Vinátta í verki Lilja Alfreðsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 07:00 Tuttugu og fimm ár eru í dag liðin frá sögulegum fundi í Reykjavík, þar sem stjórnmálasamband Íslands við Eystrasaltsríkin var formlega skjalfest. Fáeinum dögum áður hafði Ísland orðið fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens eftir að löndin höfðu sagt sig úr sambandi Sovétríkjanna. Athöfnin fór fram í Höfða, þar sem leiðtogar stórveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, höfðu setið fimm árum fyrr og lagt grunninn að endalokum kalda stríðsins. Þetta voru tímar sögulegra umbreytinga. Endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna átti sér nokkurn aðdraganda, samhliða því sem innviðir Sovétríkjanna veiktust. Vilji íbúa við Eystrasalt var ótvíræður eins og sást þegar tvær milljónir manna tókust í hendur og mynduðu nærri 700 kílómetra langa keðju milli höfuðborganna þriggja, Tallinn, Riga og Vilnius – tákn um órofa samstöðu – í ágúst 1989. Íslenskir ráðamenn fylgdust náið með þróuninni og ræktuðu vel tengslin við löndin þrjú. Þegar þjóðirnar lýstu yfir sjálfstæði hver á eftir annarri haustið 1991 stóð Ísland þétt við bakið á þeim og ævarandi vinátta var innsigluð. Eystrasaltsríkjunum hefur vegnað vel. Öll breyttu hagskipan sinni, úr miðstýrðum áætlunarbúskap í átt að markaðsbúskap með sterk tengsl við Norðurlöndin og hafa á skömmum tíma skapað umtalsverða hagsæld. Þjóðartekjur á mann hafa aukist mikið, tekjudreifing er nokkuð jöfn, aðhald í ríkisfjármálum er mikið og skilyrði til fjárfestinga góð. Umskiptin eru til vitnis um mikilvægi þess, að ríki ráði sínum örlögum sjálf. Samband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen er einstakt. Í höfuðborgum landanna þriggja eru margar götur og torg kennd við Ísland og á vettvangi stjórnmálanna störfum við vel saman, til dæmis innan Atlantshafsbandalagsins og Eystrasaltsráðsins þar sem Ísland fer nú með forystu. Ríkin eru öll aðilar að NB8, samstarfsvettvangi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, og raunar vill svo til að í dag funda utanríkisráðherrar landanna átta í Riga í Lettlandi. Þótt málefni líðandi stundar verði þar til umræðu er ljóst að dagurinn gefur tilefni til að horfa um öxl og fagna þeim árangri sem hefur náðst. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tuttugu og fimm ár eru í dag liðin frá sögulegum fundi í Reykjavík, þar sem stjórnmálasamband Íslands við Eystrasaltsríkin var formlega skjalfest. Fáeinum dögum áður hafði Ísland orðið fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens eftir að löndin höfðu sagt sig úr sambandi Sovétríkjanna. Athöfnin fór fram í Höfða, þar sem leiðtogar stórveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, höfðu setið fimm árum fyrr og lagt grunninn að endalokum kalda stríðsins. Þetta voru tímar sögulegra umbreytinga. Endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna átti sér nokkurn aðdraganda, samhliða því sem innviðir Sovétríkjanna veiktust. Vilji íbúa við Eystrasalt var ótvíræður eins og sást þegar tvær milljónir manna tókust í hendur og mynduðu nærri 700 kílómetra langa keðju milli höfuðborganna þriggja, Tallinn, Riga og Vilnius – tákn um órofa samstöðu – í ágúst 1989. Íslenskir ráðamenn fylgdust náið með þróuninni og ræktuðu vel tengslin við löndin þrjú. Þegar þjóðirnar lýstu yfir sjálfstæði hver á eftir annarri haustið 1991 stóð Ísland þétt við bakið á þeim og ævarandi vinátta var innsigluð. Eystrasaltsríkjunum hefur vegnað vel. Öll breyttu hagskipan sinni, úr miðstýrðum áætlunarbúskap í átt að markaðsbúskap með sterk tengsl við Norðurlöndin og hafa á skömmum tíma skapað umtalsverða hagsæld. Þjóðartekjur á mann hafa aukist mikið, tekjudreifing er nokkuð jöfn, aðhald í ríkisfjármálum er mikið og skilyrði til fjárfestinga góð. Umskiptin eru til vitnis um mikilvægi þess, að ríki ráði sínum örlögum sjálf. Samband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen er einstakt. Í höfuðborgum landanna þriggja eru margar götur og torg kennd við Ísland og á vettvangi stjórnmálanna störfum við vel saman, til dæmis innan Atlantshafsbandalagsins og Eystrasaltsráðsins þar sem Ísland fer nú með forystu. Ríkin eru öll aðilar að NB8, samstarfsvettvangi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, og raunar vill svo til að í dag funda utanríkisráðherrar landanna átta í Riga í Lettlandi. Þótt málefni líðandi stundar verði þar til umræðu er ljóst að dagurinn gefur tilefni til að horfa um öxl og fagna þeim árangri sem hefur náðst. Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun