Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2016 13:45 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Skotlandi á morgun á Laugardalsvelli klukkan 17.00 í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2017. Ísland er nú þegar komið á EM en með sigri eða jafntefli vinnur íslenska liðið riðilinn sem hefur verið markmið stelpnanna frá upphafi. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, hefur unnið að því frá því flautað var til leiksloka gegn Slóvenum á föstudagskvöldið að koma stelpunum niður á jörðina. „Ég upplifi þetta þannig að allir eru klárir. Við áttum fína stund úti á velli með fólkinu þar sem var geggjuð stemning en svo var bara byrjað að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ segir Freyr í samtali við Vísi en stelpurnar æfðu í hádeginu á Laugardalsvelli í dag. „Ég held að það segi svolítið mikið. Það var enginn að kvarta yfir því að geta ekki sleppt sér í einhverjum fagnaðarlátum á föstudaginn. Það vissu allir að markmiðinu okkar hefur ekki enn verið náð sem er að vinna riðilinn. Okkur hlakkar mikið til að vinna Skotana og enda riðilinn í toppsætinu. Það rífur okkur áfram.“Sú besta mætir ekki Skotarnir voru með stæla í garð íslenska liðsins þegar þau mættust ytra í vor. Þar talaði skoska liðið sig upp til skýjana en gerði lítið úr okkar stelpum og fengu að launum 4-0 skell. Nú er svo í pottinn búið að besti leikmaður skoska liðsins, Kim Little, mætir ekki til leiks og sama má segja um aðra 100 leikja konu, miðvörðinn Ifeoma Dieke. „Ef við þurftum einhverja hvatningu þá hjálpuðu þær okkur hressilega þarna. Þeir segja að hún sé eitthvað lítillega meidd en við vitum að stefnan er að hún spili deildarleik á sunnudaginn,“ segir Freyr, en Little er leikmaður Seattle Reign í Bandaríkjunum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur. Við þökkum Skotunum bara kærlega fyrir þetta,“ segir Freyr Alexandersson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Halldór: Dómur af himnum ofan Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Skotlandi á morgun á Laugardalsvelli klukkan 17.00 í lokaleik liðanna í undankeppni EM 2017. Ísland er nú þegar komið á EM en með sigri eða jafntefli vinnur íslenska liðið riðilinn sem hefur verið markmið stelpnanna frá upphafi. Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, hefur unnið að því frá því flautað var til leiksloka gegn Slóvenum á föstudagskvöldið að koma stelpunum niður á jörðina. „Ég upplifi þetta þannig að allir eru klárir. Við áttum fína stund úti á velli með fólkinu þar sem var geggjuð stemning en svo var bara byrjað að undirbúa sig fyrir næsta leik,“ segir Freyr í samtali við Vísi en stelpurnar æfðu í hádeginu á Laugardalsvelli í dag. „Ég held að það segi svolítið mikið. Það var enginn að kvarta yfir því að geta ekki sleppt sér í einhverjum fagnaðarlátum á föstudaginn. Það vissu allir að markmiðinu okkar hefur ekki enn verið náð sem er að vinna riðilinn. Okkur hlakkar mikið til að vinna Skotana og enda riðilinn í toppsætinu. Það rífur okkur áfram.“Sú besta mætir ekki Skotarnir voru með stæla í garð íslenska liðsins þegar þau mættust ytra í vor. Þar talaði skoska liðið sig upp til skýjana en gerði lítið úr okkar stelpum og fengu að launum 4-0 skell. Nú er svo í pottinn búið að besti leikmaður skoska liðsins, Kim Little, mætir ekki til leiks og sama má segja um aðra 100 leikja konu, miðvörðinn Ifeoma Dieke. „Ef við þurftum einhverja hvatningu þá hjálpuðu þær okkur hressilega þarna. Þeir segja að hún sé eitthvað lítillega meidd en við vitum að stefnan er að hún spili deildarleik á sunnudaginn,“ segir Freyr, en Little er leikmaður Seattle Reign í Bandaríkjunum. „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur. Við þökkum Skotunum bara kærlega fyrir þetta,“ segir Freyr Alexandersson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Halldór: Dómur af himnum ofan Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Mikael Breki: Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Sjá meira
Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn