Styður sinn mann þrátt fyrir gullleysið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 14. september 2016 06:30 Stefanía og Jón Margeir á góðri stundu. mynd/úr einkasafni Stefanía Daney Guðmundsdóttir varð skyndilega á allra vörum eftir að sundkappinn Jón Margeir Sverrisson táraðist í viðtali við RÚV þar sem hann sagði að stefnan hefði verið sett á gullverðlaun handa Stefaníu sem tókst ekki. Vonbrigðin leyndu sér ekki og tilfinningarnar báru hann nánast ofurliði. Þjóðin hreifst með og viðtalið fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Stefanía, sem sjálf er íþróttastjarna á Akureyri, er ákaflega stolt af sínum kærasta en þau hafa verið par síðan í febrúar. „Fjórða sætið er frábær árangur. Hann var ekki búinn að segja mér að hann ætlaði að reyna að vinna gullið fyrir mig áður en hann hélt á leikana. Ég táraðist alveg þegar ég sá viðtalið við hann, ég viðurkenni það alveg.“Langaði að vera með honum Móðir Stefaníu, Brynja Herborg Jónsdóttir, ákvað að láta Stefaníu ekki sjá viðtalið fræga fyrr en hún kæmi heim úr skólanum. „Ég vildi ekki að hún færi með tárin í augunum í skólann. Hún var búin í skólanum um eitt leytið og kom þá heim og horfði.“ Stefanía segir að hún hafi orðið vör við að þjóðin hafi hrifist með Jóni Margeiri og skóla- og æfingafélagarnir voru duglegir að tala við hana þegar hún kom í skólann og á æfingu í gær. „Við Jón kynntumst í gegn um íþróttirnar. Mig langaði mikið að vera með honum í Ríó og ætlaði að komast sjálf sem keppandi en það tókst ekki í þetta sinn. Það eru aðrir leikar eftir fjögur ár og ég hef sett stefnuna á þá.“ Brynja segir Jón Margeir vera draumatengdason sem hafi lagt línurnar fyrir aðra karlmenn. „Það hafa alltof fáir tárast í beinni útsendingu. Þetta er spark í rassinn fyrir aðra kærasta,“ segir hún og hlær. Jón Margeir kom inn á í viðtalinu hversu góð áhrif Stefanía hefði haft á líf hans og meðal annars hjálpað honum að hætta að drekka gos. Sjálf hætti hún að drekka gos fyrir löngu. „Ég hætti að drekka gos fyrir þremur árum og hann ákvað að hætta þegar við fórum að vera saman.“Finna tíma fyrir hvort annað Parið er í fjarbúð en Stefanía æfir og keppir fyrir íþróttafélagið Eik á Akureyri auk þess sem hún æfði með Hafdísi Sigurðardóttur, Íslandsmeistara í langstökki, hjá UFA og undir handleiðslu Gísla Sigurðssonar sem þjálfaði áður tugþrautarkappann Jón Arnar Magnússon. „Við höfum lítinn tíma til að sinna öðru en æfingum og námi. En við höfum tekið okkur langar helgar og annað álíka þegar tækifæri gefst auk þess að hittast reglulega á íþróttamótum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Sund Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Sundkappinn hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi. 12. september 2016 09:30 Þjóðin hrifin af einlægum Jóni Margeiri: „Þvílík ástríða. Þvílíkur maður.“ Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali ársins eftir 200 metra sundið í Ríó í gærkvöldi. 12. september 2016 12:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Stefanía Daney Guðmundsdóttir varð skyndilega á allra vörum eftir að sundkappinn Jón Margeir Sverrisson táraðist í viðtali við RÚV þar sem hann sagði að stefnan hefði verið sett á gullverðlaun handa Stefaníu sem tókst ekki. Vonbrigðin leyndu sér ekki og tilfinningarnar báru hann nánast ofurliði. Þjóðin hreifst með og viðtalið fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Stefanía, sem sjálf er íþróttastjarna á Akureyri, er ákaflega stolt af sínum kærasta en þau hafa verið par síðan í febrúar. „Fjórða sætið er frábær árangur. Hann var ekki búinn að segja mér að hann ætlaði að reyna að vinna gullið fyrir mig áður en hann hélt á leikana. Ég táraðist alveg þegar ég sá viðtalið við hann, ég viðurkenni það alveg.“Langaði að vera með honum Móðir Stefaníu, Brynja Herborg Jónsdóttir, ákvað að láta Stefaníu ekki sjá viðtalið fræga fyrr en hún kæmi heim úr skólanum. „Ég vildi ekki að hún færi með tárin í augunum í skólann. Hún var búin í skólanum um eitt leytið og kom þá heim og horfði.“ Stefanía segir að hún hafi orðið vör við að þjóðin hafi hrifist með Jóni Margeiri og skóla- og æfingafélagarnir voru duglegir að tala við hana þegar hún kom í skólann og á æfingu í gær. „Við Jón kynntumst í gegn um íþróttirnar. Mig langaði mikið að vera með honum í Ríó og ætlaði að komast sjálf sem keppandi en það tókst ekki í þetta sinn. Það eru aðrir leikar eftir fjögur ár og ég hef sett stefnuna á þá.“ Brynja segir Jón Margeir vera draumatengdason sem hafi lagt línurnar fyrir aðra karlmenn. „Það hafa alltof fáir tárast í beinni útsendingu. Þetta er spark í rassinn fyrir aðra kærasta,“ segir hún og hlær. Jón Margeir kom inn á í viðtalinu hversu góð áhrif Stefanía hefði haft á líf hans og meðal annars hjálpað honum að hætta að drekka gos. Sjálf hætti hún að drekka gos fyrir löngu. „Ég hætti að drekka gos fyrir þremur árum og hann ákvað að hætta þegar við fórum að vera saman.“Finna tíma fyrir hvort annað Parið er í fjarbúð en Stefanía æfir og keppir fyrir íþróttafélagið Eik á Akureyri auk þess sem hún æfði með Hafdísi Sigurðardóttur, Íslandsmeistara í langstökki, hjá UFA og undir handleiðslu Gísla Sigurðssonar sem þjálfaði áður tugþrautarkappann Jón Arnar Magnússon. „Við höfum lítinn tíma til að sinna öðru en æfingum og námi. En við höfum tekið okkur langar helgar og annað álíka þegar tækifæri gefst auk þess að hittast reglulega á íþróttamótum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sund Tengdar fréttir Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40 Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Sundkappinn hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi. 12. september 2016 09:30 Þjóðin hrifin af einlægum Jóni Margeiri: „Þvílík ástríða. Þvílíkur maður.“ Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali ársins eftir 200 metra sundið í Ríó í gærkvöldi. 12. september 2016 12:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
Jón Margeir hafnaði í fjórða sæti í úrslitasundinu Jón Margeir Sverrisson hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Paralympics í Ríó en hann kom í mark á 1:57,50, rúmlega sekúndu á eftir sigurvegaranum Wai Lok Tang frá Hong Kong. 11. september 2016 21:40
Jón Margeir með tárin í augunum: „Ég vildi vinna gullið fyrir ástina mína“ Sundkappinn hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í gærkvöldi. 12. september 2016 09:30
Þjóðin hrifin af einlægum Jóni Margeiri: „Þvílík ástríða. Þvílíkur maður.“ Jón Margeir Sverrisson beygði af í viðtali ársins eftir 200 metra sundið í Ríó í gærkvöldi. 12. september 2016 12:30