„Hálendið getur ekki tekið á móti fleiri ferðamönnum“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júlí 2016 19:30 „Hálendi Íslands getur ekki tekið á meiri fjölda eins og staðan er í dag,“ segir framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands sem kallar eftir meiri uppbyggingu á innviðum í ferðaþjónustu á hálendinu. Sjötíu prósent þeirra gesta sem ganga Laugaveginn á milli Landmannalauga og Þórmerkur nú í sumar eru erlendir ferðamenn en mikil aukning hefur orðið í ferðum þeirra á hálendinu. „Við erum með hátt í tíu þúsund sem eru að ganga Laugaveginn. Það eru að koma um hundrað þúsund ferðamenn inn í Landmannalaugar. Það eru sextíu þúsund ferðamenn í Þórsmörk. Þannig að þetta er gríðarlega mikill fjöldi og mikil umferð,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.En hvernig er markaðssetningu á hálendi Íslands háttað?„Ég held að það sé því miður og mikið þannig að allir séu bara velkomnir til Íslands og hér megi nánast gera hvað sem er og að hér ríki fullkomið frelsi. Við ættum að vera með skýrari skilaboð um að það sé einhver regla á hlutunum hjá okkur,“ segir Páll. Páll telur að ferðaiðnaðurinn og náttúran á hálendinu ráði ekki við meiri fjölda en nú er og telur að stýra þurfi umferðinni á svæðinu. „Það væri best með því að til dæmis að því að við erum að tala um Laugaveginn. Komnir tíu þúsund ferðamenn á Laugaveginn að stýra þeim fjölda sem fer inn á leiðina í hverjum degi. Við þurfum fyrst og fremst að taka ákvörðun um einhverja eina leið og hejast handa,“ segir Páll.Er þörf á framkvæmdum á svæðinu?„Nú er komin þörf á stórtækari framkvæmdum á svæðinu og á stærri svæðum þar sem verða jarðvegsskipti eða göngustígurinn er styrktur með afgerandi hætti. Það þarf klárlega að bæta eftirlitið og fjölga landvörðum og setja meiri peninga í það verkefni allt saman. En fjöldinn er bara orðinn það mikill að við verðum að bregðast hraðar við,“ segir Páll.Hversu mikinn ágang þolir hálendi Íslands? „Miðað við eins og við erum að gera þetta í dag þá erum við komin að þeim hámörkum í þeim fjölda sem við ráðum við í dag. En ef við myndum taka í taumana og stýra þessu meira og betur þá ráðum við betur við meiri fjölda.“ segir Pétur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Hálendi Íslands getur ekki tekið á meiri fjölda eins og staðan er í dag,“ segir framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands sem kallar eftir meiri uppbyggingu á innviðum í ferðaþjónustu á hálendinu. Sjötíu prósent þeirra gesta sem ganga Laugaveginn á milli Landmannalauga og Þórmerkur nú í sumar eru erlendir ferðamenn en mikil aukning hefur orðið í ferðum þeirra á hálendinu. „Við erum með hátt í tíu þúsund sem eru að ganga Laugaveginn. Það eru að koma um hundrað þúsund ferðamenn inn í Landmannalaugar. Það eru sextíu þúsund ferðamenn í Þórsmörk. Þannig að þetta er gríðarlega mikill fjöldi og mikil umferð,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.En hvernig er markaðssetningu á hálendi Íslands háttað?„Ég held að það sé því miður og mikið þannig að allir séu bara velkomnir til Íslands og hér megi nánast gera hvað sem er og að hér ríki fullkomið frelsi. Við ættum að vera með skýrari skilaboð um að það sé einhver regla á hlutunum hjá okkur,“ segir Páll. Páll telur að ferðaiðnaðurinn og náttúran á hálendinu ráði ekki við meiri fjölda en nú er og telur að stýra þurfi umferðinni á svæðinu. „Það væri best með því að til dæmis að því að við erum að tala um Laugaveginn. Komnir tíu þúsund ferðamenn á Laugaveginn að stýra þeim fjölda sem fer inn á leiðina í hverjum degi. Við þurfum fyrst og fremst að taka ákvörðun um einhverja eina leið og hejast handa,“ segir Páll.Er þörf á framkvæmdum á svæðinu?„Nú er komin þörf á stórtækari framkvæmdum á svæðinu og á stærri svæðum þar sem verða jarðvegsskipti eða göngustígurinn er styrktur með afgerandi hætti. Það þarf klárlega að bæta eftirlitið og fjölga landvörðum og setja meiri peninga í það verkefni allt saman. En fjöldinn er bara orðinn það mikill að við verðum að bregðast hraðar við,“ segir Páll.Hversu mikinn ágang þolir hálendi Íslands? „Miðað við eins og við erum að gera þetta í dag þá erum við komin að þeim hámörkum í þeim fjölda sem við ráðum við í dag. En ef við myndum taka í taumana og stýra þessu meira og betur þá ráðum við betur við meiri fjölda.“ segir Pétur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira