Grípum tækifæri framtíðarinnar Illugi Gunnarsson skrifar 3. október 2016 00:00 Í dag verður hrint úr vör metnaðarfullu verkefni sem ber yfirskriftina Kóðinn 1.0. Verkefnið er ætlað börnum í sjötta og sjöunda bekk og er unnið í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka iðnaðarins ásamt fyrirtækjum í tæknigeiranum, Ríkisútvarpinu og Menntamálastofnun. Markmiðið með Kóðanum 1.0 er að efla skilning og þekkingu á forritun og kynna fyrir íslenskum börnum þá möguleika sem aukin hæfni í upplýsingatækni getur gefið þeim í framtíðinni. Öllum nemendum í sjötta og sjöunda bekk mun á næstu misserum gefast kostur á því að fá gefins smátölvu sem nefnist Micro:bit. Það er einfalt, lítið tæki sem gefur krökkum kjörið tækifæri til að kynnast forritun á eigin forsendum með skapandi vinnu og tilraunum sem virkjar þannig frumkvæði og forvitni þeirra sjálfra. Í framhaldinu verður boðið upp á vikulegar áskoranir og nemendur munu fá aðgang að fræðslu og leiðbeiningum um notkun Micro:bit. Þá verður kennurum einnig boðin fræðsla um notkun Micro:bit. Allar upplýsingar verður að finna á heimasíðu Kóðans, krakkaruv.is. Það er von þeirra sem standa að verkefninu að með því öðlist íslensk börn og ungmenni aukinn skilning á forritun og gildi hennar í þeirra daglega lífi, átti sig á þeim tækifærum sem felast í forritun og komist að raun um að hún er nú orðinn hluti af nær öllum sviðum atvinnulífsins. Heimurinn hefur á seinustu öldum breyst hraðar en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni. Veröldin sem við þekkjum í dag er að ýmsu leyti allt önnur en sú sem mörg okkar ólumst upp í. Mörg af þeim störfum sem við inntum af hendi fyrir 20 árum eru ekki lengur til, og það er ýmislegt sem bendir til þess að sum af þeim störfum sem við þekkjum í dag muni tilheyra sögubókunum eftir önnur 20 ár. Á tímum þar sem tækniþróun er svo ör að vandasamt getur verið að fylgja henni eftir er brýnt að íslensk börn búi yfir þekkingu og færni til að grípa tækifærin sem munu óhjákvæmilega standa þeim til boða í framtíðinni. Þörf atvinnulífsins fyrir einstaklinga sem búa yfir skapandi hugsun og þekkingu á forritun er mikil og fer ört vaxandi. Sú þörf afmarkast ekki við fyrirtæki í tölvuiðnaðinum heldur er vandfundin sú atvinnugrein, bæði á vettvangi hins opinbera og í einkageira, þar sem ekki eru gríðarleg tækifæri fyrir þá sem hafa náð tökum á forritun. Í þessu samhengi má telja sennilegt að þekking og færni í forritun, rökhugsun og nýsköpun muni skipta sköpum fyrir framtíðarlífsgæði Íslendinga almennt. Þjóðir sem fara á mis við tækifæri framtíðarinnar munu því að öllum líkindum verða eftirbátar annarra þegar kemur að því hvaða lífskjör munu standa þegnum þess til boða. Vonandi munu þessi litlu handhægu tæki vekja áhuga og forvitni meðal íslenskra barna og ungmenna. Þau fá nú tækifæri til að fara með þau heim og prófa sjálf, gera tilraunir, reka sig á veggi og upplifa að endingu bæði smáa og stóra sigra. Ég kann þeim sem koma að verkefninu mínar bestu þakkir fyrir sitt framlag. Sérstaklega þykir mér virðingarvert hve mörg fyrirtæki hafa gefið vinnu, ráðgjöf og fjármuni til þess að stuðla að því að íslensk börn og ungmenni fái notið þeirra lífskjara sem þau eiga sannarlega skilið í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag verður hrint úr vör metnaðarfullu verkefni sem ber yfirskriftina Kóðinn 1.0. Verkefnið er ætlað börnum í sjötta og sjöunda bekk og er unnið í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka iðnaðarins ásamt fyrirtækjum í tæknigeiranum, Ríkisútvarpinu og Menntamálastofnun. Markmiðið með Kóðanum 1.0 er að efla skilning og þekkingu á forritun og kynna fyrir íslenskum börnum þá möguleika sem aukin hæfni í upplýsingatækni getur gefið þeim í framtíðinni. Öllum nemendum í sjötta og sjöunda bekk mun á næstu misserum gefast kostur á því að fá gefins smátölvu sem nefnist Micro:bit. Það er einfalt, lítið tæki sem gefur krökkum kjörið tækifæri til að kynnast forritun á eigin forsendum með skapandi vinnu og tilraunum sem virkjar þannig frumkvæði og forvitni þeirra sjálfra. Í framhaldinu verður boðið upp á vikulegar áskoranir og nemendur munu fá aðgang að fræðslu og leiðbeiningum um notkun Micro:bit. Þá verður kennurum einnig boðin fræðsla um notkun Micro:bit. Allar upplýsingar verður að finna á heimasíðu Kóðans, krakkaruv.is. Það er von þeirra sem standa að verkefninu að með því öðlist íslensk börn og ungmenni aukinn skilning á forritun og gildi hennar í þeirra daglega lífi, átti sig á þeim tækifærum sem felast í forritun og komist að raun um að hún er nú orðinn hluti af nær öllum sviðum atvinnulífsins. Heimurinn hefur á seinustu öldum breyst hraðar en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni. Veröldin sem við þekkjum í dag er að ýmsu leyti allt önnur en sú sem mörg okkar ólumst upp í. Mörg af þeim störfum sem við inntum af hendi fyrir 20 árum eru ekki lengur til, og það er ýmislegt sem bendir til þess að sum af þeim störfum sem við þekkjum í dag muni tilheyra sögubókunum eftir önnur 20 ár. Á tímum þar sem tækniþróun er svo ör að vandasamt getur verið að fylgja henni eftir er brýnt að íslensk börn búi yfir þekkingu og færni til að grípa tækifærin sem munu óhjákvæmilega standa þeim til boða í framtíðinni. Þörf atvinnulífsins fyrir einstaklinga sem búa yfir skapandi hugsun og þekkingu á forritun er mikil og fer ört vaxandi. Sú þörf afmarkast ekki við fyrirtæki í tölvuiðnaðinum heldur er vandfundin sú atvinnugrein, bæði á vettvangi hins opinbera og í einkageira, þar sem ekki eru gríðarleg tækifæri fyrir þá sem hafa náð tökum á forritun. Í þessu samhengi má telja sennilegt að þekking og færni í forritun, rökhugsun og nýsköpun muni skipta sköpum fyrir framtíðarlífsgæði Íslendinga almennt. Þjóðir sem fara á mis við tækifæri framtíðarinnar munu því að öllum líkindum verða eftirbátar annarra þegar kemur að því hvaða lífskjör munu standa þegnum þess til boða. Vonandi munu þessi litlu handhægu tæki vekja áhuga og forvitni meðal íslenskra barna og ungmenna. Þau fá nú tækifæri til að fara með þau heim og prófa sjálf, gera tilraunir, reka sig á veggi og upplifa að endingu bæði smáa og stóra sigra. Ég kann þeim sem koma að verkefninu mínar bestu þakkir fyrir sitt framlag. Sérstaklega þykir mér virðingarvert hve mörg fyrirtæki hafa gefið vinnu, ráðgjöf og fjármuni til þess að stuðla að því að íslensk börn og ungmenni fái notið þeirra lífskjara sem þau eiga sannarlega skilið í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun