Mínir innstu sálarstrengir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2016 10:30 Sigurður Helgi og Unnur Helga frumflytja í kvöld lög sem samin eru við ljóð þjóðskálda. „Þetta er frumraun mín sem tónskáld á opinberum vettvangi,“ segir Sigurður Helgi Oddsson um tónleika sína og Unnar Helgu Möller sópransöngkonu í Hannesarholti við Grundarstíg 10 í kvöld. Þar frumflytja þau einsöngslög eftir Sigurð Helga við ljóð Hannesar Péturssonar, Erlu og fleiri íslensk ljóðskáld. Tónskáldið verður á píanóinu. Sigurður Helgi er hálfur Húnvetningur og hálfur Akureyringur en býr nú í Reykjavík og starfar við undirleik, kórstjórn og kennslu, auk tónsmíðanna. „Ég tel mig hafa erft músíkina frá ömmu á Hvammstanga og hennar fjölskyldu,“ segir Sigurður Helgi sem, eftir nám við tónlistarskóla Akureyrar, hélt út til Boston að læra píanóleik, hljómsveitarstjórn og kvikmyndatónsmíðar. Í sköpuninni kveðst hann sækja í heimspekilegar hugmyndir um lífið og tilveruna, veruleikann og listina, sálina, sjálfið og alheiminn. „Tónlistin er mjög persónuleg og þetta er í fyrsta skipti sem fólk fær að kynnast mínum innstu sálarstrengjum,“ segir hann. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20. Þeir verða endurteknir í Akureyrarkirkju á laugardaginn. „Unnur Helga er Akureyringur og Akureyri er minn annar heimastaður. Því vildum við drífa okkur norður sem fyrst,“ segir Sigurður Helgi til skýringar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. september 2016. Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er frumraun mín sem tónskáld á opinberum vettvangi,“ segir Sigurður Helgi Oddsson um tónleika sína og Unnar Helgu Möller sópransöngkonu í Hannesarholti við Grundarstíg 10 í kvöld. Þar frumflytja þau einsöngslög eftir Sigurð Helga við ljóð Hannesar Péturssonar, Erlu og fleiri íslensk ljóðskáld. Tónskáldið verður á píanóinu. Sigurður Helgi er hálfur Húnvetningur og hálfur Akureyringur en býr nú í Reykjavík og starfar við undirleik, kórstjórn og kennslu, auk tónsmíðanna. „Ég tel mig hafa erft músíkina frá ömmu á Hvammstanga og hennar fjölskyldu,“ segir Sigurður Helgi sem, eftir nám við tónlistarskóla Akureyrar, hélt út til Boston að læra píanóleik, hljómsveitarstjórn og kvikmyndatónsmíðar. Í sköpuninni kveðst hann sækja í heimspekilegar hugmyndir um lífið og tilveruna, veruleikann og listina, sálina, sjálfið og alheiminn. „Tónlistin er mjög persónuleg og þetta er í fyrsta skipti sem fólk fær að kynnast mínum innstu sálarstrengjum,“ segir hann. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20. Þeir verða endurteknir í Akureyrarkirkju á laugardaginn. „Unnur Helga er Akureyringur og Akureyri er minn annar heimastaður. Því vildum við drífa okkur norður sem fyrst,“ segir Sigurður Helgi til skýringar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. september 2016.
Menning Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira