Aðstoðarmaður fjármálaráðherra gegn sitjandi þingmanni í oddvitasæti Sjálfstæðismanna Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:41 Teitur Björn Einarsson er Flateyringur. Vísir Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, hyggst gefa kost á sér í oddvitasæti Norðvesturkjördæmis í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Frá þessu greinir Teitur Björn á Facebook-síðu sinni og þá er einnig greint frá þessu á vestfirska fréttamiðilsins BB. „Ég er reiðubúinn að axla þá ábyrgð sem fylgir því að leiða listann og vera fulltrúi fólks á Alþingi og vil leggja mitt af mörkum við þá vinnu sem framundan er á næsta kjörtímabili,“ segir Teitur Björn. Hann er ættaður frá Flateyri, sonur fyrrum alþingismannsins Einars Odds Kristjánssonar og mágur Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra. Haraldur Benediktsson, núverandi alþingismaður, gefur kost á sér í sama sæti en Einar K. Guðfinnsson leiddi listann í kjördæminu fyrir síðustu þingkosningar. Hann gaf það út fyrr á árinu að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum eftir áratugalanga þingsetu. Teitur sagðist í viðtali við BB setja tvö mál á oddinn; annars vegar að öll grunnþjónusta ríkisins sé viðunandi fyrir alla íbúa landsins og hins vegar uppbygging samfélagsinnviða. „Víða um land þarf að renna styrkari stoðum undir heilbrigðiskerfið og aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu svo að viðunandi sé,“ sagði Teitur. „Annað sem að ríkið verður að gera er að standa betur að uppbyggingu mikilvægra samfélagsinnviða. Þar á ég t.a.m. við samgöngur í víðum skilningi, fjarskiptamál eins og lagningu ljósleiðara og bætt rafmagns öryggi til þess að efla lífsskilyrði og öryggi íbúa og skilyrðin fyrir atvinnuuppbyggingu séu til staðar og þannig hægt að nýta tækifærin sem eru til staðar.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, gefur kost á sér í annað sæti listans. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Ung og ófrísk býður sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum Framboð Þórdísar Kolbrúnar R Gylfadóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, boðar hugsanlega breytta tíma í stjórnmálum á Íslandi. 16. júní 2016 12:12 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, hyggst gefa kost á sér í oddvitasæti Norðvesturkjördæmis í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Frá þessu greinir Teitur Björn á Facebook-síðu sinni og þá er einnig greint frá þessu á vestfirska fréttamiðilsins BB. „Ég er reiðubúinn að axla þá ábyrgð sem fylgir því að leiða listann og vera fulltrúi fólks á Alþingi og vil leggja mitt af mörkum við þá vinnu sem framundan er á næsta kjörtímabili,“ segir Teitur Björn. Hann er ættaður frá Flateyri, sonur fyrrum alþingismannsins Einars Odds Kristjánssonar og mágur Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra. Haraldur Benediktsson, núverandi alþingismaður, gefur kost á sér í sama sæti en Einar K. Guðfinnsson leiddi listann í kjördæminu fyrir síðustu þingkosningar. Hann gaf það út fyrr á árinu að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum eftir áratugalanga þingsetu. Teitur sagðist í viðtali við BB setja tvö mál á oddinn; annars vegar að öll grunnþjónusta ríkisins sé viðunandi fyrir alla íbúa landsins og hins vegar uppbygging samfélagsinnviða. „Víða um land þarf að renna styrkari stoðum undir heilbrigðiskerfið og aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu svo að viðunandi sé,“ sagði Teitur. „Annað sem að ríkið verður að gera er að standa betur að uppbyggingu mikilvægra samfélagsinnviða. Þar á ég t.a.m. við samgöngur í víðum skilningi, fjarskiptamál eins og lagningu ljósleiðara og bætt rafmagns öryggi til þess að efla lífsskilyrði og öryggi íbúa og skilyrðin fyrir atvinnuuppbyggingu séu til staðar og þannig hægt að nýta tækifærin sem eru til staðar.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, gefur kost á sér í annað sæti listans.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Ung og ófrísk býður sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum Framboð Þórdísar Kolbrúnar R Gylfadóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, boðar hugsanlega breytta tíma í stjórnmálum á Íslandi. 16. júní 2016 12:12 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Ung og ófrísk býður sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum Framboð Þórdísar Kolbrúnar R Gylfadóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, boðar hugsanlega breytta tíma í stjórnmálum á Íslandi. 16. júní 2016 12:12