Ræða Ásmundar Einars olli Sigmundi Davíð vonbrigðum Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2016 17:33 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ásmundur Einar Daðason. Vísir/ernir/pjetur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ræða þingsflokksformannsins Ásmundar Einars Daðasonar á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrr í dag hafi valdið sér vonbrigðum.RÚV greinir frá þessu og segir að Sigmundur Davíð hafi látið orðin falla í ræðu sinni nú síðdegis þar sem hann kvaðst hafa fundist sem að hann hafi ekki átt ræðuna skilið. Ásmundur Einar, sem var um tíma aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, vandaði í ræðu sinni formanninum ekki kveðjurnar og sakaði hann um hroka og einræðistilburði. Lýsti Ásmundur þar upplifun sinni af fundi framkvæmdastjórnar flokksins þar sem Sigmundur Davíð á að hafa staðið upp þegar ræða átti dagskrá flokksþingsins og labbað út. Dagskrá fundarins var mikið gagnrýnd þar sem upphaflega var ekki gert ráð fyrir ræðutíma fyrir forsætisráðherra. Sigmundur tók svo til máls nú síðdegis þar sem hann flutti síðustu ræðu dagsins, áður en við tækju nefndarstörf og kvöldverður. RÚV segir að Sigmundur Davíð hafi sagt lýsingar Ásmundar Einars vera ósannar. Sagðist hann einnig hafa lagt á sig mikla vinnu við að fá Ásmund Einar, sem áður var þingmaður Vinstri grænna, yfir í Framsóknarflokkinn og falið honum trúnaðarstörf fyrir flokkinn. Því þætti honum leiðinlegt að hlusta á ræðu hans nú. Í færslu sinni á Facebook ítrekar Ásmundur að allt það sem hann sagði í dag væri satt og að aðrir þeir sem sátu fundinn gætu staðfest það. Segir hann að Sigmundur Davíð þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að hann sé að yfirgefa flokkinn. „Ég er og verð Framsóknarmaður, ég er sannfærður um ágæti stefnu flokksins og kann vel við allt það góða fólk sem er í flokknum.“Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í morgun gekk mikið á á fundinum samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins og á endanum hafi formaður flokksins slitið fundi án niðurstöðu. Stuttu seinna hafi verið ný dagskrá sett á vef flokksins en í henni var gert ráð fyrir að allir ráðherrar haldi fimmtán mínútna ræðu á þinginu. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. 1. október 2016 13:30 Ásmundur Einar vandaði Sigmundi Davíð ekki kveðjurnar á flokksþingi Framsóknar Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins tók til máls á flokksþinginu í dag undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. 1. október 2016 15:56 Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52 Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ræða þingsflokksformannsins Ásmundar Einars Daðasonar á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrr í dag hafi valdið sér vonbrigðum.RÚV greinir frá þessu og segir að Sigmundur Davíð hafi látið orðin falla í ræðu sinni nú síðdegis þar sem hann kvaðst hafa fundist sem að hann hafi ekki átt ræðuna skilið. Ásmundur Einar, sem var um tíma aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, vandaði í ræðu sinni formanninum ekki kveðjurnar og sakaði hann um hroka og einræðistilburði. Lýsti Ásmundur þar upplifun sinni af fundi framkvæmdastjórnar flokksins þar sem Sigmundur Davíð á að hafa staðið upp þegar ræða átti dagskrá flokksþingsins og labbað út. Dagskrá fundarins var mikið gagnrýnd þar sem upphaflega var ekki gert ráð fyrir ræðutíma fyrir forsætisráðherra. Sigmundur tók svo til máls nú síðdegis þar sem hann flutti síðustu ræðu dagsins, áður en við tækju nefndarstörf og kvöldverður. RÚV segir að Sigmundur Davíð hafi sagt lýsingar Ásmundar Einars vera ósannar. Sagðist hann einnig hafa lagt á sig mikla vinnu við að fá Ásmund Einar, sem áður var þingmaður Vinstri grænna, yfir í Framsóknarflokkinn og falið honum trúnaðarstörf fyrir flokkinn. Því þætti honum leiðinlegt að hlusta á ræðu hans nú. Í færslu sinni á Facebook ítrekar Ásmundur að allt það sem hann sagði í dag væri satt og að aðrir þeir sem sátu fundinn gætu staðfest það. Segir hann að Sigmundur Davíð þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að hann sé að yfirgefa flokkinn. „Ég er og verð Framsóknarmaður, ég er sannfærður um ágæti stefnu flokksins og kann vel við allt það góða fólk sem er í flokknum.“Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í morgun gekk mikið á á fundinum samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins og á endanum hafi formaður flokksins slitið fundi án niðurstöðu. Stuttu seinna hafi verið ný dagskrá sett á vef flokksins en í henni var gert ráð fyrir að allir ráðherrar haldi fimmtán mínútna ræðu á þinginu.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. 1. október 2016 13:30 Ásmundur Einar vandaði Sigmundi Davíð ekki kveðjurnar á flokksþingi Framsóknar Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins tók til máls á flokksþinginu í dag undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. 1. október 2016 15:56 Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52 Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58
Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. 1. október 2016 13:30
Ásmundur Einar vandaði Sigmundi Davíð ekki kveðjurnar á flokksþingi Framsóknar Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins tók til máls á flokksþinginu í dag undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. 1. október 2016 15:56
Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52
Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00