Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2016 14:05 Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. vísir/daníel Lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. Mikill niðurskurður hafi leitt til þess að þeir geti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Lögreglumenn í umdæminu funduðu vegna málsins í fyrradag. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, segir að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu. „Það eru greinilega ekki miklir peningar í spilinu þannig að ef það eru frí eða veikindi hjá mönnum þá er ekkert kallað inn menn í staðinn. Það er stundum bara einn á vakt, annað hvort á Blönduósi eða Sauðárkróki fyrir allt umdæmi. Þú tryggir ekkert öryggi í þannig stöðu,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur segir að lögreglumenn eigi erfitt með að bregðast við innan eðlilegs útkallstíma. Það hafi ítrekað gerst að lögreglumenn séu einir á öllu löggæslusvæðinu og hafi ekki aðra lögreglumenn til að leita til. Pétur segir þetta óviðunandi en að fjárhagsstaða embættisins geri það að verkum að ekki sé hægt að kalla fleiri til. „Sem dæmi eru núna fram undan námskeið hjá lögreglumönnum sem haldin eru í Reykjavík. Vegna fjárhagsstöðu embættisins eru menn settir á námskeiðið á þeim tíma sem þeir eiga að vera að vinna svo embættið þurfi ekki að borga yfirvinnu. Þar af leiðandi er látið vanta á vaktirnar,” segir Pétur, en lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa farið fram á að íbúum verði kynnt hvernig staðan er. Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn. Tengdar fréttir Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum 2. september 2016 07:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. Mikill niðurskurður hafi leitt til þess að þeir geti ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Lögreglumenn í umdæminu funduðu vegna málsins í fyrradag. Pétur Björnsson, formaður Lögreglufélags Norðurlands vestra, segir að hvorki sé hægt að tryggja öryggi lögreglumanna né almennings líkt og staðan sé nú. Stundum sé einungis einn lögreglumaður á vakt í öllu umdæminu. „Það eru greinilega ekki miklir peningar í spilinu þannig að ef það eru frí eða veikindi hjá mönnum þá er ekkert kallað inn menn í staðinn. Það er stundum bara einn á vakt, annað hvort á Blönduósi eða Sauðárkróki fyrir allt umdæmi. Þú tryggir ekkert öryggi í þannig stöðu,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur segir að lögreglumenn eigi erfitt með að bregðast við innan eðlilegs útkallstíma. Það hafi ítrekað gerst að lögreglumenn séu einir á öllu löggæslusvæðinu og hafi ekki aðra lögreglumenn til að leita til. Pétur segir þetta óviðunandi en að fjárhagsstaða embættisins geri það að verkum að ekki sé hægt að kalla fleiri til. „Sem dæmi eru núna fram undan námskeið hjá lögreglumönnum sem haldin eru í Reykjavík. Vegna fjárhagsstöðu embættisins eru menn settir á námskeiðið á þeim tíma sem þeir eiga að vera að vinna svo embættið þurfi ekki að borga yfirvinnu. Þar af leiðandi er látið vanta á vaktirnar,” segir Pétur, en lögreglumenn á Norðurlandi vestra hafa farið fram á að íbúum verði kynnt hvernig staðan er. Í ágúst síðastliðnum fór bíll í höfnina á Hvammstanga, með þeim afleiðingum að hálfsextugur maður lést. Lögreglumenn voru þá tvær klukkustundir á staðinn.
Tengdar fréttir Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum 2. september 2016 07:00 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Tók lögreglumenn tvo tíma að komast til drukknandi manns Byggðaráð Húnaþings er afar ósátt við að lögregla hafi verið tvær klukkustundir á staðinn er maður drukknaði í bíl í höfninni á Hvammstanga. Lögreglan var á skotæfingu nærri Sauðárkróki. Húnvetningar áfellast ekki lögreglum 2. september 2016 07:00