Bílveikir skólakrakkar hossast um Húnaþing Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. október 2016 07:00 Þorbjörg Ásbjarnardóttir og börn hennar, Arna Ísabella, Alexander Victor og Steinunn Daníela Jóhannesarbörn. mynd/kristín guðjónsdóttir „Krakkarnir verða iðulega ferlega bílveikir,“ segir Þorbjörg Ásbjarnardóttir, móðir þriggja barna í grunnskólanum á Hvammstanga sem þurfa að aka 40 kílómetra hvora leið í og úr skóla á afar slæmum vegi. „Fólk hefur spurt hvort það geti sleppt því að senda börnin í skólann,“ segir Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Hann segir níu börn á vestanverðu Vatnsnesi þurfa að aka langan veg til og frá skóla.Holum á Vatnsnesvegi hefur síst fækkað með gríðarlegum ágangi ferðamanna.Mynd/Stella Guðrún EllertsdóttirÁstand vega í Húnaþingi vestra og þá sérstaklega Vatnsnesvegar var rætt í fræðsluráði sveitarfélagsins á miðvikudaginn. „Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börn sín ekki í skólann þar sem ferðatími hefur lengst mikið og börnin að verða bílveik í því ástandi sem verið hefur undanfarnar vikur,“ segir fræðsluráðið. „Því miður er ekki um undantekningar að ræða heldur virðist ástandið vera viðvarandi.“ Sigurður segir ástand veganna á Vatnsnesi vestanverðu hafa verið svo slæmt að ferðatími barnanna hafi lengst um allt að hálftíma. „Af því að ferðatíminn er að lengjast og bíllinn er að hossast þá verða þau bara meira veik. Ökuhraðinn er oft og tíðum ekki meiri en tíu til tuttugu kílómetrar á klukkustund. Menn vita hvernig það er að fara ofan í tuttugu sentímetra djúpar holur trekk í trekk á þessum ferðahraða,“ segir Sigurður. Í svari sem skólastjórinn fékk frá svæðisstjóra Norðursvæðis Vegagerðarinnar var borið við fjárskorti. „Einu úrræðin sem menn hafa er að senda hefil einstaka sinnum. Það er allt efnið búið í veginum og hefillinn sópar bara yfir. Eins og tíðin er búin að vera þá hoppar þetta bara upp úr holunum strax aftur,“ útskýrir hann. Þorbjörg Ásbjarnardóttir og fjölskylda fluttu á Þorgrímsstaði utarlega á Vatnsnesi fyrir ellefu árum. Hún segir þeim hafa verið vegalengdin í skólann vel ljós. „En ég held að það hafi enginn gert sér grein fyrir því hvað umferðin myndi aukast svakalega,“ segir Þorgerður sem kveður ferðamenn nú streyma út Vatnsnes allt árið um kring með gríðarlegu álagi á malarveginn þar sem þoli alls ekki umferðarþungann og sé nánast ónýtur og einfaldlega stórhættulegur. „Börnin kvarta undan því að vera svo lengi á leiðinni í skólabílnum,“ segir Þorbjörg. Stundum kasti þau upp á leiðinni. „Sum börnin eru svakalega bílveik að þurfa að fara þennan veg. Við sem foreldrar veltum fyrir okkur hvað við getum gert til þess að hlífa börnunum við þessu. Eitthvað verður að gera, þetta er ekki hægt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Krakkarnir verða iðulega ferlega bílveikir,“ segir Þorbjörg Ásbjarnardóttir, móðir þriggja barna í grunnskólanum á Hvammstanga sem þurfa að aka 40 kílómetra hvora leið í og úr skóla á afar slæmum vegi. „Fólk hefur spurt hvort það geti sleppt því að senda börnin í skólann,“ segir Sigurður Þór Ágústsson, skólastjóri Grunnskóla Húnaþings vestra. Hann segir níu börn á vestanverðu Vatnsnesi þurfa að aka langan veg til og frá skóla.Holum á Vatnsnesvegi hefur síst fækkað með gríðarlegum ágangi ferðamanna.Mynd/Stella Guðrún EllertsdóttirÁstand vega í Húnaþingi vestra og þá sérstaklega Vatnsnesvegar var rætt í fræðsluráði sveitarfélagsins á miðvikudaginn. „Foreldrar á Vatnsnesi hafa rætt um að senda börn sín ekki í skólann þar sem ferðatími hefur lengst mikið og börnin að verða bílveik í því ástandi sem verið hefur undanfarnar vikur,“ segir fræðsluráðið. „Því miður er ekki um undantekningar að ræða heldur virðist ástandið vera viðvarandi.“ Sigurður segir ástand veganna á Vatnsnesi vestanverðu hafa verið svo slæmt að ferðatími barnanna hafi lengst um allt að hálftíma. „Af því að ferðatíminn er að lengjast og bíllinn er að hossast þá verða þau bara meira veik. Ökuhraðinn er oft og tíðum ekki meiri en tíu til tuttugu kílómetrar á klukkustund. Menn vita hvernig það er að fara ofan í tuttugu sentímetra djúpar holur trekk í trekk á þessum ferðahraða,“ segir Sigurður. Í svari sem skólastjórinn fékk frá svæðisstjóra Norðursvæðis Vegagerðarinnar var borið við fjárskorti. „Einu úrræðin sem menn hafa er að senda hefil einstaka sinnum. Það er allt efnið búið í veginum og hefillinn sópar bara yfir. Eins og tíðin er búin að vera þá hoppar þetta bara upp úr holunum strax aftur,“ útskýrir hann. Þorbjörg Ásbjarnardóttir og fjölskylda fluttu á Þorgrímsstaði utarlega á Vatnsnesi fyrir ellefu árum. Hún segir þeim hafa verið vegalengdin í skólann vel ljós. „En ég held að það hafi enginn gert sér grein fyrir því hvað umferðin myndi aukast svakalega,“ segir Þorgerður sem kveður ferðamenn nú streyma út Vatnsnes allt árið um kring með gríðarlegu álagi á malarveginn þar sem þoli alls ekki umferðarþungann og sé nánast ónýtur og einfaldlega stórhættulegur. „Börnin kvarta undan því að vera svo lengi á leiðinni í skólabílnum,“ segir Þorbjörg. Stundum kasti þau upp á leiðinni. „Sum börnin eru svakalega bílveik að þurfa að fara þennan veg. Við sem foreldrar veltum fyrir okkur hvað við getum gert til þess að hlífa börnunum við þessu. Eitthvað verður að gera, þetta er ekki hægt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira