Stefnt að því að þeim fjölgi sem búa í eigin húsnæði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2016 14:25 Bjarni og Sigurður Ingi á kynningunni fyrr í dag. vísir/gva „Á síðustu tíu árum hefur þeim stórlega fækkað sem búa í eigin húsnæði. Við þessu er verið að bregðast með þeirri aðgerð sem nú er kynnt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar verkefnið Fyrsta fasteign var kynnt. Forsætisráðherra hafði áður kallað verkefnið „rökrétt framhald leiðréttingarinnar“. Í upphafi máls síns rak Bjarni hvernig skuldir heimilanna hefðu verið sjálfstætt efnahagslegt vandamál þegar stjórnin tók við. Þá námu þær um 120 prósentum af landsframleiðslu en nú hafa þær lækkað niður í tæplega níutíu prósent. „Með ýmsum áherslum og annarri jákvæðari þróun, getu fyrirtækja landsins til að greiða hærri laun, lægri verðbólgu og auknum krafti í efnhagslífinu, hefur þessi mynd gjörbreyst. Skuldir heimilanna eru nú lægri en þær voru fyrir síðustu aldamót,“ sagði Bjarni. Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. Með því verður fólki, sem ekki hefur átt fasteign áður, gert kleift að nýta séreignarsparnað sinn í áratug til söfnunar eigin fjá, niðurgreiðslu höfuðstóls eða lækkunar greiðslubyrðar fasteignaveðlána við fyrstu kaup. Að auki verður séreignarsparnaðarleiðin, sem kynnt var samhliða leiðréttingunni, framlengd um tvö ár. „Á fjórða tug þúsunda nýta sér úrræðið nú þegar til að lækka höfuðstól skulda sinna. Aðrir nota úrræðið til að spara og byggja upp höfuðstól. Úrræðið er tímabundin framlenging en síðar hugsað sem framtíðar fyrirkomulag til að byggja upp höfuðstól,“ sagði Bjarni. Hann bætti því við að hár höfuðstóll væri ein helsta fyrirstaða þess að fólk komist inn á fasteignamarkað. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, sagði að eitt markmiða frumvarpsins væri að gera aðra möguleika en verðtryggð lán fýsilegan kost. Með því móti væri verið að draga úr vægi verðtryggðra húsnæðislána hér á landi. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni.Kynningu ríkisstjórnarinnar frá því á fundinum í dag má sjá hér að neðan (PDF). Alþingi Tengdar fréttir Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
„Á síðustu tíu árum hefur þeim stórlega fækkað sem búa í eigin húsnæði. Við þessu er verið að bregðast með þeirri aðgerð sem nú er kynnt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar verkefnið Fyrsta fasteign var kynnt. Forsætisráðherra hafði áður kallað verkefnið „rökrétt framhald leiðréttingarinnar“. Í upphafi máls síns rak Bjarni hvernig skuldir heimilanna hefðu verið sjálfstætt efnahagslegt vandamál þegar stjórnin tók við. Þá námu þær um 120 prósentum af landsframleiðslu en nú hafa þær lækkað niður í tæplega níutíu prósent. „Með ýmsum áherslum og annarri jákvæðari þróun, getu fyrirtækja landsins til að greiða hærri laun, lægri verðbólgu og auknum krafti í efnhagslífinu, hefur þessi mynd gjörbreyst. Skuldir heimilanna eru nú lægri en þær voru fyrir síðustu aldamót,“ sagði Bjarni. Verkefnið Fyrsta fasteign er sérstaklega hugsað fyrir þann hóp sem hefur átt í basli með að koma þaki yfir höfuð sér. Með því verður fólki, sem ekki hefur átt fasteign áður, gert kleift að nýta séreignarsparnað sinn í áratug til söfnunar eigin fjá, niðurgreiðslu höfuðstóls eða lækkunar greiðslubyrðar fasteignaveðlána við fyrstu kaup. Að auki verður séreignarsparnaðarleiðin, sem kynnt var samhliða leiðréttingunni, framlengd um tvö ár. „Á fjórða tug þúsunda nýta sér úrræðið nú þegar til að lækka höfuðstól skulda sinna. Aðrir nota úrræðið til að spara og byggja upp höfuðstól. Úrræðið er tímabundin framlenging en síðar hugsað sem framtíðar fyrirkomulag til að byggja upp höfuðstól,“ sagði Bjarni. Hann bætti því við að hár höfuðstóll væri ein helsta fyrirstaða þess að fólk komist inn á fasteignamarkað. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, sagði að eitt markmiða frumvarpsins væri að gera aðra möguleika en verðtryggð lán fýsilegan kost. Með því móti væri verið að draga úr vægi verðtryggðra húsnæðislána hér á landi. Umrædd frumvörp verða lögð fyrir þingið í vikunni.Kynningu ríkisstjórnarinnar frá því á fundinum í dag má sjá hér að neðan (PDF).
Alþingi Tengdar fréttir Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Fyrsta fasteign: „Rökrétt framhald leiðréttingarinnar“ Nýju frumvarpi er ætlað að hvetja til húsnæðissparnaðar og auðvelda ungu fólki að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign. 15. ágúst 2016 13:48