Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2016 17:32 Hér sést Pétur í hlutverki dómara á Mýrarboltanum árið 2012. mynd/mýrarboltinn og vísir/vilhelm „Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, í samtali við Vísi. Pétur var að keppa á Evrópumótinu í mýrarbolta sem fram fer á Ísafirði líkt og vant er um þessa helgi. Til stóð að Pétur myndi vera með lóðsa gesti Gönguhátíðar á Súðavík um bæinn nú klukkan fimm en sökum meiðsla hans verður það ekki hægt. Oddviti hreppsins, Anna Lind Ragnarsdóttir, stökk því inn á í hans stað og gengur með fólk um bæinn. „Við erum svo vel mönnuð hér í bæ og hún er mikill göngugarpur svo þetta kom ekki að sök.“ Pétur var á árum áður knattspyrnumaður og lék um skeið með Fjölni, Val, Víkingi Reykjavík og BÍ/Bolungarvík. Samkvæmt upplýsingum af vef KSÍ skoraði hann á ferli sínum áttatíu mörk í 202 leikjum í deild og bikar. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann meiðist og eflaust ekki það síðasta. „Þetta er nú ekki svo slæmt að þetta hafi mikil áhrif. Ég fékk aðhlynningu hérna á Súðavík og verð góður eftir viku,“ segir hann. Aðspurður segir hann að stígvélin séu líklega farin upp á hillu. „Við í FC Kareoki urðum Evrópumeistarar á árum áður og núna er kominn tími á að hleypa öðrum að. Við erum nokkuð hógvært lið.“ Það er reyndar rétt að minnast á það að liðið er ekki hógværara en svo að það er komið í sjálfan úrslitaleik Mýrarboltans sem hefst núna klukkan 17.40. Gönguhátíðin á Súðavík heldur áfram þrátt fyrir meiðsli sveitarstjórans líkt og ekkert hafi í skorist. Í kvöld verður kveikt í brennu í sundlauginni og í samkomuhúsinu verður boðið upp á hið árlega Gönguskóaball. Íbúafjöldi Súðavíkur eykst um rúmlega helming á meðan hátíðin stendur yfir. Í fyrramálið er svo boðið upp á hafragraut með lifrarpylsu. Boðið verður upp á fjölda gangna á morgun og hinn. Nánari dagskrá má nálgast með því að smella hér. Mýrarboltinn Tengdar fréttir Fjölmargar ólíkar útihátíðir í ár Verslunarmannahelgin er framundan og búa landsmenn sig undir stærstu ferðahelgi ársins. Þó nokkrir tóku helgina snemma og lögðu af stað úr bænum í dag. 28. júlí 2016 19:00 Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00 Drullug upp að eyrum Mýrarboltinn fór fram á Ísafirði í dag. 2. ágúst 2015 19:09 Steinar með nýtt lag: Mætir á Mýrarboltann til að taka upp nýtt myndband Tónlistarmaðurinn Steinar hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber nafnið Young. 28. júlí 2016 11:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
„Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, í samtali við Vísi. Pétur var að keppa á Evrópumótinu í mýrarbolta sem fram fer á Ísafirði líkt og vant er um þessa helgi. Til stóð að Pétur myndi vera með lóðsa gesti Gönguhátíðar á Súðavík um bæinn nú klukkan fimm en sökum meiðsla hans verður það ekki hægt. Oddviti hreppsins, Anna Lind Ragnarsdóttir, stökk því inn á í hans stað og gengur með fólk um bæinn. „Við erum svo vel mönnuð hér í bæ og hún er mikill göngugarpur svo þetta kom ekki að sök.“ Pétur var á árum áður knattspyrnumaður og lék um skeið með Fjölni, Val, Víkingi Reykjavík og BÍ/Bolungarvík. Samkvæmt upplýsingum af vef KSÍ skoraði hann á ferli sínum áttatíu mörk í 202 leikjum í deild og bikar. Hann segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann meiðist og eflaust ekki það síðasta. „Þetta er nú ekki svo slæmt að þetta hafi mikil áhrif. Ég fékk aðhlynningu hérna á Súðavík og verð góður eftir viku,“ segir hann. Aðspurður segir hann að stígvélin séu líklega farin upp á hillu. „Við í FC Kareoki urðum Evrópumeistarar á árum áður og núna er kominn tími á að hleypa öðrum að. Við erum nokkuð hógvært lið.“ Það er reyndar rétt að minnast á það að liðið er ekki hógværara en svo að það er komið í sjálfan úrslitaleik Mýrarboltans sem hefst núna klukkan 17.40. Gönguhátíðin á Súðavík heldur áfram þrátt fyrir meiðsli sveitarstjórans líkt og ekkert hafi í skorist. Í kvöld verður kveikt í brennu í sundlauginni og í samkomuhúsinu verður boðið upp á hið árlega Gönguskóaball. Íbúafjöldi Súðavíkur eykst um rúmlega helming á meðan hátíðin stendur yfir. Í fyrramálið er svo boðið upp á hafragraut með lifrarpylsu. Boðið verður upp á fjölda gangna á morgun og hinn. Nánari dagskrá má nálgast með því að smella hér.
Mýrarboltinn Tengdar fréttir Fjölmargar ólíkar útihátíðir í ár Verslunarmannahelgin er framundan og búa landsmenn sig undir stærstu ferðahelgi ársins. Þó nokkrir tóku helgina snemma og lögðu af stað úr bænum í dag. 28. júlí 2016 19:00 Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00 Drullug upp að eyrum Mýrarboltinn fór fram á Ísafirði í dag. 2. ágúst 2015 19:09 Steinar með nýtt lag: Mætir á Mýrarboltann til að taka upp nýtt myndband Tónlistarmaðurinn Steinar hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber nafnið Young. 28. júlí 2016 11:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Fjölmargar ólíkar útihátíðir í ár Verslunarmannahelgin er framundan og búa landsmenn sig undir stærstu ferðahelgi ársins. Þó nokkrir tóku helgina snemma og lögðu af stað úr bænum í dag. 28. júlí 2016 19:00
Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00
Steinar með nýtt lag: Mætir á Mýrarboltann til að taka upp nýtt myndband Tónlistarmaðurinn Steinar hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber nafnið Young. 28. júlí 2016 11:30