Vegið að jafnrétti til náms Svandís Svavarsdóttir alþingismaður skrifar 17. ágúst 2016 10:00 Frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna er aðför að jafnrétti til náms. Breytingarnar eru helstar að tekjutenging afborgana verður afnumin, mögulegur fjöldi ára á lánum skertur og vextirnir þrefaldaðir. Jafnframt eiga nemendur kost á 65 þúsund króna styrk á mánuði. Helsti tilgangur sjóðsins er að að tryggja félagslegan jöfnuð og vekur því athygli að rektor Háskóla Íslands lýsir áhyggjum af því að hér sé vegið að því meginhlutverki. Bandalag háskólamanna gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og telur að háir vextir og afnám tekjutengingar afborgana þrengi verulega að stórum hópum sem leggja í langt nám. Doktorsnemar segja að hér sé verið að draga úr möguleika til doktorsnáms og fjármögnun þess í raun vísað alfarið í samkeppnissjóði. Samkvæmt frumvarpinu verður aðeins lánað til sjö ára en sú breyting hefur fyrst og fremst áhrif á stöðu barnafólks, tekjulágra og þeirra sem hyggja á langt háskólanám. Tekjulágt fólk lendir í vandræðum þegar afborganir eru ekki lengur tekjutengdar auk þess sem það fyrirkomulag getur haft áhrif á námsval og þar með samfélagið í heild. Í velferðarsamfélagi er jafnrétti til náms mikilvægur þáttur og brýnt að hlusta vel eftir öllum þeim röddum sem lýsa áhyggjum af þeim breytingum sem hér eru boðaðar. Ríkisstjórnin er rúin trausti, kosningar á næsta leiti, menntamálaráðherrann á leið út úr stjórnmálum og ljóst að umboðið til þess að takast á hendur svo stórtækar breytingar er ekki fyrir hendi. Það er raunar umhugsunarefni að í slíku grundvallarmáli skuli ráðherrann ekki byggja á breiðu samráði. Allt frá afhjúpun Panama-skjalanna og þeim degi þegar forsætisráðherrann sagði af sér hefur öll vinna Alþingis miðað að samstöðu um flókin mál og þar hafa margir lagt mikla vinnu af mörkum. Ný útlendingalög, breytingar á húsnæðiskerfinu, breyting á greiðsluþátttöku sjúklinga, nýtt millidómsstig og mál um losun hafta hafa öll verið unnin og leyst með þeim hætti. Búið er að flýta kosningum og samstarfi ríkisstjórnarflokkanna er að mestu lokið. Samstöðumál eru einu málin sem eiga að geta gengið fram undir slíkum kringumstæðum. Allir sjá að nýtt mál menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki fellur ekki í þann hóp.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp Illuga Gunnarssonar um Lánasjóð íslenskra námsmanna er aðför að jafnrétti til náms. Breytingarnar eru helstar að tekjutenging afborgana verður afnumin, mögulegur fjöldi ára á lánum skertur og vextirnir þrefaldaðir. Jafnframt eiga nemendur kost á 65 þúsund króna styrk á mánuði. Helsti tilgangur sjóðsins er að að tryggja félagslegan jöfnuð og vekur því athygli að rektor Háskóla Íslands lýsir áhyggjum af því að hér sé vegið að því meginhlutverki. Bandalag háskólamanna gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og telur að háir vextir og afnám tekjutengingar afborgana þrengi verulega að stórum hópum sem leggja í langt nám. Doktorsnemar segja að hér sé verið að draga úr möguleika til doktorsnáms og fjármögnun þess í raun vísað alfarið í samkeppnissjóði. Samkvæmt frumvarpinu verður aðeins lánað til sjö ára en sú breyting hefur fyrst og fremst áhrif á stöðu barnafólks, tekjulágra og þeirra sem hyggja á langt háskólanám. Tekjulágt fólk lendir í vandræðum þegar afborganir eru ekki lengur tekjutengdar auk þess sem það fyrirkomulag getur haft áhrif á námsval og þar með samfélagið í heild. Í velferðarsamfélagi er jafnrétti til náms mikilvægur þáttur og brýnt að hlusta vel eftir öllum þeim röddum sem lýsa áhyggjum af þeim breytingum sem hér eru boðaðar. Ríkisstjórnin er rúin trausti, kosningar á næsta leiti, menntamálaráðherrann á leið út úr stjórnmálum og ljóst að umboðið til þess að takast á hendur svo stórtækar breytingar er ekki fyrir hendi. Það er raunar umhugsunarefni að í slíku grundvallarmáli skuli ráðherrann ekki byggja á breiðu samráði. Allt frá afhjúpun Panama-skjalanna og þeim degi þegar forsætisráðherrann sagði af sér hefur öll vinna Alþingis miðað að samstöðu um flókin mál og þar hafa margir lagt mikla vinnu af mörkum. Ný útlendingalög, breytingar á húsnæðiskerfinu, breyting á greiðsluþátttöku sjúklinga, nýtt millidómsstig og mál um losun hafta hafa öll verið unnin og leyst með þeim hætti. Búið er að flýta kosningum og samstarfi ríkisstjórnarflokkanna er að mestu lokið. Samstöðumál eru einu málin sem eiga að geta gengið fram undir slíkum kringumstæðum. Allir sjá að nýtt mál menntamálaráðherra um námslán og námsstyrki fellur ekki í þann hóp.Þessi grein birtist í Fréttablaðinu
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar