Þurfa að hafa birgðir fyrir helgina Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júlí 2016 09:00 Vísir/Stöð 2 Mikið hefur gengið á birgðir Blóðbankans í sumar. Framundan er stærsta ferðahelgi ársins og vilja starfsmenn bankans vera undir það búnir ef þörf er á blóði. Á myndinni hér að ofan sést hvernig birgðarstaðan er hjá Blóðbankanum í dag. Helstu flokkarnir sem þörf er á eru O og A flokkar sem eru algengustu blóðflokkarnir á Íslandi en þeir flokkar nýtast best ef upp koma slys og í aðgerðum. Einnig er þörf á blóði í flokknum O- sem er neyðarblóð en það nýtist þeim sem vita ekki í hvaða blóðflokki þeir eru. Til að anna eftirspurn þarf 13.000 blóðgjafir á ári en á bak við þær eru 8000 blóðgjafar. „Við þurfum að jafnaði 70 blóðgjafir á dag til þess að anna eftirspurn heilbrigiðskerfisins á Íslandi og við förum yfir lagerstöðuna á hverjum morgni. Og athugum hvað vantar inní og höfum samband við blóðgjafana í samræmi við það en stundum þurfum við aðstoð,“ Segir Vigdís Jóhannsdóttir, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum.Starfsfólk Blóðbankans vinnur stöðugt að því að finna nýja blóðgjafa. „Við erum að reyna að fara í skólana á veturna með Blóðbankabílinn og fá nýja blóðgjafa. Við þurfum svona 2000 á ári til að viðhalda blóðgjafahópnum því það eru alltaf einhverjir sem detta út,“ segir Vigdís. Fyrir þá sem eru vanir þá tekur blóðgjöf ekki nema um 30 mínútur í hvert skipti.Afhverju gefur þú blóð? „Bara ef maður þyrfti á því að halda sjálfur, þá væri gott að eiga smá byrgðir,“ segir Heiðar Már Guðlaugsson, blóðgjafi. „Ég byrjaði þegar pabbi þurfti reglulega að fá blóðgjafir síðustu árin sem hann lifði. Ég byrjaði á að gefa honum og hélt áfram,“ segir Guðrún Hannesardóttir, blóðgjafi. „Maður sá á fréttunum í gær að það var einhver skortur, þá lætur maður vaða.“Hvað varð til þess að þú gafst blóð í fyrsta skipti?„Ég hafði nú gefið þetta á framhaldskólaárunum og svo datt þetta niður í mörg mörg ár svo var einhver sem ýtti við mér aftur fyrir 4 til 5 árum síðan,“ segir Kristinn Guðnason, blóðgjafi.Mundir þú hvetja aðra til þess að gera það sama og þú? „Já, hiklaust. Alla!“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil vöntun á blóði í flokknum O Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa í flokknum O til að mæta í blóðgjöf, en mikil vöntun er á blóði. 20. júlí 2015 13:20 Blóðbankinn kallar eftir blóðgjöfum áður en haldið er í sumarfrí „Við förum ekkert í frí. Það er bara ekkert í boði,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar. 22. júní 2016 13:35 Þriðjungur blóðgjafa konur Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. 19. mars 2016 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Mikið hefur gengið á birgðir Blóðbankans í sumar. Framundan er stærsta ferðahelgi ársins og vilja starfsmenn bankans vera undir það búnir ef þörf er á blóði. Á myndinni hér að ofan sést hvernig birgðarstaðan er hjá Blóðbankanum í dag. Helstu flokkarnir sem þörf er á eru O og A flokkar sem eru algengustu blóðflokkarnir á Íslandi en þeir flokkar nýtast best ef upp koma slys og í aðgerðum. Einnig er þörf á blóði í flokknum O- sem er neyðarblóð en það nýtist þeim sem vita ekki í hvaða blóðflokki þeir eru. Til að anna eftirspurn þarf 13.000 blóðgjafir á ári en á bak við þær eru 8000 blóðgjafar. „Við þurfum að jafnaði 70 blóðgjafir á dag til þess að anna eftirspurn heilbrigiðskerfisins á Íslandi og við förum yfir lagerstöðuna á hverjum morgni. Og athugum hvað vantar inní og höfum samband við blóðgjafana í samræmi við það en stundum þurfum við aðstoð,“ Segir Vigdís Jóhannsdóttir, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum.Starfsfólk Blóðbankans vinnur stöðugt að því að finna nýja blóðgjafa. „Við erum að reyna að fara í skólana á veturna með Blóðbankabílinn og fá nýja blóðgjafa. Við þurfum svona 2000 á ári til að viðhalda blóðgjafahópnum því það eru alltaf einhverjir sem detta út,“ segir Vigdís. Fyrir þá sem eru vanir þá tekur blóðgjöf ekki nema um 30 mínútur í hvert skipti.Afhverju gefur þú blóð? „Bara ef maður þyrfti á því að halda sjálfur, þá væri gott að eiga smá byrgðir,“ segir Heiðar Már Guðlaugsson, blóðgjafi. „Ég byrjaði þegar pabbi þurfti reglulega að fá blóðgjafir síðustu árin sem hann lifði. Ég byrjaði á að gefa honum og hélt áfram,“ segir Guðrún Hannesardóttir, blóðgjafi. „Maður sá á fréttunum í gær að það var einhver skortur, þá lætur maður vaða.“Hvað varð til þess að þú gafst blóð í fyrsta skipti?„Ég hafði nú gefið þetta á framhaldskólaárunum og svo datt þetta niður í mörg mörg ár svo var einhver sem ýtti við mér aftur fyrir 4 til 5 árum síðan,“ segir Kristinn Guðnason, blóðgjafi.Mundir þú hvetja aðra til þess að gera það sama og þú? „Já, hiklaust. Alla!“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mikil vöntun á blóði í flokknum O Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa í flokknum O til að mæta í blóðgjöf, en mikil vöntun er á blóði. 20. júlí 2015 13:20 Blóðbankinn kallar eftir blóðgjöfum áður en haldið er í sumarfrí „Við förum ekkert í frí. Það er bara ekkert í boði,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar. 22. júní 2016 13:35 Þriðjungur blóðgjafa konur Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. 19. mars 2016 07:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Mikil vöntun á blóði í flokknum O Blóðbankinn hvetur alla blóðgjafa í flokknum O til að mæta í blóðgjöf, en mikil vöntun er á blóði. 20. júlí 2015 13:20
Blóðbankinn kallar eftir blóðgjöfum áður en haldið er í sumarfrí „Við förum ekkert í frí. Það er bara ekkert í boði,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, deildarstjóri blóðsöfnunardeildar. 22. júní 2016 13:35
Þriðjungur blóðgjafa konur Á hverju ári koma átta til níu þúsund manns til að gefa blóð hjá Blóðbankanum og nýliðun þarf að vera um það bil tvö þúsund blóðgjafar á ári til þess að viðhalda blóðgjafahópnum. 19. mars 2016 07:00