Brothætt byggð? Starri Reynisson skrifar 29. september 2016 00:00 Brothætt byggð? Hendum bara niður álveri!“ hefur verið byggðastefna (ef byggðastefnu má kalla) allra flokka sem setið hafa í ríkisstjórn síðustu áratugi (já, líka VG). Þessi stóriðjustefna hefur engu skilað nema ótal láglaunastörfum og einsleitu atvinnulífi hringinn í kringum landið. Hún kostar líka gífurlega fjármuni. Landsvirkjun skuldsetur sig upp fyrir haus til þess að byggja virkjanir sem sjá stóriðjunni fyrir rafmagni langt undir markaðsverði og ofan á það fá stóriðjufyrirtækin miklar skattaívilnanir. Svo skila þau sáralitlum gróða til íslensks samfélags, hvort sem er ríkissjóðs eða sveitarfélaga. Rökstuðningurinn fyrir þessu er svo að það sé mikilvægt að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og að stóriðja sé forsenda allrar uppbyggingar á landsbyggðinni. Þeir stjórnmálamenn sem tala hvað mest og hvað hæst um mikilvægi fjölbreytts atvinnulífs virðast sjálfir almennt ekki botna neitt í merkingu þessara orða. Þegar þeir tala um fjölbreytt atvinnulíf eru þeir yfirleitt að meina að það þurfi að vera störf bæði í sjávarútvegi og stóriðju í boði. Það er náttúrlega nauðsynlegt að fólk geti valið á milli og ef bara annar af þessum kostum væri í boði væri atvinnulífið augljóslega allt of einsleitt. Þetta er vægast sagt ofureinföldun og margt sem bendir til þess að þeir séu hreinlega að nota orðið fjölbreytni sem einhvers konar fallegt forskeyti, skraut til þess að breiða yfir stefnuleysi í atvinnuuppbyggingu og byggðamálum. Sannleikurinn er sá að þetta er miklu flóknara og yfirgripsmeira. Uppbygging í tveimur atvinnugreinum, hvaða atvinnugreinar sem það eru, getur ekki talist fjölbreytni. Fjölbreytt atvinnulíf þarfnast hálaunastarfa, láglaunastarfa, starfa fyrir menntað fólk, starfa fyrir ómenntað fólk og allt þar á milli. Fjölbreytt atvinnulíf þarf nýsköpun, listgreinar, sjávarútveg, landbúnað, verslunarrekstur, hreingerningastafsemi, heilbrigðisstarfsemi og helling af alls konar öðru. Fjölbreytni er nefnilega fleira en bara tvennt, fjölbreytni er fullt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Starri Reynisson Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
Brothætt byggð? Hendum bara niður álveri!“ hefur verið byggðastefna (ef byggðastefnu má kalla) allra flokka sem setið hafa í ríkisstjórn síðustu áratugi (já, líka VG). Þessi stóriðjustefna hefur engu skilað nema ótal láglaunastörfum og einsleitu atvinnulífi hringinn í kringum landið. Hún kostar líka gífurlega fjármuni. Landsvirkjun skuldsetur sig upp fyrir haus til þess að byggja virkjanir sem sjá stóriðjunni fyrir rafmagni langt undir markaðsverði og ofan á það fá stóriðjufyrirtækin miklar skattaívilnanir. Svo skila þau sáralitlum gróða til íslensks samfélags, hvort sem er ríkissjóðs eða sveitarfélaga. Rökstuðningurinn fyrir þessu er svo að það sé mikilvægt að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og að stóriðja sé forsenda allrar uppbyggingar á landsbyggðinni. Þeir stjórnmálamenn sem tala hvað mest og hvað hæst um mikilvægi fjölbreytts atvinnulífs virðast sjálfir almennt ekki botna neitt í merkingu þessara orða. Þegar þeir tala um fjölbreytt atvinnulíf eru þeir yfirleitt að meina að það þurfi að vera störf bæði í sjávarútvegi og stóriðju í boði. Það er náttúrlega nauðsynlegt að fólk geti valið á milli og ef bara annar af þessum kostum væri í boði væri atvinnulífið augljóslega allt of einsleitt. Þetta er vægast sagt ofureinföldun og margt sem bendir til þess að þeir séu hreinlega að nota orðið fjölbreytni sem einhvers konar fallegt forskeyti, skraut til þess að breiða yfir stefnuleysi í atvinnuuppbyggingu og byggðamálum. Sannleikurinn er sá að þetta er miklu flóknara og yfirgripsmeira. Uppbygging í tveimur atvinnugreinum, hvaða atvinnugreinar sem það eru, getur ekki talist fjölbreytni. Fjölbreytt atvinnulíf þarfnast hálaunastarfa, láglaunastarfa, starfa fyrir menntað fólk, starfa fyrir ómenntað fólk og allt þar á milli. Fjölbreytt atvinnulíf þarf nýsköpun, listgreinar, sjávarútveg, landbúnað, verslunarrekstur, hreingerningastafsemi, heilbrigðisstarfsemi og helling af alls konar öðru. Fjölbreytni er nefnilega fleira en bara tvennt, fjölbreytni er fullt.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun