Byggjum ferðaþjónustu upp til framtíðar Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 6. október 2016 07:00 Árið 1994, þá 19 ára gömul, steig ég mín fyrstu skref í ferðaþjónustu. Þá réð ég mig í sumarvinnu hjá vélsleðaleigu á Skálafellsjökli á Vatnajökli. Það voru góð spor að stíga enda opnuðust ekki bara fyrir mér undur Vatnajökuls, heldur líka framandi heimar erlendra ferðamanna sem klöngruðust upp á íslenska jökla. Síðan vann ég sem fjallaleiðsögumaður við gönguleiðsögn um hálendi Íslands í mörg ár. Að sjá gleði og þakklæti fólks yfir náttúrufegurð er gefandi. Það getur líka verið strembið að vinna við ferðaþjónustu, enda gríðarlega ört vaxandi atvinnugrein sem kemur inn á öll svið íslensks samfélags. Það hefur verið kallað eftir miklu skýrari sýn og stefnu stjórnvalda í garð ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustuna verður líka að skipuleggja betur en nú og grunnrekstur hennar verður að vera í anda sjálfbærrar þróunar og út frá þolmarkarannsóknum á náttúru, samfélögum og innviðum. „Græn ferðaþjónusta“ getur orðið að blómlegri atvinnugrein til frambúðar því það er eitt mesta hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna að viðhalda óspilltri náttúru. Ferðaþjónustan á að vera einn af framvörðum í verndun náttúru og umhverfis og til fyrirmyndar á alþjóðavísu.Leiði af sér jákvæða þróun Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði leggjum áherslu á að gestakomur til landsins og ferðaþjónusta leiði af sér jákvæða þróun, samfélögum og efnahagslífi til farsældar og sé ávallt í sátt við náttúru landsins. Að markaðssetning landsins horfi ekki til fjölda gesta heldur tegundar ferðamennsku sem snúist um umhverfisvitund og þekkingarleit. Við í VG viljum að uppbygging innviða ferðaþjónustunnar taki mið af þolmörkum ferðamennsku út frá náttúru og væntingum gesta og heimafólks. Uppbygging innviða samfélagsins helst í hendur við skýra stefnu og sýn í ferðaþjónustu. Annað gengur ekki upp án hins. Eflum samgöngur og menntun, gerum tekjuöflunarleiðir greinarinnar skýrari og leggjum áherslu á umhverfisþáttinn. Ferðaþjónustan verður að vera virkur þáttakandi í orkuskiptum í samgöngum af öllu tagi. Eflum menntun á öllum sviðum ferðaþjónustu. Mikilvægt er að horfa til möguleika á enn frekari starfsþróun og fjölgun heilsársstarfa í greininni. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustu verða að uppfylla kröfur um samfélagslega ábyrgð sína sem atvinnurekendur. Ferðaþjónustan á ekki að hafa svarta starfsemi innan sinna raða. Framtíðarsýn okkar í VG fyrir ferðamannalandið Ísland er að vel verði haldið utan um náttúruvernd, menningararf, þjóðgarða og önnur friðlýst svæði sem skapa fjölda fólks vinnu við náttúruvernd, endursköpun og viðhald sögu okkar og menningar og rannsóknir og þjónustu. Landsmenn allir í ýmiss konar starfsemi og þjónustustörfum eiga að fá notið arðs af ferðaþjónustu sem býður gestum til náttúru- og menningarupplifunar. Um þetta og fleira snýst ferðamálastefna VG.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Árið 1994, þá 19 ára gömul, steig ég mín fyrstu skref í ferðaþjónustu. Þá réð ég mig í sumarvinnu hjá vélsleðaleigu á Skálafellsjökli á Vatnajökli. Það voru góð spor að stíga enda opnuðust ekki bara fyrir mér undur Vatnajökuls, heldur líka framandi heimar erlendra ferðamanna sem klöngruðust upp á íslenska jökla. Síðan vann ég sem fjallaleiðsögumaður við gönguleiðsögn um hálendi Íslands í mörg ár. Að sjá gleði og þakklæti fólks yfir náttúrufegurð er gefandi. Það getur líka verið strembið að vinna við ferðaþjónustu, enda gríðarlega ört vaxandi atvinnugrein sem kemur inn á öll svið íslensks samfélags. Það hefur verið kallað eftir miklu skýrari sýn og stefnu stjórnvalda í garð ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustuna verður líka að skipuleggja betur en nú og grunnrekstur hennar verður að vera í anda sjálfbærrar þróunar og út frá þolmarkarannsóknum á náttúru, samfélögum og innviðum. „Græn ferðaþjónusta“ getur orðið að blómlegri atvinnugrein til frambúðar því það er eitt mesta hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna að viðhalda óspilltri náttúru. Ferðaþjónustan á að vera einn af framvörðum í verndun náttúru og umhverfis og til fyrirmyndar á alþjóðavísu.Leiði af sér jákvæða þróun Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði leggjum áherslu á að gestakomur til landsins og ferðaþjónusta leiði af sér jákvæða þróun, samfélögum og efnahagslífi til farsældar og sé ávallt í sátt við náttúru landsins. Að markaðssetning landsins horfi ekki til fjölda gesta heldur tegundar ferðamennsku sem snúist um umhverfisvitund og þekkingarleit. Við í VG viljum að uppbygging innviða ferðaþjónustunnar taki mið af þolmörkum ferðamennsku út frá náttúru og væntingum gesta og heimafólks. Uppbygging innviða samfélagsins helst í hendur við skýra stefnu og sýn í ferðaþjónustu. Annað gengur ekki upp án hins. Eflum samgöngur og menntun, gerum tekjuöflunarleiðir greinarinnar skýrari og leggjum áherslu á umhverfisþáttinn. Ferðaþjónustan verður að vera virkur þáttakandi í orkuskiptum í samgöngum af öllu tagi. Eflum menntun á öllum sviðum ferðaþjónustu. Mikilvægt er að horfa til möguleika á enn frekari starfsþróun og fjölgun heilsársstarfa í greininni. Öll fyrirtæki í ferðaþjónustu verða að uppfylla kröfur um samfélagslega ábyrgð sína sem atvinnurekendur. Ferðaþjónustan á ekki að hafa svarta starfsemi innan sinna raða. Framtíðarsýn okkar í VG fyrir ferðamannalandið Ísland er að vel verði haldið utan um náttúruvernd, menningararf, þjóðgarða og önnur friðlýst svæði sem skapa fjölda fólks vinnu við náttúruvernd, endursköpun og viðhald sögu okkar og menningar og rannsóknir og þjónustu. Landsmenn allir í ýmiss konar starfsemi og þjónustustörfum eiga að fá notið arðs af ferðaþjónustu sem býður gestum til náttúru- og menningarupplifunar. Um þetta og fleira snýst ferðamálastefna VG.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar