Úr berjatínslu í björgunaraðgerðir: Björguðu pari og barni þeirra úr sjónum Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 19. ágúst 2016 14:41 Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. Vísir/Loftmyndir Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. Af frásögn Bryndísar u.m málið á Facebook má ráða að Einar hafi komið auga á hreyfingu í flæðarmálinu. Í ljós kom að bíll hafði farið í sjóinn og var kominn í kaf. Bryndís segir Einar hafa náð fólkinu úr sjónum en aðstæður hafi verið erfiðar, ekki síst sökum þess að símasamband var afar lélegt. Hjónin óku með parið og litla barnið á móti sjúkrabíl sem kom á móti þeim frá Búðardal. „Ótrúleg lukka að þau séu heil á húfi,“ segir Bryndís. Læknir á Búðardal staðfestir í samtali við Vísi að um erlenda ferðamenn hafi verið að ræða og þau hafi sloppið ótrúlega vel. Þau vörðu nóttinni á Búðardal og héldu ferðalagi sínu áfram í morgun eftir skoðun læknis. Í samtali við Mbl segir Einar að hann hafi tekið eftir manni í flæðarmálinu með lítið barn liggjandi ofan á sér. Stökk Einar út úr bílnum og í fjöruna til þess að aðstoða manninn. Konu mannsins tókst einnig að koma sér úr bílnum og aðstoðaði Einar hana síðustu metrana í land. Með hjálp vörubílstjóra sem stöðvað hafði bíl sinn við slysstað tekist að ná sambandi við Neyðarlínuna og var ákveðið að Einar og Bryndís myndu keyra parið og barn þeirra til móts við sjúkrabíl sem var á leiðinni frá Búðardal þar sem þau hlutu aðhlynningu. Bryndís og Einar, sem eru við berjatínslu á Vestfjörðum, eru utan þjónustusvæðis í augnablikinu en stefnan hafði verið að tína ber í dag, „en ekki fólk“ eins og Bryndís kemst að orði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. Af frásögn Bryndísar u.m málið á Facebook má ráða að Einar hafi komið auga á hreyfingu í flæðarmálinu. Í ljós kom að bíll hafði farið í sjóinn og var kominn í kaf. Bryndís segir Einar hafa náð fólkinu úr sjónum en aðstæður hafi verið erfiðar, ekki síst sökum þess að símasamband var afar lélegt. Hjónin óku með parið og litla barnið á móti sjúkrabíl sem kom á móti þeim frá Búðardal. „Ótrúleg lukka að þau séu heil á húfi,“ segir Bryndís. Læknir á Búðardal staðfestir í samtali við Vísi að um erlenda ferðamenn hafi verið að ræða og þau hafi sloppið ótrúlega vel. Þau vörðu nóttinni á Búðardal og héldu ferðalagi sínu áfram í morgun eftir skoðun læknis. Í samtali við Mbl segir Einar að hann hafi tekið eftir manni í flæðarmálinu með lítið barn liggjandi ofan á sér. Stökk Einar út úr bílnum og í fjöruna til þess að aðstoða manninn. Konu mannsins tókst einnig að koma sér úr bílnum og aðstoðaði Einar hana síðustu metrana í land. Með hjálp vörubílstjóra sem stöðvað hafði bíl sinn við slysstað tekist að ná sambandi við Neyðarlínuna og var ákveðið að Einar og Bryndís myndu keyra parið og barn þeirra til móts við sjúkrabíl sem var á leiðinni frá Búðardal þar sem þau hlutu aðhlynningu. Bryndís og Einar, sem eru við berjatínslu á Vestfjörðum, eru utan þjónustusvæðis í augnablikinu en stefnan hafði verið að tína ber í dag, „en ekki fólk“ eins og Bryndís kemst að orði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent