur dögum fyrir kosningarnar sem fara fram 29. október er stefnt að því að kynna niðurstöður viðræðnanna. Grétar Þór segir að stuttur tími sé til stefnu og að viðræðurnar þurfi að ganga hratt fyrir sig eigi þeir að skila.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingurVísir„Ef að það gengur ekki svona fljótlega saman í veigamiklum þáttum við þetta form sem Píratar eru að bjóða til þá myndi ég halda að hinir flokkarnir myndu fara varlega í að útiloka einhver stjórnarmynstur fyrirfram,“ segir Grétar Þór. Hefð sé fyrir því að flokkar gangi til kosninga með allt opið án þess að útiloka stjórnarsamstarf við ákveðna flokka. „Hvort að menn séu tilbúnir til að læsa sig að einhverju leyti fyrir kosningar, ég er dálítið efins um það,“ segir Grétar Þór sem bendir á að útlit sé fyrir að sjö flokkar muni ná manni inn á þing sem muni án efa gera stjórnarmyndunarviðræður flóknari en venjulega. „Auðvitað er þetta kannski vísir að því sem koma skal í pólítikinni en þessi afstaða þeirra er að einn af stærri flokkunum, Píratar, er búinn að útiloka núverandi stjórnmálaflokka. Það gerir stöðuna á þessa skákborði erfiða.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Grétar þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. „Þetta er breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir,“ segir Grétar Þór sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. „Við búum við fjölflokkakerfi og þekkjum ekkert annað en samsteypustjórnir þar sem þarf að miðla málum. Það hefur nánast alltaf gert eftir kosningar. Þetta er algjörglega ný nálgun.“ Píratar kynntu í dag að þeir hefðu sent boð til fjögurra flokka um að hefja viðræður um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Tveimur dögum fyrir kosningarnar sem fara fram 29. október er stefnt að því að kynna niðurstöður viðræðnanna. Grétar Þór segir að stuttur tími sé til stefnu og að viðræðurnar þurfi að ganga hratt fyrir sig eigi þeir að skila.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingurVísir„Ef að það gengur ekki svona fljótlega saman í veigamiklum þáttum við þetta form sem Píratar eru að bjóða til þá myndi ég halda að hinir flokkarnir myndu fara varlega í að útiloka einhver stjórnarmynstur fyrirfram,“ segir Grétar Þór. Hefð sé fyrir því að flokkar gangi til kosninga með allt opið án þess að útiloka stjórnarsamstarf við ákveðna flokka. „Hvort að menn séu tilbúnir til að læsa sig að einhverju leyti fyrir kosningar, ég er dálítið efins um það,“ segir Grétar Þór sem bendir á að útlit sé fyrir að sjö flokkar muni ná manni inn á þing sem muni án efa gera stjórnarmyndunarviðræður flóknari en venjulega. „Auðvitað er þetta kannski vísir að því sem koma skal í pólítikinni en þessi afstaða þeirra er að einn af stærri flokkunum, Píratar, er búinn að útiloka núverandi stjórnmálaflokka. Það gerir stöðuna á þessa skákborði erfiða.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45