Flöt bílasala í Bretlandi í júlí Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2016 09:00 Ekki eru allir bílar í Bretlandi svona. Eftir mikla aukningu í sölu nýrra bíla í Bretlandi á síðustu árum hefur nú hægt á og í júlí nýliðnum var 0,1% vöxtur í sölunni miðað við fyrra ár. Með því má segja að fyrstu áhrifa sé farið að gæta í kjölfar fyrirhugaðs brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu. Í júlí seldust 178.523 bílar í Bretlandi og varð 5% aukning í sölu bíla til fyrirtækja en 6% minnkun í sölu til einstaklinga og samkvæmt því áhrifa Brexit gæta hraðar hjá einstaklingum en fyrirtækjum. Þar sem bílar eru yfirleitt pantaðir með nokkurra mánaða fyrirvara hjá fyrirtækjum en sala til einstaklinga gerist með minni fyrirvara má segja að þessar tölur komi ekki á óvart. Sala bíla minnkaði örlítið í Bretlandi í júní, sem var aðeins annar mánuðurinn sem sala minnkaði frá árinu 2012. Hagstæð bílalán hafa örvað sölu Hjá Volkswagen minnkaði salan í Bretlandi um 9,5% í júlí og markaði það níunda mánuðinn sem salan minnkar af síðustu 10 mánuðum. Því gætir áhrifa dísilvélasvindsl Volkswagen frá því í september mikið í Bretlandi. Bretar virðast afar ginkeyptir fyrir hagstæðum bílalánum því fjórir bílar af hverjum fimm eru keyptir með slíkum lánum. Bílasalar í Bretlandi óttast að bílasala muni falla mjög mikið á næstunni þar sem ódýr slík lán hafi mettað markaðinn. Á árinu hafa alls selst 1,6 milljón bílar í Bretlandi og vöxturinn numið 2,8% frá árinu í fyrra. Minni sala á seinni hluta ársins gæti þurrkað þann vöxt út. Brexit Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent
Eftir mikla aukningu í sölu nýrra bíla í Bretlandi á síðustu árum hefur nú hægt á og í júlí nýliðnum var 0,1% vöxtur í sölunni miðað við fyrra ár. Með því má segja að fyrstu áhrifa sé farið að gæta í kjölfar fyrirhugaðs brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu. Í júlí seldust 178.523 bílar í Bretlandi og varð 5% aukning í sölu bíla til fyrirtækja en 6% minnkun í sölu til einstaklinga og samkvæmt því áhrifa Brexit gæta hraðar hjá einstaklingum en fyrirtækjum. Þar sem bílar eru yfirleitt pantaðir með nokkurra mánaða fyrirvara hjá fyrirtækjum en sala til einstaklinga gerist með minni fyrirvara má segja að þessar tölur komi ekki á óvart. Sala bíla minnkaði örlítið í Bretlandi í júní, sem var aðeins annar mánuðurinn sem sala minnkaði frá árinu 2012. Hagstæð bílalán hafa örvað sölu Hjá Volkswagen minnkaði salan í Bretlandi um 9,5% í júlí og markaði það níunda mánuðinn sem salan minnkar af síðustu 10 mánuðum. Því gætir áhrifa dísilvélasvindsl Volkswagen frá því í september mikið í Bretlandi. Bretar virðast afar ginkeyptir fyrir hagstæðum bílalánum því fjórir bílar af hverjum fimm eru keyptir með slíkum lánum. Bílasalar í Bretlandi óttast að bílasala muni falla mjög mikið á næstunni þar sem ódýr slík lán hafi mettað markaðinn. Á árinu hafa alls selst 1,6 milljón bílar í Bretlandi og vöxturinn numið 2,8% frá árinu í fyrra. Minni sala á seinni hluta ársins gæti þurrkað þann vöxt út.
Brexit Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent