Barist í Liverpool á morgun Pétur Marinó Jónsson skrifar 29. júlí 2016 21:45 Bjarki Þór Pálsson er tilbúinn í sinn fyrsta atvinnubardaga. Sóllilja Baltasardóttir Mjölnisstrákarnir Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson og Egill Øydvin Hjördísarson keppa í MMA annað kvöld. Bardagarnir fara fram í Liverpool og er mikið undir hjá strákunum. Bardagarnir fara fram í Shinobi War bardagasamtökunum og náðu strákarnir tilsettri þyngd í hádeginu í dag. MMA Fréttir skoðaði andstæðinga strákanna og verður afar áhugavert að sjá hvernig þeim mun vegna annað kvöld. Bjarki Þór berst sinn fyrsta atvinnubardaga eftir að hafa farið í gegnum 12 áhugamannabardaga með 11 sigra og aðeins eitt tap. Bjarki Þór sigraði Evrópumeistaratitilinn síðasta vetur eftir að hafa tekið fimm bardaga á fjórum dögum. Hann tekur nú skrefið í atvinnumennskuna sem er nokkuð sem hann hefur stefnt að frá því hann byrjaði fyrst í íþróttinni í september 2010. Í atvinnubardögum eru loturnar lengri (5 mín. í stað 3. mín lotur), hanskarnir þynnri og nota má olnboga. Bjarki Ómarsson (6-4) berst um fjaðurvigtartitil Shinobi en síðast sigraði hann andstæðing sinn á aðeins 19 sekúndum. Sá bardagi fór fram í sömu bardagasamtökum og voru aðstandendur keppninnar svo hrifnir af frammistöðu hans að hann fékk umsvifalaust titilbardaga. Egill Øydvin Hjördísarson (4-1) er æstur í að fá að berjast á morgun enda var hann illa svikinn síðast. Egill átti að berjast í lok apríl en aðeins nokkrum klukkustundum fyrir bardagann hætti andstæðingur hans við. Andstæðingur hans kvaðst ekki vera með far í höllina en svaraði svo ekki skilaboðum þegar aðstandendur keppninnar buðust til að borga leigubíl fyrir hann. Hann fór því í fýluferð síðast og getur ekki beðið eftir því að fá að berjast á morgun. Róleg stemning er í hópnum fyrir bardagana og ætla þeir að kíkja í bíó kvöldið fyrir bardagana eins og venjan er. Fjölmargir bardagar eru á dagskrá á morgun en áhugasamir geta horft á bardagana í beinni hér. MMA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Mjölnisstrákarnir Bjarki Þór Pálsson, Bjarki Ómarsson og Egill Øydvin Hjördísarson keppa í MMA annað kvöld. Bardagarnir fara fram í Liverpool og er mikið undir hjá strákunum. Bardagarnir fara fram í Shinobi War bardagasamtökunum og náðu strákarnir tilsettri þyngd í hádeginu í dag. MMA Fréttir skoðaði andstæðinga strákanna og verður afar áhugavert að sjá hvernig þeim mun vegna annað kvöld. Bjarki Þór berst sinn fyrsta atvinnubardaga eftir að hafa farið í gegnum 12 áhugamannabardaga með 11 sigra og aðeins eitt tap. Bjarki Þór sigraði Evrópumeistaratitilinn síðasta vetur eftir að hafa tekið fimm bardaga á fjórum dögum. Hann tekur nú skrefið í atvinnumennskuna sem er nokkuð sem hann hefur stefnt að frá því hann byrjaði fyrst í íþróttinni í september 2010. Í atvinnubardögum eru loturnar lengri (5 mín. í stað 3. mín lotur), hanskarnir þynnri og nota má olnboga. Bjarki Ómarsson (6-4) berst um fjaðurvigtartitil Shinobi en síðast sigraði hann andstæðing sinn á aðeins 19 sekúndum. Sá bardagi fór fram í sömu bardagasamtökum og voru aðstandendur keppninnar svo hrifnir af frammistöðu hans að hann fékk umsvifalaust titilbardaga. Egill Øydvin Hjördísarson (4-1) er æstur í að fá að berjast á morgun enda var hann illa svikinn síðast. Egill átti að berjast í lok apríl en aðeins nokkrum klukkustundum fyrir bardagann hætti andstæðingur hans við. Andstæðingur hans kvaðst ekki vera með far í höllina en svaraði svo ekki skilaboðum þegar aðstandendur keppninnar buðust til að borga leigubíl fyrir hann. Hann fór því í fýluferð síðast og getur ekki beðið eftir því að fá að berjast á morgun. Róleg stemning er í hópnum fyrir bardagana og ætla þeir að kíkja í bíó kvöldið fyrir bardagana eins og venjan er. Fjölmargir bardagar eru á dagskrá á morgun en áhugasamir geta horft á bardagana í beinni hér.
MMA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira