Hvað má segja? Helga Vala Helgadóttir skrifar 5. september 2016 07:00 Ég var einu sinni á tónlistarhátíð í Gröningen í Hollandi. Þetta árið var Ísland sérstakur miðpunktur og streymdu íslenskir tónlistarmenn á hátíðina en einnig ráðherrar, borgarstjóri, Íslandsstofa og fyrirsvarsfólk tónlistarfagfélaga. Öllu var til tjaldað. Haldið partý og erlendum tónlistarspekúlöntum sent boðskort. Boðið upp á harðfisk og öl, snittur og hvítt. Allir léttir. Tónlistarmenn tróðu upp sem og ráðherra tónlistar sem líka var léttur. Hann ræddi meðal annars afar gott gengi Iceland Airwaves hátíðarinnar og hversu mikilvæg slík hátíð er fyrir menningar- og ferðamannalíf á eyjunni svölu. En áður en kom að því að dásama festivalið þá fannst ráðherranum upplagt að brjóta ísinn með því að tala við þessa rúmlega hundrað gesti um hversu hávaxinn stjórnandi hátíðarinnar væri. Meðal annars um að mestu furðu sætti að umræddur stjórnandi væri ekki að spila körfubolta í NBA deildinni í Bandaríkjunum og að hann hefði bara aldrei séð neitt viðlíka. Ræddi hann fram og tilbaka um hversu gott væri að vera svona stór á tónlistarhátíðum. Laglegur ísbrjótur hjá ráðherranum. Nú skal fréttamaður á Ríkisútvarpinu tekinn af lífi fyrir að hafa sagt ráðherra feitan. Það má alls ekki segja að fólk sé feitt. En það má stanslaust segja að fólk sé mjótt og að fólk sé hávaxið. Hvaða tvískinnungur er það? Hver er munurinn, nema þá kannski að fólk getur bara alls ekkert gert í því hvort það er há- eða lágvaxið. Þar getur það bara engu ráðið nema mögulega að brosa kurteislega að öllum bröndurunum um NBA deildina og veðrið þarna uppi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Ég var einu sinni á tónlistarhátíð í Gröningen í Hollandi. Þetta árið var Ísland sérstakur miðpunktur og streymdu íslenskir tónlistarmenn á hátíðina en einnig ráðherrar, borgarstjóri, Íslandsstofa og fyrirsvarsfólk tónlistarfagfélaga. Öllu var til tjaldað. Haldið partý og erlendum tónlistarspekúlöntum sent boðskort. Boðið upp á harðfisk og öl, snittur og hvítt. Allir léttir. Tónlistarmenn tróðu upp sem og ráðherra tónlistar sem líka var léttur. Hann ræddi meðal annars afar gott gengi Iceland Airwaves hátíðarinnar og hversu mikilvæg slík hátíð er fyrir menningar- og ferðamannalíf á eyjunni svölu. En áður en kom að því að dásama festivalið þá fannst ráðherranum upplagt að brjóta ísinn með því að tala við þessa rúmlega hundrað gesti um hversu hávaxinn stjórnandi hátíðarinnar væri. Meðal annars um að mestu furðu sætti að umræddur stjórnandi væri ekki að spila körfubolta í NBA deildinni í Bandaríkjunum og að hann hefði bara aldrei séð neitt viðlíka. Ræddi hann fram og tilbaka um hversu gott væri að vera svona stór á tónlistarhátíðum. Laglegur ísbrjótur hjá ráðherranum. Nú skal fréttamaður á Ríkisútvarpinu tekinn af lífi fyrir að hafa sagt ráðherra feitan. Það má alls ekki segja að fólk sé feitt. En það má stanslaust segja að fólk sé mjótt og að fólk sé hávaxið. Hvaða tvískinnungur er það? Hver er munurinn, nema þá kannski að fólk getur bara alls ekkert gert í því hvort það er há- eða lágvaxið. Þar getur það bara engu ráðið nema mögulega að brosa kurteislega að öllum bröndurunum um NBA deildina og veðrið þarna uppi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun