Kjósum gott líf Guðrún Hagsteinsdóttir skrifar 26. september 2016 07:00 Öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst að miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Þegar kosið er til Alþingis er því í reynd verið að kjósa um samkeppnishæfni sem er forsenda góðs lífs hjá öllum landsmönnum. Í aðdraganda þingkosninga sem verða í október vilja Samtök iðnaðarins leggja sitt af mörkum til umræðunnar. 1.400 fyrirtæki og sjálfstæðir atvinnurekendur mynda SI og eru þar af leiðandi stærstu samtök atvinnurekenda á Íslandi. Samtökin vinna að því að efla íslenskan iðnað og samkeppnishæfni hans. Það er mikilvægt að frambjóðendur allra flokka taki tillit til helstu málefna atvinnulífsins til að bæta samkeppnishæfni Íslands. Því viljum við að frambjóðendur setji okkar málefni á oddinn þegar þeir sannfæra kjósendur um að setja X á réttan stað. Samtök iðnaðarins ætla að leggja fram sex málefni sem skipta atvinnulífið og þar með fólkið í landinu miklu máli. Þessi málefni snúa að efnahagslegum stöðugleika sem er nauðsynlegur sjálfbærum vexti, húsnæði sem er grunnþörf bæði yngri og eldri kynslóða, menntun sem er forsenda bættra lífskjara og aukinnar framleiðni, samgöngum og innviðum sem eru lífæð heilbrigðs samfélags, orku og umhverfi en fjölbreyttur iðnaður vill starfa í sátt við umhverfið og nýsköpun sem er drifkraftur verðmætasköpunar og gjaldeyristekna. Öll þessi málefni leggjum við inn í umræðuna á næstunni. Þegar ungt fólk velur sér menntun eða starf viljum við að Ísland bjóði upp á bestu kostina. Það skiptir máli fyrir samfélagið að það takist að halda í unga fólkið okkar á sama tíma og hugað er að þörfum eldri kynslóðanna. Til þess að svo megi verða þurfa stjórnvöld að hafa skýra framtíðarsýn og áræðni til að taka ákvarðanir sem leiða til árangurs. Það eru margar áskoranir sem bíða nýrrar ríkisstjórnar og því mikilvægt að forgangsraða með það að markmiði að á Íslandi sé boðið upp á gott líf. Við viljum eiga gott samstarf við stjórnvöld að kosningum loknum og væntum þess að þau séu reiðubúin að hlusta. Mestu máli skiptir að ákvarðanir nýrra stjórnvalda leiði til framfara á Íslandi bæði fyrir fólk og fyrirtæki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Öflugt, fjölbreytt og samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda góðra lífskjara hér á landi. Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar ræðst að miklu leyti af þeirri umgjörð sem stjórnvöld á hverjum tíma skapa. Þegar kosið er til Alþingis er því í reynd verið að kjósa um samkeppnishæfni sem er forsenda góðs lífs hjá öllum landsmönnum. Í aðdraganda þingkosninga sem verða í október vilja Samtök iðnaðarins leggja sitt af mörkum til umræðunnar. 1.400 fyrirtæki og sjálfstæðir atvinnurekendur mynda SI og eru þar af leiðandi stærstu samtök atvinnurekenda á Íslandi. Samtökin vinna að því að efla íslenskan iðnað og samkeppnishæfni hans. Það er mikilvægt að frambjóðendur allra flokka taki tillit til helstu málefna atvinnulífsins til að bæta samkeppnishæfni Íslands. Því viljum við að frambjóðendur setji okkar málefni á oddinn þegar þeir sannfæra kjósendur um að setja X á réttan stað. Samtök iðnaðarins ætla að leggja fram sex málefni sem skipta atvinnulífið og þar með fólkið í landinu miklu máli. Þessi málefni snúa að efnahagslegum stöðugleika sem er nauðsynlegur sjálfbærum vexti, húsnæði sem er grunnþörf bæði yngri og eldri kynslóða, menntun sem er forsenda bættra lífskjara og aukinnar framleiðni, samgöngum og innviðum sem eru lífæð heilbrigðs samfélags, orku og umhverfi en fjölbreyttur iðnaður vill starfa í sátt við umhverfið og nýsköpun sem er drifkraftur verðmætasköpunar og gjaldeyristekna. Öll þessi málefni leggjum við inn í umræðuna á næstunni. Þegar ungt fólk velur sér menntun eða starf viljum við að Ísland bjóði upp á bestu kostina. Það skiptir máli fyrir samfélagið að það takist að halda í unga fólkið okkar á sama tíma og hugað er að þörfum eldri kynslóðanna. Til þess að svo megi verða þurfa stjórnvöld að hafa skýra framtíðarsýn og áræðni til að taka ákvarðanir sem leiða til árangurs. Það eru margar áskoranir sem bíða nýrrar ríkisstjórnar og því mikilvægt að forgangsraða með það að markmiði að á Íslandi sé boðið upp á gott líf. Við viljum eiga gott samstarf við stjórnvöld að kosningum loknum og væntum þess að þau séu reiðubúin að hlusta. Mestu máli skiptir að ákvarðanir nýrra stjórnvalda leiði til framfara á Íslandi bæði fyrir fólk og fyrirtæki.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun