Sonboly skipulagði árásina í heilt ár Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2016 12:35 Hinn átján ára Ali David Sonboly, sem varð níu manns að bana í og í kringum verslunarmiðstöð í München á föstudag, skipulagði árásina í heilt ár. Talsmaður þýskra lögregluyfirvalda greindi frá því í dag að vísbendingar þessa efnis hafi fundist. Þá var greind frá því að hann hafi verið lagður inn á geðdeild fyrir ungmenni í tvo mánuði vegna andlegra veikinda sinna en hann hafði glímt við þunglyndi. Sonboly notaðist við 9mm Glock skammbyssu og var búinn alls um þrjú hundruð skotum og fyrirfór sjálfum sér eftir að hafa banað níu og sært 35 til viðbótar, þar af tíu alvarlega. Lögregluyfirvöld í Bæjaralandi segir að hann hafi komist yfir skammbyssuna með ólögreglum hætti á netinu. Fjölmargar minningarathafnir hafa farið fram í München og víðar í dag og í gær til að minnast hinna látnu. Fórnarlömb árásarinnar voru flest á táningsaldri, þrjú frá Kósóvó, þrjú frá Tyrklandi og einn frá Grikklandi. Í frétt BBC kemur fram að svo virðist sem fórnarlömbin virðast ekki hafa verið sérstaklega valin og voru ekki bekkjarfélagar árásarmannsins. Áður hafði komið fram að ekkert hafi fundist á heimili Sonboly sem benti til tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS, en hins vegar hafi fundist fjöldi dagblaðagreina um skotárásir í skólum. Einnig fannst bókin Amok in Kopf – warum schuler töten sem fjallar um ástæður þess af hverju nemendur ákveða að drepa aðra. Tengdar fréttir Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33 Árásin í München: Armela og Dijamant voru í hópi fórnarlamba Solboly Faðir Dijamant Zabergja fór að Olympia-Einkaufszentrum í dag þar sem hann bar á blómvendi og mynd af syni sínum. 23. júlí 2016 16:30 Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11 Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10 Hver var árásarmaðurinn í München? Þýskir og aðrir erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. 23. júlí 2016 14:12 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Hinn átján ára Ali David Sonboly, sem varð níu manns að bana í og í kringum verslunarmiðstöð í München á föstudag, skipulagði árásina í heilt ár. Talsmaður þýskra lögregluyfirvalda greindi frá því í dag að vísbendingar þessa efnis hafi fundist. Þá var greind frá því að hann hafi verið lagður inn á geðdeild fyrir ungmenni í tvo mánuði vegna andlegra veikinda sinna en hann hafði glímt við þunglyndi. Sonboly notaðist við 9mm Glock skammbyssu og var búinn alls um þrjú hundruð skotum og fyrirfór sjálfum sér eftir að hafa banað níu og sært 35 til viðbótar, þar af tíu alvarlega. Lögregluyfirvöld í Bæjaralandi segir að hann hafi komist yfir skammbyssuna með ólögreglum hætti á netinu. Fjölmargar minningarathafnir hafa farið fram í München og víðar í dag og í gær til að minnast hinna látnu. Fórnarlömb árásarinnar voru flest á táningsaldri, þrjú frá Kósóvó, þrjú frá Tyrklandi og einn frá Grikklandi. Í frétt BBC kemur fram að svo virðist sem fórnarlömbin virðast ekki hafa verið sérstaklega valin og voru ekki bekkjarfélagar árásarmannsins. Áður hafði komið fram að ekkert hafi fundist á heimili Sonboly sem benti til tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS, en hins vegar hafi fundist fjöldi dagblaðagreina um skotárásir í skólum. Einnig fannst bókin Amok in Kopf – warum schuler töten sem fjallar um ástæður þess af hverju nemendur ákveða að drepa aðra.
Tengdar fréttir Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33 Árásin í München: Armela og Dijamant voru í hópi fórnarlamba Solboly Faðir Dijamant Zabergja fór að Olympia-Einkaufszentrum í dag þar sem hann bar á blómvendi og mynd af syni sínum. 23. júlí 2016 16:30 Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11 Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10 Hver var árásarmaðurinn í München? Þýskir og aðrir erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. 23. júlí 2016 14:12 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Árásin í München: Lokkaði til sín fórnarlömb á Facebook Árásarmaðurinn í München braust inn á Facebook-reikning konu og sendi skilaboð til fólks þar sem hann hvatti það til að mæta í verslunarmiðstöðina til að fá hluti gefins. 23. júlí 2016 11:33
Árásin í München: Armela og Dijamant voru í hópi fórnarlamba Solboly Faðir Dijamant Zabergja fór að Olympia-Einkaufszentrum í dag þar sem hann bar á blómvendi og mynd af syni sínum. 23. júlí 2016 16:30
Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11
Árásarmaðurinn í München hafði glímt við andleg veikindi Þýskir fjölmiðlar greina frá því að átta af tíu fórnarlömbum árásarmannsins hið minnsta hafi verið á aldrinum fjórtán til 21 árs. 23. júlí 2016 10:10
Hver var árásarmaðurinn í München? Þýskir og aðrir erlendir fjölmiðlar hafa í morgun nafngreint manninn sem ábyrgð bar á árásinni í München. 23. júlí 2016 14:12