Usain Bolt Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi í þriðja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2016 01:45 Usain Bolt fagnar hér sigri í nótt. Vísir/Anton Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér í nótt sigur í 100 metra hlaupi karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Ríó héldu mikið með Bolt og púuðu á Justin Gatlin. Það var því mikill fögnuður þegar Bolt kom fyrstur í mark. Usain Bolt skrifaði frjálsíþróttasögu Ólympíuleikanna með þessum sigri en enginn annar hefur unnið 100 metra hlaupið þrisvar sinnum á leikunum. Bolt hefur nú unnið sjö gull á Ólympíuleikunum og getur bætt því áttunda og níunda við seinna í vikunni. Usain Bolt var úrslitahlaupið á klassískan hátt og sigur hans var ekki í mikilli hættu ekki frekar en þegar hann vann í Peking 2008 og í London 2012. Tíminn var ekki eins góður og í hin tvö skiptin en gullið er hans samt sem áður. Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin varð annar í hlaupinu og fær silfrið en Andre De Grasse frá Kanada fékk bronsið. Usain Bolt hljóp metrana hundrað á 9.81 sekúndum, Gatlin kom í mark á 9.89 sekúndum og tími De Grasse var 9.91 sekúnda. Þetta er besti tími Usain Bolt á árinu en hann hefur verið að glíma við meiðsli og fékk meðal annars að sleppa við að hlaupa á úrtökumótinu á Jamaíka til þess að ná sér góðum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Sumir litu svo á að hann hafi fengið frían passa til Ríó en það er önnur saga. Usain Bolt átti leikvanginn gjörsamlega eftir að sigurinn var í höfn og að vanda fagnaði hann vel, lengi og á skemmtilegan hátt eins og hann er þekktur fyrir. Þessi mikli skemmtikraftur og stórkostlegi íþróttamaður er nefnilega engum öðrum líkur. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt tryggði sér í nótt sigur í 100 metra hlaupi karla á þriðju Ólympíuleikunum í röð. Áhorfendur á Ólympíuleikvanginum í Ríó héldu mikið með Bolt og púuðu á Justin Gatlin. Það var því mikill fögnuður þegar Bolt kom fyrstur í mark. Usain Bolt skrifaði frjálsíþróttasögu Ólympíuleikanna með þessum sigri en enginn annar hefur unnið 100 metra hlaupið þrisvar sinnum á leikunum. Bolt hefur nú unnið sjö gull á Ólympíuleikunum og getur bætt því áttunda og níunda við seinna í vikunni. Usain Bolt var úrslitahlaupið á klassískan hátt og sigur hans var ekki í mikilli hættu ekki frekar en þegar hann vann í Peking 2008 og í London 2012. Tíminn var ekki eins góður og í hin tvö skiptin en gullið er hans samt sem áður. Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin varð annar í hlaupinu og fær silfrið en Andre De Grasse frá Kanada fékk bronsið. Usain Bolt hljóp metrana hundrað á 9.81 sekúndum, Gatlin kom í mark á 9.89 sekúndum og tími De Grasse var 9.91 sekúnda. Þetta er besti tími Usain Bolt á árinu en hann hefur verið að glíma við meiðsli og fékk meðal annars að sleppa við að hlaupa á úrtökumótinu á Jamaíka til þess að ná sér góðum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. Sumir litu svo á að hann hafi fengið frían passa til Ríó en það er önnur saga. Usain Bolt átti leikvanginn gjörsamlega eftir að sigurinn var í höfn og að vanda fagnaði hann vel, lengi og á skemmtilegan hátt eins og hann er þekktur fyrir. Þessi mikli skemmtikraftur og stórkostlegi íþróttamaður er nefnilega engum öðrum líkur.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira