Björt vill ekki að sitja undir kjaftæði miðaldra kalla Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2016 11:28 Björt vildi ekki sitja undir kjaftæði hins miðaldra kalls sem birtist henni í líki Jóns Gunnarssonar í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Björt Ólafsdóttir lét Jón Gunnarsson heldur betur heyra það í morgun, þegar hann lét það eftir sér að segja hana ekki hafa kynnt sér málin nægjanlega vel. Hún sagðist ekki nenna slíku kjaftæði frá miðaldra kalli. Björt, sem þingmaður Bjartrar framtíðar og Jón, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í Morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í morgun og ræddu þar rammaáætlun. Bæði sitja þau í atvinnuveganefnd þar sem Jón fer með formennsku. Þau greinir meðal annars á um hvort samþykkja beri nýtingarflokk rammaáætlunar fyrir þinglok. Sá er vilji Jóns en hann teygði sig heldur langt að mati Bjartar þegar hann sagði að það hlyti að vera svo, í svo mikilvægum málum sem rammaáætlun er, að fólk kynnti sér málin. „Það þarf að kynna sér þetta betur en þessi málflutningur ber með sér að hafi verið gert. Það er bara því miður þannig.“ Þessi ummæli fóru mjög fyrir brjóst Bjartar sem lét Jón hafa það óþvegið í beinni útsendingu. „Ég nenni ekki að sitja undir þessu. Ég nenni ekki enn eina ferðina að hér sé miðaldra karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu gjöra svo vel kynna þér aðeins málið betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði. Ég er búin að sitja með þér í atvinnuveganefnd í þrjú ár og Jón getur ekki sagt að við hjá Bjartri framtíð, og ég í þeirri nefnd, sé ekki sanngjörn í því mati að meta þessa hluti,“ sagði Björt og hélt því fram að munurinn sé einfaldlega sá að Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn séu með ólíka stefnu í þessum málum. „Það er það sem þetta snýst um. Við viljum ekki fleiri stóriðjur. Við viljum ekki að Landsvirkjun sé að festa fleiri orkusamninga fyrir lágt verð.“ Jón lét ekki slá sig út af laginu, þegar spyrill greip inní og spurði hvort það þyrfti að setja mál fram með þeim hætti að annar aðilinn hafi ekki kynnt sér málin. Hvort hann væri ekki að tala niður til Bjartar? Jón taldi ekki svo vera og sagðist standa við orð sín. „Vegna þess að þetta er þannig.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15 Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18 Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Jón Gunnarsson telur ástæðu til að fresta ákvörðun um verndarflokk og biðflokk í þriðja áfanga rammaáætlunar. Hann vill samþykkja nýtingarflokkinn úr atvinnuveganefnd til að hægt sé að virkja sem fyrst. Minnihlutinn telur þetta óá 22. september 2016 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Björt Ólafsdóttir lét Jón Gunnarsson heldur betur heyra það í morgun, þegar hann lét það eftir sér að segja hana ekki hafa kynnt sér málin nægjanlega vel. Hún sagðist ekki nenna slíku kjaftæði frá miðaldra kalli. Björt, sem þingmaður Bjartrar framtíðar og Jón, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, voru gestir í Morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í morgun og ræddu þar rammaáætlun. Bæði sitja þau í atvinnuveganefnd þar sem Jón fer með formennsku. Þau greinir meðal annars á um hvort samþykkja beri nýtingarflokk rammaáætlunar fyrir þinglok. Sá er vilji Jóns en hann teygði sig heldur langt að mati Bjartar þegar hann sagði að það hlyti að vera svo, í svo mikilvægum málum sem rammaáætlun er, að fólk kynnti sér málin. „Það þarf að kynna sér þetta betur en þessi málflutningur ber með sér að hafi verið gert. Það er bara því miður þannig.“ Þessi ummæli fóru mjög fyrir brjóst Bjartar sem lét Jón hafa það óþvegið í beinni útsendingu. „Ég nenni ekki að sitja undir þessu. Ég nenni ekki enn eina ferðina að hér sé miðaldra karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu gjöra svo vel kynna þér aðeins málið betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði. Ég er búin að sitja með þér í atvinnuveganefnd í þrjú ár og Jón getur ekki sagt að við hjá Bjartri framtíð, og ég í þeirri nefnd, sé ekki sanngjörn í því mati að meta þessa hluti,“ sagði Björt og hélt því fram að munurinn sé einfaldlega sá að Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkurinn séu með ólíka stefnu í þessum málum. „Það er það sem þetta snýst um. Við viljum ekki fleiri stóriðjur. Við viljum ekki að Landsvirkjun sé að festa fleiri orkusamninga fyrir lágt verð.“ Jón lét ekki slá sig út af laginu, þegar spyrill greip inní og spurði hvort það þyrfti að setja mál fram með þeim hætti að annar aðilinn hafi ekki kynnt sér málin. Hvort hann væri ekki að tala niður til Bjartar? Jón taldi ekki svo vera og sagðist standa við orð sín. „Vegna þess að þetta er þannig.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15 Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18 Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Jón Gunnarsson telur ástæðu til að fresta ákvörðun um verndarflokk og biðflokk í þriðja áfanga rammaáætlunar. Hann vill samþykkja nýtingarflokkinn úr atvinnuveganefnd til að hægt sé að virkja sem fyrst. Minnihlutinn telur þetta óá 22. september 2016 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að bíða fram yfir kosningar með að heimila lagningu raflína frá Þeistareykjum og Kröflu til Bakka. 21. september 2016 20:15
Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18
Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Jón Gunnarsson telur ástæðu til að fresta ákvörðun um verndarflokk og biðflokk í þriðja áfanga rammaáætlunar. Hann vill samþykkja nýtingarflokkinn úr atvinnuveganefnd til að hægt sé að virkja sem fyrst. Minnihlutinn telur þetta óá 22. september 2016 07:00