Styrktartónleikar handa Stefáni Karli: "Sýnir hversu elskaður hann er“ Sara McMahon skrifar 30. september 2016 10:00 Tónleikar til styrktar leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni og fjölskyldu hans fara fram á mánudag. Stefán Karl greindist nýverið með æxli í brishöfði. Vísir/Valli Þetta er mikið áfall fyrir Stefán Karl og hans fjölskyldu og á margan hátt líka „ökónómískt“ áfall, þess vegna langaði okkur að leggja þeim lið. Og það var eins og við manninn mælt, það vildu allir vera með og við vorum enga stund að fylla dagskrána fyrir kvöldið," segir Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri, um styrktartónleika sem fram fara í Þjóðleikhúsinu á mánudag. Allur ágóði tónleikanna rennur til leikarans Stefáns Karls Stefánssonar og fjölskyldu hans, en Stefán Karl greindist nýverið með æxli í brishöfði. Áætlað er að Stefán Karl fari í flókna aðgerð á þriðjudag þar sem læknar munu reyna að fjarlægja meinið. Dagskrá kvöldsins er glæsileg og á meðal þeirra er munu koma fram eru Stuðmenn, Nýdönsk, Laddi, Valgeir Guðjónsson, Selma Björnsdóttir, Salka Sól, Úlfur Úlfur og Edda Björgvinsdóttir, sem flest hafa starfað með Stefáni Karli.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta sýnir bara hversu elskaður hann er. Þetta er allt fólk sem hefur starfað með honum eða þekkir hann. Laddi er hans mikla fyrirmynd í leiklistinni og hann langaði mikið til að gleðja Stebba og leggja sitt af mörkum. Það var nokkur eftirspurn að heyra mig syngja en því miður var búið að fylla alla dagskrána þegar sú ósk barst inn á borð, sem er mikið högg fyrir mig persónulega," segir Ari. Að hans sögn hefur sala á miðum farið vel af stað og líklegt er að uppselt verði á viðburðinn. "Ég veit ekki hvort Stebbi mæti á tónleikana því hann fer í aðgerðina á þriðjudagsmorgni, en Steina, kona hans, ætlar að reyna að mæta. Ég vil bara fá hann í vinnu aftur sem allra fyrst. Það viljum við öll," segir leikhússtjórinn að lokum. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og hægt er að kaupa miða á heimasíðu Þjóðleikhússins. Þeim er vilja leggja fjölskyldunni lið er bent á söfnunarreikninginn 0301-26-1909 og kennitala 710269-2709. Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira
Þetta er mikið áfall fyrir Stefán Karl og hans fjölskyldu og á margan hátt líka „ökónómískt“ áfall, þess vegna langaði okkur að leggja þeim lið. Og það var eins og við manninn mælt, það vildu allir vera með og við vorum enga stund að fylla dagskrána fyrir kvöldið," segir Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri, um styrktartónleika sem fram fara í Þjóðleikhúsinu á mánudag. Allur ágóði tónleikanna rennur til leikarans Stefáns Karls Stefánssonar og fjölskyldu hans, en Stefán Karl greindist nýverið með æxli í brishöfði. Áætlað er að Stefán Karl fari í flókna aðgerð á þriðjudag þar sem læknar munu reyna að fjarlægja meinið. Dagskrá kvöldsins er glæsileg og á meðal þeirra er munu koma fram eru Stuðmenn, Nýdönsk, Laddi, Valgeir Guðjónsson, Selma Björnsdóttir, Salka Sól, Úlfur Úlfur og Edda Björgvinsdóttir, sem flest hafa starfað með Stefáni Karli.Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta sýnir bara hversu elskaður hann er. Þetta er allt fólk sem hefur starfað með honum eða þekkir hann. Laddi er hans mikla fyrirmynd í leiklistinni og hann langaði mikið til að gleðja Stebba og leggja sitt af mörkum. Það var nokkur eftirspurn að heyra mig syngja en því miður var búið að fylla alla dagskrána þegar sú ósk barst inn á borð, sem er mikið högg fyrir mig persónulega," segir Ari. Að hans sögn hefur sala á miðum farið vel af stað og líklegt er að uppselt verði á viðburðinn. "Ég veit ekki hvort Stebbi mæti á tónleikana því hann fer í aðgerðina á þriðjudagsmorgni, en Steina, kona hans, ætlar að reyna að mæta. Ég vil bara fá hann í vinnu aftur sem allra fyrst. Það viljum við öll," segir leikhússtjórinn að lokum. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30 og hægt er að kaupa miða á heimasíðu Þjóðleikhússins. Þeim er vilja leggja fjölskyldunni lið er bent á söfnunarreikninginn 0301-26-1909 og kennitala 710269-2709.
Tengdar fréttir Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira
Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52