Úr gríninu í alvöruna Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 29. september 2016 09:30 Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir fer með hlutverk í spennumyndinni Grimmd. Hér er hún ásamt Margréti Vilhjálmsdóttur. Vísir/GVA „Það var virkilega skemmtileg tilbreyting að leika eina persónu og geta einbeitt mér algjörlega að henni, samanborið við hlutverk mín í Þær tvær þar sem við bregðum okkur í hlutverk fimm karaktera á einum tökudegi,“ útskýrir leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir þegar hún er spurð út í hlutverk sitt í spennumyndinni Grimmd eftir Anton Sigurðsson. Flestir þekkja Júlíönu úr grínþáttunum Þær tvær sem sýndir eru á Stöð 2, en þar bregður Júlíana sér í fjölda gamanhlutverka ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. „Fjölbreytnin er það sem drífur mig áfram í leiklistinni. Það var mjög gaman að mæta á sett í allt aðra stemningu en ég er vön, þar sem grín og glens er allsráðandi. Þarna þurfti ég frekar að kúpla mig niður. Í rauninni er það þannig að þegar alvara málsins er jafn mikil og í Grimmd, þá detta allir sjálfkrafa í alvarlegri gír til að koma sögunni sem best til skila,“ segir Júlíana. Grimmd er íslensk spennumynd sem segir frá hvarfi tveggja ungra stúlkna af leikvelli í Árbænum. Stúlkurnar finnast síðan látnar í Heiðmörk og hefst þá viðamikil rannsókn á málinu. Myndin fléttar saman nokkra söguþræði þegar hræðileg málsatvik koma upp á yfirborðið.Flestir þekkja Júlíönu úr grínþáttunum Þær tvær sem sýndir eru á Stöð 2. fréttablaðið/gva„Ég leik Karítas, metnaðarfulla rannsóknarlögreglukonu, sem þráir ekkert heitar en að leysa mál stúlknanna. Það dugir henni ekki að finna bara sökudólginn, heldur vill hún vita ástæðuna að baki verknaðinum.“ Júlíana segir að auðvelt hafi verið að samsama sig karakternum. „Karítas lítur upp til samstarfskonu sinnar, Eddu, sem er algjör reynslubolti í faginu. Edda er leikin af Margréti Vilhjálmsdóttur og þar sem ég lít mikið upp til Möggu í leiklistinni var þetta lítið mál,“ segir hún og bætir við: „Ég var alltaf full tilhlökkunar að mæta í vinnuna.“ Næg verkefni eru fram undan hjá Júlíönu en hún er að vinna í eigin verkefnum ásamt því að vera ólétt að sínu öðru barni sem væntanlegt er í heiminn í mars. „Það er mikil hugmyndavinna í gangi þessa dagana. Svo eru alltaf spennandi verkefni í pokahorninu. Einnig eru árshátíðir og jólahlaðborð að fara að skella á þannig að það er nóg um að vera í veislustjórnun næstu mánuði. Svo er ég ófrísk að mínu öðru barni sem þýðir að það eru spennandi og skemmtilegir tímar fram undan,“ segir hún að lokum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. september. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Það var virkilega skemmtileg tilbreyting að leika eina persónu og geta einbeitt mér algjörlega að henni, samanborið við hlutverk mín í Þær tvær þar sem við bregðum okkur í hlutverk fimm karaktera á einum tökudegi,“ útskýrir leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir þegar hún er spurð út í hlutverk sitt í spennumyndinni Grimmd eftir Anton Sigurðsson. Flestir þekkja Júlíönu úr grínþáttunum Þær tvær sem sýndir eru á Stöð 2, en þar bregður Júlíana sér í fjölda gamanhlutverka ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. „Fjölbreytnin er það sem drífur mig áfram í leiklistinni. Það var mjög gaman að mæta á sett í allt aðra stemningu en ég er vön, þar sem grín og glens er allsráðandi. Þarna þurfti ég frekar að kúpla mig niður. Í rauninni er það þannig að þegar alvara málsins er jafn mikil og í Grimmd, þá detta allir sjálfkrafa í alvarlegri gír til að koma sögunni sem best til skila,“ segir Júlíana. Grimmd er íslensk spennumynd sem segir frá hvarfi tveggja ungra stúlkna af leikvelli í Árbænum. Stúlkurnar finnast síðan látnar í Heiðmörk og hefst þá viðamikil rannsókn á málinu. Myndin fléttar saman nokkra söguþræði þegar hræðileg málsatvik koma upp á yfirborðið.Flestir þekkja Júlíönu úr grínþáttunum Þær tvær sem sýndir eru á Stöð 2. fréttablaðið/gva„Ég leik Karítas, metnaðarfulla rannsóknarlögreglukonu, sem þráir ekkert heitar en að leysa mál stúlknanna. Það dugir henni ekki að finna bara sökudólginn, heldur vill hún vita ástæðuna að baki verknaðinum.“ Júlíana segir að auðvelt hafi verið að samsama sig karakternum. „Karítas lítur upp til samstarfskonu sinnar, Eddu, sem er algjör reynslubolti í faginu. Edda er leikin af Margréti Vilhjálmsdóttur og þar sem ég lít mikið upp til Möggu í leiklistinni var þetta lítið mál,“ segir hún og bætir við: „Ég var alltaf full tilhlökkunar að mæta í vinnuna.“ Næg verkefni eru fram undan hjá Júlíönu en hún er að vinna í eigin verkefnum ásamt því að vera ólétt að sínu öðru barni sem væntanlegt er í heiminn í mars. „Það er mikil hugmyndavinna í gangi þessa dagana. Svo eru alltaf spennandi verkefni í pokahorninu. Einnig eru árshátíðir og jólahlaðborð að fara að skella á þannig að það er nóg um að vera í veislustjórnun næstu mánuði. Svo er ég ófrísk að mínu öðru barni sem þýðir að það eru spennandi og skemmtilegir tímar fram undan,“ segir hún að lokum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. september.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira