Guðni setti sjálfur milljón í framboð sitt Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2016 14:31 Guðni flytur innsetningarræðu sína. visir/eyþór Fyrir liggur kostnaður vegna framboðs Guðna Th. Jóhannessonar til forseta Íslands. Hann nam rúmum 25 milljónum króna en þetta kemur fram í úrdrætti Ríkisendurskoðunar á uppgjöri Guðna. Kjarninn greindi fyrst frá þessu en allir frambjóðendur verða að skila slíku uppgjöri eftir kosningar. Til samanburðar má geta þess að framboð Ólafs Ragnars Grímssonar árið 2012 kostaði einungis 6,5 milljónir króna og hann lagði þá sjálfur fram rúmlega 2,1 milljón króna til baráttunnar. Einstaklingar sem styrktu hann lögðu fram 2,5 milljónir en fyrirtæki 1,5. Framboð Ólafs Ragnars árið 1996, þegar hann náði fyrst kjöri, kostaði 42 milljónir króna (á verðlagi þess tíma) og lagði Ólafur Ragnar sjálfur til á fimmtu milljón króna. Athyglisvert er að skoða reikning Guðna en fyrirtæki, eða lögaðilar, lögðu fram um 11 milljónir til baráttunnar en einstaklingar 13 milljónir. Þá kemur fram að seldur varningur skilaði tekjum sem námu tæpri milljón króna. Tekjur framboðsins námu þannig rúmlega 26 milljónum þannig að hagnaður reyndist sem nemur 1,2 milljónum króna, þegar upp er staðið. Tilgreina þarf sérstaklega þá einstaklinga sem gáfu meira en 200 þúsund krónur og má sjá nöfn þeirra á meðfylgjandi mynd.Þeir sem gáfu meira en 200 þúsund krónur til kosningabaráttunnar. Þá vekur athygli að seldur varningur skilaði framboðinu tæpri milljón króna.Skila þarf inn uppgjöri vegna framboðs innan þriggja mánaða frá kjöri. Aðrir frambjóðendur sem eru búnir að skila inn uppgjöri eru Guðrún Margrét Pálsdóttir, en hennar framboð kostaði 536 þúsund krónur. Og Hildur Þórðardóttir en í yfirlýsingu frá henni til Ríkisendurskoðunar kemur fram að kostnaður hafi ekki farið yfir 400 þúsund krónur. Sem þá þýðir að ekki þarf að leggja fram sundurliðaðan reikning. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Fyrir liggur kostnaður vegna framboðs Guðna Th. Jóhannessonar til forseta Íslands. Hann nam rúmum 25 milljónum króna en þetta kemur fram í úrdrætti Ríkisendurskoðunar á uppgjöri Guðna. Kjarninn greindi fyrst frá þessu en allir frambjóðendur verða að skila slíku uppgjöri eftir kosningar. Til samanburðar má geta þess að framboð Ólafs Ragnars Grímssonar árið 2012 kostaði einungis 6,5 milljónir króna og hann lagði þá sjálfur fram rúmlega 2,1 milljón króna til baráttunnar. Einstaklingar sem styrktu hann lögðu fram 2,5 milljónir en fyrirtæki 1,5. Framboð Ólafs Ragnars árið 1996, þegar hann náði fyrst kjöri, kostaði 42 milljónir króna (á verðlagi þess tíma) og lagði Ólafur Ragnar sjálfur til á fimmtu milljón króna. Athyglisvert er að skoða reikning Guðna en fyrirtæki, eða lögaðilar, lögðu fram um 11 milljónir til baráttunnar en einstaklingar 13 milljónir. Þá kemur fram að seldur varningur skilaði tekjum sem námu tæpri milljón króna. Tekjur framboðsins námu þannig rúmlega 26 milljónum þannig að hagnaður reyndist sem nemur 1,2 milljónum króna, þegar upp er staðið. Tilgreina þarf sérstaklega þá einstaklinga sem gáfu meira en 200 þúsund krónur og má sjá nöfn þeirra á meðfylgjandi mynd.Þeir sem gáfu meira en 200 þúsund krónur til kosningabaráttunnar. Þá vekur athygli að seldur varningur skilaði framboðinu tæpri milljón króna.Skila þarf inn uppgjöri vegna framboðs innan þriggja mánaða frá kjöri. Aðrir frambjóðendur sem eru búnir að skila inn uppgjöri eru Guðrún Margrét Pálsdóttir, en hennar framboð kostaði 536 þúsund krónur. Og Hildur Þórðardóttir en í yfirlýsingu frá henni til Ríkisendurskoðunar kemur fram að kostnaður hafi ekki farið yfir 400 þúsund krónur. Sem þá þýðir að ekki þarf að leggja fram sundurliðaðan reikning.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira