Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. september 2016 07:00 Miklar skemmdir urðu á landi í Skaftárhlaupi í fyrra. Vísir/Vilhelm Sá möguleiki er fyrir hendi að sverðið, sem fannst í vikunni á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása í Skaftárhreppi, hafi þar til í fyrra legið grafið í jörðu á öðrum stað ofar við ánna. Líkt og menn muna glöggt varð hlaup í Skaftá í fyrra sem var langstærsta Skaftárhlaup í manna minnum. Hlaupið var ríflega þrefalt stærra en menn hafa vanist í gegnum tíðina og reif með sér mikinn jarðveg úr árbökkum. Stundum var um að ræða stórar jarðvegstorfur sem losnuðu frá í heilu lagi og flutu með vatnsflaumnum. „Nokkuð ofan við fundarstaðinn var, þar til í fyrra, nes út í ána þar sem var að finna gamlar tóftir og fornminjar,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, við Fréttablaðið. „Í hlaupinu hvarf umrætt nes. Það gæti vel verið að leifar þess hafi endað á þessum stað, ágangur vatnsins hafi haldið áfram og sverðið komið í ljós.“ Nesið, sem áin svarf á brott, var um hálfur hektari á stærð en tóftirnar þar höfðu aldrei verið skráðar eða kannaðar sérstaklega. Því er ekki vitað hvort þar var á ferðinni gamalt bæjarstæði, sel eða kuml. Minjaverðir með sverðið sem talið er vera frá 10. öld. Fréttablaðið/Ernir „Þetta sýnir manni mikilvægi þess að skrá fornleifar. Það er blóðugt núna að þetta hafi ekki verið kannað,“ segir Uggi. Hvort sem vangaveltur Ugga reynast á rökum reistar eður ei er ljóst að Skaftárhlaup hafa sett mark sitt á þennan fornleifafund. Minniháttar hlaup hófst í ánni í fyrradag og svæðið, þar sem sverðið fannst, er nú undir vatni. Hefði sverðið ekki fundist í vikunni væri alls kostar óvíst að það hefði nokkurn tíma gerst. „Við náðum að grafa þarna aðeins inn í bakkann og niður áður en hlaupið kom,“ segir Uggi. Stefnt er að því að fara aftur á staðinn þegar hlaupinu slotar og kanna aðstæður. „Við búumst síður við því að neitt komi í ljós. Það var algjört lán að þetta sverð kom í ljós en allir aðrir munir eru bara bónus.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Fornminjar Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Sá möguleiki er fyrir hendi að sverðið, sem fannst í vikunni á víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása í Skaftárhreppi, hafi þar til í fyrra legið grafið í jörðu á öðrum stað ofar við ánna. Líkt og menn muna glöggt varð hlaup í Skaftá í fyrra sem var langstærsta Skaftárhlaup í manna minnum. Hlaupið var ríflega þrefalt stærra en menn hafa vanist í gegnum tíðina og reif með sér mikinn jarðveg úr árbökkum. Stundum var um að ræða stórar jarðvegstorfur sem losnuðu frá í heilu lagi og flutu með vatnsflaumnum. „Nokkuð ofan við fundarstaðinn var, þar til í fyrra, nes út í ána þar sem var að finna gamlar tóftir og fornminjar,“ segir Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, við Fréttablaðið. „Í hlaupinu hvarf umrætt nes. Það gæti vel verið að leifar þess hafi endað á þessum stað, ágangur vatnsins hafi haldið áfram og sverðið komið í ljós.“ Nesið, sem áin svarf á brott, var um hálfur hektari á stærð en tóftirnar þar höfðu aldrei verið skráðar eða kannaðar sérstaklega. Því er ekki vitað hvort þar var á ferðinni gamalt bæjarstæði, sel eða kuml. Minjaverðir með sverðið sem talið er vera frá 10. öld. Fréttablaðið/Ernir „Þetta sýnir manni mikilvægi þess að skrá fornleifar. Það er blóðugt núna að þetta hafi ekki verið kannað,“ segir Uggi. Hvort sem vangaveltur Ugga reynast á rökum reistar eður ei er ljóst að Skaftárhlaup hafa sett mark sitt á þennan fornleifafund. Minniháttar hlaup hófst í ánni í fyrradag og svæðið, þar sem sverðið fannst, er nú undir vatni. Hefði sverðið ekki fundist í vikunni væri alls kostar óvíst að það hefði nokkurn tíma gerst. „Við náðum að grafa þarna aðeins inn í bakkann og niður áður en hlaupið kom,“ segir Uggi. Stefnt er að því að fara aftur á staðinn þegar hlaupinu slotar og kanna aðstæður. „Við búumst síður við því að neitt komi í ljós. Það var algjört lán að þetta sverð kom í ljós en allir aðrir munir eru bara bónus.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Fornminjar Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira