Dana White styður Donald Trump: Hann mun berjast fyrir Bandaríkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2016 23:30 Dana White vill sjá Donald Trump í Hvíta húsinu. vísir/getty Dana White, forseti UFC, hélt innblásna ræðu til stuðnings Donalds Trump á flokksþingi Repúblikanaflokksins í Cleveland í gær. Trump var formlega gerður að forsetaefni Repúblikana í gær en þessi mjög svo umdeildi maður stefnir að því að komast í Hvíta húsið. White er mikill stuðningsmaður Trumps og fór fögrum orðum um hann í gær. Hann sagði að Trump væri fær viðskiptamaður, harðduglegur en jafnframt góður og traustur vinur. „Við þurfum einhvern sem trúir á þessa þjóð og mun berjast fyrir þá,“ sagði, eða öskraði, White. „Ég hef verið í bardagabransanum allt mitt líf. Ég þekki bardagamenn. Dömur mínar og herrar, Donald Trump er baráttumaður og mun berjast fyrir þessa þjóð.“ Í ræðu Whites kom fram að Trump hafi stutt hann alla tíð og hvatt hann áfram. Þess má geta að fyrstu tvö bardagakvöld UFC eftir að White keypti það 2001 voru haldin í Trump Taj Mahal í Atlantic City í New Jersey.Fyrr í þessum mánuði var UFC selt fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt heimildum ESPN fær White 360 milljónir dala í sinn hlut eftir söluna en hann verður áfram forseti UFC.Brot úr ræðu Dana White má sjá hér að neðan.UFC Pres. Dana White: "Donald Trump is a fighter and I know he will fight for this country" https://t.co/DhDlglCvxa https://t.co/PwBQFtgGcm— CNN (@CNN) July 20, 2016 Donald Trump MMA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Átta liða úrslitin á HM klár Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjá meira
Dana White, forseti UFC, hélt innblásna ræðu til stuðnings Donalds Trump á flokksþingi Repúblikanaflokksins í Cleveland í gær. Trump var formlega gerður að forsetaefni Repúblikana í gær en þessi mjög svo umdeildi maður stefnir að því að komast í Hvíta húsið. White er mikill stuðningsmaður Trumps og fór fögrum orðum um hann í gær. Hann sagði að Trump væri fær viðskiptamaður, harðduglegur en jafnframt góður og traustur vinur. „Við þurfum einhvern sem trúir á þessa þjóð og mun berjast fyrir þá,“ sagði, eða öskraði, White. „Ég hef verið í bardagabransanum allt mitt líf. Ég þekki bardagamenn. Dömur mínar og herrar, Donald Trump er baráttumaður og mun berjast fyrir þessa þjóð.“ Í ræðu Whites kom fram að Trump hafi stutt hann alla tíð og hvatt hann áfram. Þess má geta að fyrstu tvö bardagakvöld UFC eftir að White keypti það 2001 voru haldin í Trump Taj Mahal í Atlantic City í New Jersey.Fyrr í þessum mánuði var UFC selt fyrir fjóra milljarða dala eða tæplega 500 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt heimildum ESPN fær White 360 milljónir dala í sinn hlut eftir söluna en hann verður áfram forseti UFC.Brot úr ræðu Dana White má sjá hér að neðan.UFC Pres. Dana White: "Donald Trump is a fighter and I know he will fight for this country" https://t.co/DhDlglCvxa https://t.co/PwBQFtgGcm— CNN (@CNN) July 20, 2016
Donald Trump MMA Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Átta liða úrslitin á HM klár Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjá meira