86.761 Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Erfitt er að sjá hvernig það stenst 76. gr. stjórnarskrárinnar að langt leiddur krabbameinssjúklingur þurfi að greiða mörg hundruð þúsund krónur fyrir eigin meðferð á Landspítalanum. Þetta er vegna fyrirbæris sem kallast „kostnaðarhlutdeild sjúklinga“. Það má í raun kalla þetta hvað sem er. Það breytir því ekki að þetta er bæði siðferðislega og lögfræðilega rangt á Íslandi. Á Íslandi á stjórnarskráin að tryggja að sjúkum og meiddum sé hjúkrað til heilsu á kostnað okkar allra. Það er hluti af því að vera Íslendingur. Það er í raun dálítið athyglisvert að þeir sjúklingar sem hafa þurft að greiða mörg hundruð þúsund króna hlutdeild í eigin meðferð á Landspítalanum eða annars staðar í kerfinu hafi ekki látið reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Þessi vitund samhjálpar og stuðnings meðbræðra er inngróin í vitund Íslendinga allt síðan í íslenska þjóðveldinu. Hrepparnir pössuðu upp á fjárstyrk þegar bærinn brann. Á Íslandi hefur hins vegar skíðlogað í bænum um langa hríð og slökkvistarfið hefur gengið illa. Það er ekki síst af þessari ástæðu sem 86.761 Íslendingur lagði nafn sitt við undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar á vefnum endurreisn.is Kári lagði til fjármála- og efnahagsráðherra með sverði úr þungmálmum í texta sem hann sendi frá sér um síðustu helgi. Ekki skal vikið að lýsingum Kára á ráðherranum hér heldur hinni efnislegu kröfu sem sett var fram. Kári virðist telja það svik að í fimm ára stefnu í ríkisfjármálum séu útgjöld ekki aukin til heilbrigðiskerfisins í samræmi við gefin loforð. Krafan í söfnuninni var að Alþingi myndi tryggja að útgjöld ríkisins til heilbrigðiskerfisins næmu 11 prósentum af landsframleiðslu. Þetta þýðir aukningu upp á 50 milljarða króna á ári. Hversu raunhæft er að gera kröfu um slíkt? Hinn 16. júní á þessu ári samþykkti Alþingi lög um breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem mun setja þak á útgjöld þeirra sem borga hlutdeild í eigin meðferð en lögin taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þakið er hvergi tilgreint í lögunum og kostnaðarhlutdeild sjúklinga verður áfram til staðar en hámark hennar er ákveðið með reglugerð sem ráðherra setur. Fram kemur í umsögn Öryrkjabandalags Íslands um frumvarpið áður en það varð að lögum að kostnaður ríkissjóðs við að gera heilbrigðisþjónustu, sem lögin fjalla um, gjaldfrjálsa er eingöngu um 6,5 milljarðar króna. Það er ekkert sérstaklega há fjárhæð. Í raun eru þessi lög ekki sú gríðarlega stefnubreyting sem heilbrigðisráðherra vill meina að þau séu. Ef ráðherrann festir þakið í einni krónu gæti næsti ráðherra alltaf hækkað það. Þá á sjúklingurinn enga vörn í settum lögum. Það þarf að verða eitt af forgangsverkefnum næsta þings að taka þetta til enn frekari endurskoðunar og afleggja hlutdeildina með lögum. Eða festa þakið í lögin sjálf.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Í prentaðri útgáfu leiðarans var ranghermi um heilbrigðisþjónustu barna. Það hefur verið leiðrétt í rafrænni útgáfu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Erfitt er að sjá hvernig það stenst 76. gr. stjórnarskrárinnar að langt leiddur krabbameinssjúklingur þurfi að greiða mörg hundruð þúsund krónur fyrir eigin meðferð á Landspítalanum. Þetta er vegna fyrirbæris sem kallast „kostnaðarhlutdeild sjúklinga“. Það má í raun kalla þetta hvað sem er. Það breytir því ekki að þetta er bæði siðferðislega og lögfræðilega rangt á Íslandi. Á Íslandi á stjórnarskráin að tryggja að sjúkum og meiddum sé hjúkrað til heilsu á kostnað okkar allra. Það er hluti af því að vera Íslendingur. Það er í raun dálítið athyglisvert að þeir sjúklingar sem hafa þurft að greiða mörg hundruð þúsund króna hlutdeild í eigin meðferð á Landspítalanum eða annars staðar í kerfinu hafi ekki látið reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Þessi vitund samhjálpar og stuðnings meðbræðra er inngróin í vitund Íslendinga allt síðan í íslenska þjóðveldinu. Hrepparnir pössuðu upp á fjárstyrk þegar bærinn brann. Á Íslandi hefur hins vegar skíðlogað í bænum um langa hríð og slökkvistarfið hefur gengið illa. Það er ekki síst af þessari ástæðu sem 86.761 Íslendingur lagði nafn sitt við undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar á vefnum endurreisn.is Kári lagði til fjármála- og efnahagsráðherra með sverði úr þungmálmum í texta sem hann sendi frá sér um síðustu helgi. Ekki skal vikið að lýsingum Kára á ráðherranum hér heldur hinni efnislegu kröfu sem sett var fram. Kári virðist telja það svik að í fimm ára stefnu í ríkisfjármálum séu útgjöld ekki aukin til heilbrigðiskerfisins í samræmi við gefin loforð. Krafan í söfnuninni var að Alþingi myndi tryggja að útgjöld ríkisins til heilbrigðiskerfisins næmu 11 prósentum af landsframleiðslu. Þetta þýðir aukningu upp á 50 milljarða króna á ári. Hversu raunhæft er að gera kröfu um slíkt? Hinn 16. júní á þessu ári samþykkti Alþingi lög um breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem mun setja þak á útgjöld þeirra sem borga hlutdeild í eigin meðferð en lögin taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þakið er hvergi tilgreint í lögunum og kostnaðarhlutdeild sjúklinga verður áfram til staðar en hámark hennar er ákveðið með reglugerð sem ráðherra setur. Fram kemur í umsögn Öryrkjabandalags Íslands um frumvarpið áður en það varð að lögum að kostnaður ríkissjóðs við að gera heilbrigðisþjónustu, sem lögin fjalla um, gjaldfrjálsa er eingöngu um 6,5 milljarðar króna. Það er ekkert sérstaklega há fjárhæð. Í raun eru þessi lög ekki sú gríðarlega stefnubreyting sem heilbrigðisráðherra vill meina að þau séu. Ef ráðherrann festir þakið í einni krónu gæti næsti ráðherra alltaf hækkað það. Þá á sjúklingurinn enga vörn í settum lögum. Það þarf að verða eitt af forgangsverkefnum næsta þings að taka þetta til enn frekari endurskoðunar og afleggja hlutdeildina með lögum. Eða festa þakið í lögin sjálf.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Í prentaðri útgáfu leiðarans var ranghermi um heilbrigðisþjónustu barna. Það hefur verið leiðrétt í rafrænni útgáfu hans.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun