Margrét Lára: Núllið er eins og barnið okkar og við gerum allt til að vernda það Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2016 19:15 Núllið er eins og barnið okkar sem við erum að vernda segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta. Stelpurnar okkar mæta Skotlandi í lokaumferð undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli á morgun en þær eiga enn eftir að fá á sig mark í riðlinum. Stelpurnar okkar hafa sett sér það markmið að vinna sinn riðil í undankeppninni og þurfa jafntefli til að ná því gegn Skotum á morgun. Ísland er komið á EM en Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins, segir einbeitinguna ekki í ólagi. „Mér finnst það ekki vera vandamál hjá okkur. Við erum líka þannig lið að okkur finnst við vera á ákveðinni vegferð sem endar í Hollandi á næsta ári. Þar ætlum við að toppa okkur en til þess að vera að toppa þar þurfum við alltaf að vera upp á okkar besta. Þetta er því mjög góð þjálfun í því að spila leik þar sem ekki allt er undir. Það er samt stolt og annað og við þurfum að ná ákveðinni frammistöðu,“ segir Margrét Lára í viðtali við Vísi. Ísland vann Skotland 4-0 ytra í fyrri leiknum en þar voru Skotarnir með bölvaða stæla fyrir leik; töluðu sitt lið upp og stelpurnar okkar niður og fengu að launm vænan rassskell. Skotarnir halda áfram að trekkja okkar stelpur í gang því besti leikmaður Skota mætir ekki einu sinni til leiks á morgun. „Ég vona að þær fái sama skellinn en hvort þetta sé sama dissið er ekki mitt að dæma. Þær mæta samt sem sem áður með gott lið enda er mikil breidd í þeirra hópi. Þær eru með marga frábæra leikmenn þannig við verðum að passa okkur á því í umræðunni að fara ekki út í eitthvað vanmat. Við berum mikla virðingu fyrir þeim en ætlum að sýna það og sanna að þetta var ekkert slys í Skotlandi,“ segir Margrét. Íslenska liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er þar í flokki með stórþjóðunum Þýskalandi og Frakklandi. Markmiðið er að vinna leikinn á morgun númer 1 2 og 3 en að halda hreinu væri skemmtilegur bónus. „Þetta núll okkar er eins og litla barnið okkar sem við erum að vernda. Við gerum það í öllum leikjum. Freyr leggur mikið upp úr góðum varnarleik og að halda núllinu í öllum leikjum. Það verður ekkert öðruvísi á morgun. Við munum verja þetta núll eins og við getum en við gerum okkur samt grein fyrir því að mestu máli skiptir að vinna leikinn. Ef við vinnum þetta 6-5 er það bara þannig og þá verðum við alveg jafnglaðar og að vinna 1-0. En ef við getum verndað barnið okkar gerum við það að sjálfsögðu,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Landsliðsþjálfarinn þakkar skoska landsliðinu fyrir ókeypis hvatninguna sem stelpurnar okkar fengu. 19. september 2016 13:45 Hallbera: Okkur langar að sýna Skotunum að þetta var engin tilviljun Hallberu og stelpunum í landsliðinu langar að halda hreinu í lokaleiknum gegn Skotlandi á morgun. 19. september 2016 15:15 Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira
Núllið er eins og barnið okkar sem við erum að vernda segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta. Stelpurnar okkar mæta Skotlandi í lokaumferð undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli á morgun en þær eiga enn eftir að fá á sig mark í riðlinum. Stelpurnar okkar hafa sett sér það markmið að vinna sinn riðil í undankeppninni og þurfa jafntefli til að ná því gegn Skotum á morgun. Ísland er komið á EM en Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði liðsins, segir einbeitinguna ekki í ólagi. „Mér finnst það ekki vera vandamál hjá okkur. Við erum líka þannig lið að okkur finnst við vera á ákveðinni vegferð sem endar í Hollandi á næsta ári. Þar ætlum við að toppa okkur en til þess að vera að toppa þar þurfum við alltaf að vera upp á okkar besta. Þetta er því mjög góð þjálfun í því að spila leik þar sem ekki allt er undir. Það er samt stolt og annað og við þurfum að ná ákveðinni frammistöðu,“ segir Margrét Lára í viðtali við Vísi. Ísland vann Skotland 4-0 ytra í fyrri leiknum en þar voru Skotarnir með bölvaða stæla fyrir leik; töluðu sitt lið upp og stelpurnar okkar niður og fengu að launm vænan rassskell. Skotarnir halda áfram að trekkja okkar stelpur í gang því besti leikmaður Skota mætir ekki einu sinni til leiks á morgun. „Ég vona að þær fái sama skellinn en hvort þetta sé sama dissið er ekki mitt að dæma. Þær mæta samt sem sem áður með gott lið enda er mikil breidd í þeirra hópi. Þær eru með marga frábæra leikmenn þannig við verðum að passa okkur á því í umræðunni að fara ekki út í eitthvað vanmat. Við berum mikla virðingu fyrir þeim en ætlum að sýna það og sanna að þetta var ekkert slys í Skotlandi,“ segir Margrét. Íslenska liðið á enn eftir að fá á sig mark í keppninni og er þar í flokki með stórþjóðunum Þýskalandi og Frakklandi. Markmiðið er að vinna leikinn á morgun númer 1 2 og 3 en að halda hreinu væri skemmtilegur bónus. „Þetta núll okkar er eins og litla barnið okkar sem við erum að vernda. Við gerum það í öllum leikjum. Freyr leggur mikið upp úr góðum varnarleik og að halda núllinu í öllum leikjum. Það verður ekkert öðruvísi á morgun. Við munum verja þetta núll eins og við getum en við gerum okkur samt grein fyrir því að mestu máli skiptir að vinna leikinn. Ef við vinnum þetta 6-5 er það bara þannig og þá verðum við alveg jafnglaðar og að vinna 1-0. En ef við getum verndað barnið okkar gerum við það að sjálfsögðu,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Landsliðsþjálfarinn þakkar skoska landsliðinu fyrir ókeypis hvatninguna sem stelpurnar okkar fengu. 19. september 2016 13:45 Hallbera: Okkur langar að sýna Skotunum að þetta var engin tilviljun Hallberu og stelpunum í landsliðinu langar að halda hreinu í lokaleiknum gegn Skotlandi á morgun. 19. september 2016 15:15 Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira
Skotarnir aftur með stæla: „Þú getur rétt ímyndað þér hvernig þetta fer í okkur“ Landsliðsþjálfarinn þakkar skoska landsliðinu fyrir ókeypis hvatninguna sem stelpurnar okkar fengu. 19. september 2016 13:45
Hallbera: Okkur langar að sýna Skotunum að þetta var engin tilviljun Hallberu og stelpunum í landsliðinu langar að halda hreinu í lokaleiknum gegn Skotlandi á morgun. 19. september 2016 15:15
Skotar án lykilmanna gegn Íslandi Einn besti miðjumaður heims kemur ekki með skoska landsliðinu til Íslands. 19. september 2016 13:00
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn