Hlakka til að mæta á æfingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2016 06:00 Elías Már hefur fundið sig vel hjá IFK Gautaborg. vísir/afp Elías Már Ómarsson hefur nýtt tímann vel í Svíþjóð frá því að hann var lánaður til IFK Gautaborgar frá Vålerenga í Noregi í byrjun ágústmánaðar. Elías Már hefur komið við sögu í sjö leikjum, verið byrjunarliðsmaður í sex þeirra og skorað í fjórum þeirra – þar af í síðustu þremur leikjum í röð. Það er greinilegt að honum líður vel á nýjum stað eftir að hafa verið í aukahlutverki með liði sínu í Noregi, sem hann er enn samningsbundinn og verður áfram til loka árs 2017. Þessi 21 árs Keflvíkingur gekk í raðir Vålerenga í ársbyrjun 2015. Fyrsta tímabilið gekk upp og ofan en Elías Már þurfti að bíða lengi eftir að fá tækifæri. Í fyrstu tólf umferðunum fékk hann að spila í samtals 34 mínútur. „Ég fékk svo tækifæri í leik gegn Molde og átti ágætan leik. Svo var ég aftur settur á bekkinn í næsta leik en kom svo aftur inn og skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum,“ rifjar Elías Már upp í samtali við Fréttablaðið en eftir það spilaði hann reglulega, þó ýmist sem byrjunarliðsmaður eða varamaður. Lítið betra tók við á tímabilinu sem hófst í vor. Í fyrstu átján umferðunum fékk Elías Már fimm byrjunarliðsleiki. Þegar upp var staðið yfir þessi tvö tímabil hafði hann komið við sögu í 28 leikjum, þar af þrettán sem byrjunarliðsmaður og einungis þrívegis spilaði hann allar 90 mínúturnar. Elías Már hefur nú þegar bætt þann árangur á nokkrum vikum í Svíþjóð enda spilað hverja einustu mínútu í síðustu fjórum leikjum Gautaborgar. Það mátti heyra á Elíasi Má að hann tók því fegins hendi að fá tækifæri annars staðar, þegar IFK Gautaborg lýsti yfir áhuga sínum.Allt verður auðveldara „Mér fannst ég eiga góða leiki með Vålerenga þegar ég fékk að spila en síðan virtist þjálfarinn einfaldlega ekki vilja nota mig,“ segir Elías Már sem játar því að honum sé létt að finna fyrir trausti þjálfara síns í Svíþjóð. „Það gerir allt auðveldara. Maður finnur fyrir meira sjálfstrausti og maður hefur meiri ánægju af því að spila fótbolta. Ég finn aftur fyrir tilhlökkun fyrir æfingar og leiki sem gerist ósjálfrátt þegar manni gengur vel,“ segir Elías Már enn fremur.Vill í Evrópukeppni Sex umferðir eru eftir af tímabilinu í Svíþjóð. Gautaborg hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum og eru í fjórða sæti, fimm stigum á eftir AIK sem er í þriðja sætinu – því síðasta sem veitir þátttökurétt í Evrópukeppni. Elías Már er ánægður með að skora mörk en segir að það séu önnur mikilvægari markmið sem liðið hafi. „Liðið ætlar sér að komast í Evrópukeppni og ég vil hjálpa liðinu til að ná því. Ég hef fundið fyrir mikilli og sterkri liðsheild hér og liðið er eins og ein stór fjölskylda. Það hafa allir verið mjög almennilegir og viljugir að hjálpa hverjir öðrum,“ segir Elías Már. „Það er mikil gleði og samheldni í hópnum og maður finnur það ekki bara á strákunum í hópnum, heldur þjálfaranum og öllum starfsmönnum félagsins.“Pæli bara í fótboltanum Óvíst er hvað tekur við þegar lánssamningurinn við IFK Gautaborg rennur út um áramótin. „Miðað við stöðuna eins og hún er núna þá myndi ég skoða það vandlega að vera hér áfram, stæði það til boða. En ég er ekkert að velta því fyrir mér. Ég vil frekar pæla í fótboltanum og gera enn betri hluti en hingað til. Það er mikilvægast.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Elías Már Ómarsson hefur nýtt tímann vel í Svíþjóð frá því að hann var lánaður til IFK Gautaborgar frá Vålerenga í Noregi í byrjun ágústmánaðar. Elías Már hefur komið við sögu í sjö leikjum, verið byrjunarliðsmaður í sex þeirra og skorað í fjórum þeirra – þar af í síðustu þremur leikjum í röð. Það er greinilegt að honum líður vel á nýjum stað eftir að hafa verið í aukahlutverki með liði sínu í Noregi, sem hann er enn samningsbundinn og verður áfram til loka árs 2017. Þessi 21 árs Keflvíkingur gekk í raðir Vålerenga í ársbyrjun 2015. Fyrsta tímabilið gekk upp og ofan en Elías Már þurfti að bíða lengi eftir að fá tækifæri. Í fyrstu tólf umferðunum fékk hann að spila í samtals 34 mínútur. „Ég fékk svo tækifæri í leik gegn Molde og átti ágætan leik. Svo var ég aftur settur á bekkinn í næsta leik en kom svo aftur inn og skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum,“ rifjar Elías Már upp í samtali við Fréttablaðið en eftir það spilaði hann reglulega, þó ýmist sem byrjunarliðsmaður eða varamaður. Lítið betra tók við á tímabilinu sem hófst í vor. Í fyrstu átján umferðunum fékk Elías Már fimm byrjunarliðsleiki. Þegar upp var staðið yfir þessi tvö tímabil hafði hann komið við sögu í 28 leikjum, þar af þrettán sem byrjunarliðsmaður og einungis þrívegis spilaði hann allar 90 mínúturnar. Elías Már hefur nú þegar bætt þann árangur á nokkrum vikum í Svíþjóð enda spilað hverja einustu mínútu í síðustu fjórum leikjum Gautaborgar. Það mátti heyra á Elíasi Má að hann tók því fegins hendi að fá tækifæri annars staðar, þegar IFK Gautaborg lýsti yfir áhuga sínum.Allt verður auðveldara „Mér fannst ég eiga góða leiki með Vålerenga þegar ég fékk að spila en síðan virtist þjálfarinn einfaldlega ekki vilja nota mig,“ segir Elías Már sem játar því að honum sé létt að finna fyrir trausti þjálfara síns í Svíþjóð. „Það gerir allt auðveldara. Maður finnur fyrir meira sjálfstrausti og maður hefur meiri ánægju af því að spila fótbolta. Ég finn aftur fyrir tilhlökkun fyrir æfingar og leiki sem gerist ósjálfrátt þegar manni gengur vel,“ segir Elías Már enn fremur.Vill í Evrópukeppni Sex umferðir eru eftir af tímabilinu í Svíþjóð. Gautaborg hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum og eru í fjórða sæti, fimm stigum á eftir AIK sem er í þriðja sætinu – því síðasta sem veitir þátttökurétt í Evrópukeppni. Elías Már er ánægður með að skora mörk en segir að það séu önnur mikilvægari markmið sem liðið hafi. „Liðið ætlar sér að komast í Evrópukeppni og ég vil hjálpa liðinu til að ná því. Ég hef fundið fyrir mikilli og sterkri liðsheild hér og liðið er eins og ein stór fjölskylda. Það hafa allir verið mjög almennilegir og viljugir að hjálpa hverjir öðrum,“ segir Elías Már. „Það er mikil gleði og samheldni í hópnum og maður finnur það ekki bara á strákunum í hópnum, heldur þjálfaranum og öllum starfsmönnum félagsins.“Pæli bara í fótboltanum Óvíst er hvað tekur við þegar lánssamningurinn við IFK Gautaborg rennur út um áramótin. „Miðað við stöðuna eins og hún er núna þá myndi ég skoða það vandlega að vera hér áfram, stæði það til boða. En ég er ekkert að velta því fyrir mér. Ég vil frekar pæla í fótboltanum og gera enn betri hluti en hingað til. Það er mikilvægast.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira